Alþýðublaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 3
alþýðu- blaöió m Umsjón: Jón Daníelsson A AUSTURLANDI Tímaáætlanir fara allar úr skorðum orinfáT^aU- b^Zf:zðT ZTzzr* Frá Eskifirði. Egilsstaðaflugvöllur gegnir mikilvœgu hlutverki í samgöngumálum Eskfirðinga eins og annarra Austfirðinga og þeir vilja nú þrýsta á um að endurbœtur verði gerðar á flugvellinum. Stöðvarfjörður: Stöðvast hafnar- framkvæmdirnar? Núverandi ástand Egilsstaða- flugvailar er bein ógnun við öryggi flugsamgangna á Austurlandi en væri áætluðum breytingum á vellin- um komið í framkvæmd, yrði hann að teljast heppilegasti og öruggasti varaflugvöllur hérlendis. Þetta er inntakið í ályktun sem bæjarstjórn- in á Eskifirði samþykkti hinn 4. des. en þar er því beint til sam- gönguráðherra að gera gangskör að því að bæta ástand flugvallarins. Bjarni Stefánsson, bæjarstjóri á Eskifirði, sagði í samtali við Al- þýðublaðið af þessu tilefni að eink- um væri áríðandi að leggja flug- brautina varanlegu slitlagi, vegna þess hve oft flugvöllurinn væri ófær vegna aurbleytu. „Það má vitna til eins af flugstjórum Flugleiða í þessu sambandi," sagði Bjarni „Hann orðaði það þannig í blaða- grein nýlega að Fokkerarnir væru engin torfærutæki!“ Bjarni sagði að einnig þyrfti að snúa flugbrautinni lítils háttar þannig að hún sneri eins og Lagar- fljótið. „Það eru til áætlanir og teikningar af þessum framkvæmd- um og hefur staðið til að gera þetta í mörg árþ sagði Bjarni, „en það strandar á fjárveitingavaldinu!* Bjarni tók sem dæmi að það væri auðvitað alvarlegt mál ef koma þyrfti sjúklingum til Reykjavíkur frá einhverjum stað á Austfjörðum og hann strandaði á Egilsstöðum, vegna aurbleytu á flugbrautinni. „Auk þess fara allar tímaáætlanir meira og minna úr skorðum. Sveit- arstjórnarmenn héðan að austan eru kannski búnir að panta tima hjá ráðamönnum fyrir sunnan en kom- ast svo ekki nema til Egilsstaða" Þess voru dæmi að síld sem veiddist nánast við bryggjuna á Seyðisfirði, væri flutt alla leið suð- ur og vestur fyrir land til löndunar, vegna tunnuskorts á Seyðisfirði og annars staðar á Austfjörðum. Þetta ástand skapaðist að talsverðum hluta vegna þess hvernig tunnum var skipt niður á söltunarstaði. Síldarsöltun lauk á Seyðisfirði um síðustu helgi og var þar alls saltað í um 20 þúsund tunnur að þessu sinni. Tunnuskortur var all- mikill á Seyðisfirði á síldarvertíð- inni eins og reyndar víðar á Aust- fjörðum og telja sumir að unnt hefði verið að salta jafnvel tvöfalt þetta magn á Seyðisfirði, ef nægar tunnur hefðu verið til staðar. Mikið veiddist af síld inni á Seyð- Bjarni var spurður hvort hann teldi möguleikana á því að eitthvað yrði úr framkvæmdum við áætlað- ar breytingar á Egilsstaðaflugvelli, meiri nú en verið hefði undanfarin ár. Hann kvaðst óttast að svo væri ekki og sagði að ef menn ætluðu nú að setja upp varaflugvöll fyrir milli- landaflugið á Sauðárkróki, gæti svo farið að lítið fjármagn yrði eftir til frantkvæmda við flugvöllinn á Egilsstöðum. „Ef hér kæmi hins vegar flug- braut með varanlegu slitlagi sem gerð væri fyrir þotur, væri það mjög ákjósanlegur varaflugvöllur fyrir Keflavík, því yfirleitt er mjög mikill munur á veðurlagi hér og á suðvesturhorninu,“ sagði Bjarni Stefánsson ennfremur. Hann bætti því við að með þessu móti opnaðist líka möguleiki á flutningum til út- landa frá Austurlandi með flugi og nefndi í því sambandi möguleika á flugi með ferskan fisk. Alyktun bæjarstjórnarinnar á Eskifirði, sem vikið var að hér að framan er svohljóðandi: „Bæjarráð Eskifjarðar beinir því til samgöngumálaráðherra, að gerð verði gangskör í að bæta ástand Egilsstaðaflugvallar sem alloft að undanförnu hefur verið ónothæfur sökum aurbleytu og því ógnun við öryggi flugsamgangna á Austur- landi. Með áætluðum breytingum á legu Egilsstaðaflugvallar og lagn- ingu bundins slitlags á flugbrautina ásamt viðeigandi aðflugstækjum, verður flugvöllurinn að teljast heppilegasti og öruggasti varaflug- völlur hérlendis fyrir utanlandsflug með hliðsjón af staðsetningu hans gagnvart suðvesturhorni landsins!1 isfirði og skammt fyrir utan á þess- ari vertíð, en vegna tunnuskortsins þurfti þó að flytja talsvert af þessari síld annað til söltunar og dæmi voru þess að sigla þyrfti með síldina alla leið á Suðvesturhornið, vegna þess að tunnur voru ekki til á Aust- fjörðum. Samkvæmt samkomulagi síldar- saltenda er hluta af síldinni skipt milli söltunarstaða með sérstöku kvótafyrirkomulagi, sem byggist á meðalsöltun þessara staða allmörg ár aftur í tímann. Mun þetta fyrir- komulag að einhverju leyti hafa ráðið tunnuskiptingu milli staða og' þá gleymst að taka tillit til þess að nú veiðist hlutfallslega mun meira af síld fyrir austan en áður og þeim mun minna fyrir sunnan land. Á Stöðvarfirði er nú verið að reisa nýtt dagvistarheimili á vegum sveitarfélagsins, auk þess sem hafn- armannvirki eru langt komin. Nú þegar hafa verið steyptir upp sökkl- ar að dagheimilinu og er áætlað að það verði tekið í notkun i lok næsta árs. Til að Ijúka hafnargerðinni vantar hins vegar kringum 20 mill- jónir króna og sagðist Björn Haf- þór Guðmundsson, sveitarstjóri í samtali við Alþýðublaðið ekki vera nema hóflega bjartsýnn á væntan- leg fjárlög næsta árs í þessu sam- bandi. Hafnargerðin á Stöðvarfirði hef- ur nú staðið yfir frá því árið 1983, keyrt var út grjót í nýja hafnargarð- inn. Árið eftir var keypt stálþil, sem svo var sett niður árið 1985 og á þessu ári hefur verið steyptur kant- ur auk þess sem vegur hefur verið lagður frá nýja hafnargarðinum að frystihúsinu. Björn Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri á Stöðvarfirði, sagði í samtali við Alþýðublaðið I gær, að enn væri eftir að steypa yfirborð nýja hafnargarðsins og Ieggja þar rafmagns- og vatnsleiðslur, en auk þess þyrfti að dýpka innan hafnar- garðsins, þannig að stærstu skip gætu lagst þar að bryggju. Hann sagði að áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir væri í kring- um 20 milljónir króna. í fjárlagafrumvarpinu mun gert ráð fyrir að alls verði varið um 160 milljónum króna til hafnarfram- kvæmda og sagði Björn Hafþór að trúlega færu um eða yfir 100 mill- jónir af þessu fjármagni til að greiða skuldir vegna framkvæmda sem þegar hefðu átt sér stað. Hann kvaðst því ekki nema hóflega bjart- sýnn á fjárveitingu til að ljúka hafnargerðinni á Stöðvarfirði á næsta ári. Nú í haust voru steyptir sökklar að nýju dagvistarheimili á Stöðvar- firði og verður framkvæmdum við þá byggingu haldið áfram í vetur, en reiknað er með að nýja dagheimilið verði tekið í notkun í lok næsta árs. Dagheimilinu var valinn staður því sem næst í þorpinu miðju á svæði, sem að öðru leyti er skipu- lagt til útivistar og hátíðahalda. Á Stöðvarfirði hefur reyndar ver- ið rekið dagheimili um nokkurt skeið. Núverandi húsnæði er hins vegar orðið allt of lítið, og auk þess sem það er einungis opið hálfan daginn. Þar rúmast nú 16 börn, en áformað er að nýja dagheimilið hafi pláss fyrir upp undir þrjátíu börn og verði opið bæði fyrir og eftir hádegi. Nú eru nokkur börn á biðlista eftir dagheimilisplássi á Stöðvar- firði, en þegar nýja dagheimilið kemst í gagnið, er áætlað að það muni anna allri eftirspurn eftir dag- vistarplássum. Almennar Tiyggingar Melðgötu 2 Neskaupstað Sími 97-7677 •• Onnumst allar tegundir trygginga Síldin: Veidd á Seyðis- firði — landað fyrir sunnan Á AUSTURLANDI Alþýöublaöiö á Austurlandi er borið í hvert hús. Auglýsing þín í Alþýðublað- inu nær því tilætluðum árangri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.