Alþýðublaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 13
Laugardagur 7. júní 1986 13 Eitt og annað um tækninýjungar I tímaritinu Ægi eru kynntar ýmsar nýjungar á tækjamarkaðn- um. Þar er m.a. sagt frá nýjum geröum af skipavogum sem fram- leiddar eru af íslenskum fyrirtækj- um þ.e. Pólinum hf. ísafirði og Marel hf. Reykjavík. Skipavogir Tvö íslensk fyrirtæki, Póllinn hf. ísafirði og Marel hf. Reykjavík hafa um árabil framleitt vogir og vogar- kerfi fyrir fiskvinnslustöðvar. Bæði þessi fyrirtæki hafa nú einnig hafið framleiðslu á vogum til notkunar um borð í fiskiskipum. Venjulegar vogir verða að standa á fastri undir- stöðu og eru því ónákvæmar um borð i fiskiskipum vegna hreyfingu skipsins og vélartitrings. Skipavogir skynja þessar hreyfingar og leið- rétta vigtunarskekkjuna gagnvart þeim. Skipavogir frá Pólnum Póllinn hf. framleiðir tvær gerðir af skipavogum, þ.e. gerð S-55 og gerð S-66. Við gerð S-55 eru vogar- pallur og aflestrareining aðskilin. Hægt er að fá vogirnar með mis- munandi gerð vogarpalla, bæði hvað snertir stærð pallsins og há- marksþunga þess sem vegið er. Gerð S-55 Á aflestrareiningu vogarinnar birtist þunginn á ljóstöluformi, ásamt tegundarnúmeri þess sem vegið er. Einnig birtast ýmis tákn sem sýna hvaða aðgerð er verið að framkvæma, eða í hvaða vinnslu- stöðu vogin er. Á aflestrareining- unni er einnig lyklaborð og má með því breyta stillingu vogarinnar og hafa stjórn á ýmsum þáttum skrán- ingarinnar. Vogin er búin hraðastillingu sem ræður tregðu vogarinnar gagnvart veltu og titringi. Hraðinn er stillan- legur frá 0 til 9 og er. tregðan mest við hraða 9. Vogin er upphaflega stillt af framleiðanda á hraðann 0 sem er nægjanlegur við venjulega veltu. Hægt er að núllstilla vogina með þunga á vogarpallinum t.d. með tómum bakka (törun) og sýnir vog- in þá eingöngu þunga hráefnisins í bakkanum. Síðan má stilla vogina á ákveðna kjörþyngd hráefnisins og er hægt að hafa sjálfvirk neitunar- mörk, sem hjálpa til að koma í veg fyrir ranga vigtun. Neitunarmörkin miðast við ákveðið frávik frá kjör- þyngdinni og er frávikið stillanlegt. Ef þunginn á vogarpallinum er rangur miðað við settan kjörþunga, þá blikka tveir fremstu stafir vigt- unartölunnar í sífellu. Þegar réttum þunga er náð, þá stöðvast blikkið. Sé hinsvegar rangur þungi fjar- lægður af voginni gefur hún aðvör- un með því að blikka „HE—HE“ í sífellu og neitar að halda áfram að vigta þar til þunginn hefur verið settur aftur á pallinn og honum þrýst niðurávið. Vogin skráir hverja vigtun í minni sitt annað hvort sjálfvirkt, þegar bakkinn er tekinn af pallinum, eða handvirkt, þegar þrýst er á lykla- borðið. Þegar þungi er orðinn stöð- ugur, þá kviknar ljós á aflestrarein- ingunni og annað ljós kviknar síð- an þegar skráning fer fram. Vinstra megin á aflestrareiningunni birtist fjögurra stafa númer fyrir tegund þess sem vegið er, en tegundarnúm- erinu er skipt í tvennt og eru fyrri og seinni hluti númersins skráðir sitt í hvoru lagi. Frá lyklaborði er valið um hvor hlutinn er skráður með vigtinni. Vogina má tengja við prentara en hann getur verið á öðr- um stað í skipinu, t.d. í brúnni og getur vogin þá skráð allar vigtanir jafnóðum á prentarann. Vogin man allar skráðar vigtanir og með því að ýta á takka á prentaranum er hægt að fá sundurliðaðar upplýsingar um hvert tegundarnúmer fyrir sig. Gerð S-66 S-66 voginni svipar að nokkru til S-55 vogarinnar nema hvað hún hefur ekki lyklaborð og ekki sömu skráningarmöguleika og S-55. Skipavogir frá Marel Marel hf. framleiðir tvær gerðir af skipavogum, þ.e. gerðir'CV3002 og CV5002. Við báðar vogargerð- irnar eru vogarpallur og aflestrar- eining aðskilin. Gerð CV3002 Á aflestrareiningu vogarinnar birtist þunginn á ljóstöluformi. Einnig sést í hvaða vinnsluhætti vogin er, hvaða fisktegund verið er að vinna o.s.frv. Voginni má stjórna frá tölvu, sérstöku lyklaborði eða frá takkaborði vogarinnar sjálfrar. Vogin skráir það sem hún vigtar og tengir við aðrar upplýsingar. Á neðri hluta aflestrareiningarinnar sést þunginn hverju sinni en efri hlutanum er skipt í fjögur svið þannig: „Nafn-svið“ segir til um hvaða hráefni er verið að vigta t.d. þorsk- ur, ýsa. „Frá-svið“ gefur til kynna hvaðan hráefnið kemur t.d. Hala- mið, Jónsmið. „Til-svið“ gefur til kynna í hvaða vinnslu umrætt hrá- efni fer að lokinni vigtun, t.d. 5 lb. pakkning , kælir, salt. „Séraðgerðir“ er svið sem notað er fyrir ýmsar aðgerðir t.d. vigta frákast eða sýna frávik frá ákveð- inni skammtaþyngd. Hvert svið hefur 10 minni. I vog- inni má þannig hafa upplýsingar um allt að 10 fisktegundir í einu, hún getur skráð frá tíu mismunandi stöðum og samtímis skráð í 10 mis- munandi pakkningar. Vogin leggur saman allar vigtanir á hverri fisk- tegund og telur vigtanirnar. Einnig leggur hún saman vigtanir sem skráðar eru frá hverjum stað fyrir sig og einnig vigtanir sem fara í hverja pakkningu fyrir sig. Skráning getur verið hvort sem er sjálfvirk (þegar bakkinn er tekinn af pallinum) eða handvirk (þegar ýtt er á takka á voginni). Törun (vogin núllstillt með bakka á vogar- pallinum) getur einnig verið hand- virk eða sjálfvirk. Þegar sjálfvirk törun er notuð, tarar vogin sjálf- krafa mismun á bökkum af svip- aðri þyngd. Fyrst þarf að tara einn bakka handvirkt (bakkinn er settur á pallinn og ýtt á takka á voginni) síðan eru bakkarnir settir á pallinn og þegar stöðugleikaljósið lýsir (0,5 sek) er hráefninu bætt við. Allir tómir bakkar innan við 100 g (40 kg pallur) eða 25 g (12 kg pallur), frá bakkanum sem taraður var í upp- hafi eru nú sjálfvirkt taraðir. Vogina má stilla á ákveðna skammtastærð og neitunarmörk (læsing). Ef vogin er stillt á sjálf- krafa skráningu og þyngd skammta fer út fyrir neitunarmörkin birtist textinn — RANGT VEGIÐ — á skjánum, þegar tekið er af pallin- um. Þá er bakkinn settur aftur á pallinn og ýtt á takka. FEGRLNARVIKA / >» > ^ I REYKJAVIK 7.-15. JIM 4=

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.