Alþýðublaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 19
Laugardagur 7. júní 1986 19 Ökuleikni ’86: verd laun Bindindisfélag ökumanna mun í sumar, eins og undanfarin sumur, vera með keppni í ÖKULEIKNI. í fyrra var metár í 8 ára sögu ÖKU- LEIKNINNAR. Þá voru keppend- ur rúmlega 600 og hafa því 2100 ökumenn tekið þátt í ökuleikni frá upphafi. Nokkur fjölgun verður á keppn- isstöðum í ár. Keppt verður á 33 stöðum um landið að íslandsmeist- arakeppninni meðtalinni. í ÖKU- LEIKNINNI verður keppt í karla- riðli og kvennariðli en auk þess verður á hverjum stað einnig reið- hjólakeppni, og keppt þar í tveim riðlum, annars vegar á aldrinum 9—11 ára og hins vegar á aldrinum 12 ára og eldri. Bindindisfélag ökumanna hefur fengið til liðs við sig í ökuleikninni MAZDA umboðið BÍLABORG HF sem mun gefa vegleg verðlaun í íslandsmeistarakeppninni, MAZDA 626 árgerð 1987. Einnig mun umboðið lána bíla til úrslita- keppninnar, ásamt fjárhagslegum stuðningi. í reiðhjólakeppninni fékk félagið reiðhjólaverslunina FÁLKANN HF til liðs við sig. Mun Fálkinn meðal annars gefa öll verð- laun í hverri hinna 32 keppna og auk þess gefa tvö gullfalieg reið- hjól, sem tveir heppnir keppendur fá í haust. Þá lét Fálkinn hf. í té reiðhjól, sem notað verður við reið- hjólakeppnina í sumar. Fyrsta keppnin mun fara fram þriðjudaginn 10. júní og verður sú keppni svokölluð pressukeppni, en þar mæta fulltrúar allra fjölmiðl- anna og spreyta sig. Fyrsta almenna keppnin verður haldin í Reykjavík laugardaginn 14. júní nk. og þar gefst mönnum kost- ur á að reyna sig. Ökuleiknin bygg- ist á tveimur þáttum aðallega, ann- ars vegar á umferðaspurningum, og hins vegar á þrautaakstri, þar sem hæfnin skiptir máli, en hraðinn ekki. Allir er hafa ökuleyfi og skoð- unarhæfan bíl, geta tekið þátt í keppninni, gegn vægu þátttöku- gjaldi, og ekki er nein hætta á að bílar skemmist í keppninni. Miðvikudaginn 18. júní hefst hringferð ökuleikninnar og verður byrjað á því að fara austur um og keppt á Hellu. Auglýsingar verða hengdar upp á hverjum stað, þegar þar að kemur. Sigurvegarar úr hvorum riðli, munu fara í úrslitakeppnina þann 6. september næstkomandi, og eins og fyrr sagði, verða vegleg verð- laun. Sigurvegarar fá utanlandsferð með Arnarflugi auk bikarverð- launa. Sá er aka mun villulaust í gegn um þrautaplanið í keppninni, hlýtur MAZDA bílinn að launum. Frestunin Sú ákvörðun um að fresta Sjó- mannadeginum nú í ár vegna kosn- inga er mjög umdeild. Menn benda á að ekki sé hægt að fresta þeim há- tíðisdegi frekar en jólunum og telja þetta gróflega móðgun við sjó- menn. Aðrir vilja meina að degin- um hafi verið frestað vegna eindreg- inna óska víðs vegar um landið. Látum það Iiggja á milli hluta, því ennþá hafa sjómenn ekki eignast sinn lögbundna frídag eins og sum- ar aðrar stéttir. Sjómannadagurinn mun þó hafa verið „á sínum tíma“ á að minnsta kosti fjórum stöðum á landinu: Sauðárkróki, Hrísey, Fáskrúðsfirði og á Höfn í Hornafirði. Mun dag- skráin á þessum stöðum hafa verið með hefðbundnum hætti. CITROÉN ^ G0n FÖLK / SÍA 1. Af ótal kostum þessarar 2. Hagsýn húsmóðirin er í frönsku lúxuskerru er sjöunda himniyfirþví að öll fjölskyldufaðirinn hrifnastur þægindin skuli ekki kosta af frábærum aksturseigin- meiri fjárútlát. leikum BX-ins. 3. Pjakkurinn las í blaði að meðalaldur Citroén í Svíþjóð er 13 og hálft ár. 4. Systir hans er ánægð með allt rýmið og mjög 5. Amma hefurýmsu góðu kynnst um dagana, en í Hann ætlar að segja öllum unum. vinum sínum frá því. montin af öllum öryggisbelt- þægilegri bílsætum hefur hún aldrei setið og vökva- fjöðrunln er í hennar huga ekkert ómerkari uppfinning en rafmagnið. IL NYA PAS QUE CES CINQ RAISONS QUI FONTDELA CITROÉN BX UNE DES MEILLEURES VOITURES FAMIUALES DISPONIBLESICT 'ÞAÐ ERU FLEIRI ÁST/íEHJR EN ÞESSAR FIMM SEM GERA CITROÉN BX AÐ EINUM BESTA FJÖLSKYLDUBÍLNUM SEM HÉR F/EST. 470.000,-Kr kostar Citroén BX 14 E (sbr. mynd) og er það auðvitað veiga- mesta ástæðan. Citroén BX Leader er enn ódýrari; aðeins 443.000,- kr. BX 16 TRS kostar kr. 568.000,- og glæsivagninn BX 16 RS Break (station) kostar nú aðeins 615.000,— krónur. Ekki síðri ástæða er greiðslukjör- in; allt niður í30% út og afgangur- inn á allt að tveimur árum. Innifalið í þessu verði erryðvörn, skráning, skattur, stútfullur bensíntankur og hlífðarpanna undir vél. Einnig má nefna framhjóladrifið, en Citroén hefur verið framhjóla- drifinn lengst allra bíla - eða síðan 1934, og hæðarstillinguna sem skipar Citroén í sérflokk við akstur í snjó og ófærð. BX-inn er líka alliaf í sömu hæð frá jörðu, óháð hleðslu. Falleg innrétting og listræn hönnun á öllum hlutum vega líka þungt þegar Citroén er borinn saman við aðra bíla. Líttu inn í Lágmúlanum eða sláðu á þráðinn. Sölumenn okkar vilja segja þér margt fleira um þessa frábæru bíla. G/obusp sízzvj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.