Alþýðublaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 10
í 10 Nú á síðustu árum hefur verkaskipting ríkis og sveitarfélaga mikið verið til um- ræðu. Flestir sem hafa kynnt sér málin eru sammála um að hlutverkaskiptingin sé ekki nógu skýr, til- hneigingin virðist sú að ríkið ætlast til meira og meira af sveitarfélögunum en gleymir jafnframt að hugsa þeim fyrir tekj- um þeim til handa. Ef til vill er þetta með ráðum gert, því ríkið kemur til móts við sveitarfélögin með „framlögum“ og „styrkjum“ þegar því hentar. Tökum lítið dæmi sem skýrir málið. Heimamenn í sveitarfélagi A telja sig vanta bryggju, viðbót við skóla og íþróttasvæði þeir setjast niður og ráða sínum ráðum. Þeir komast að því að smíði bryggju er „styrkhæf framkvæmd“ þegar rík- isapparatið er búið að samþykkja hana. Skóla á ríkið að kosta til helminga ef samkomulag hefur náðst þar um. Einnig er hægt að fá „framlög" frá ríkinu vegna upp- byggingar íþróttasvæðis. Okkar menn eru skynsamir og vilja byrja á því sem þeir telja brýn- ast og klára það, og síðan koll af kolli, þeir búa til forgangsröð, og leita síðan til mótaðilans, ríkisins en þá er andskotinn laus. Þessi mál heyra hvert undir sína embættis- menn og valdastofnanir í höfuð- borginni. Og Alþingi skammtar svo og svo mikið í hvern málaflokk á hverju ári. Þingmenn kjördæm- anna skipta svo hverri köku milli staðanna heima í héraði. Mönnum er því nauðugur einn kostur að hafa sem flest járn í eldin- um í einu til að snapa „framlögin" upp, hvert úr sinni áttinni. Hér gild- ir náttúrlega frumskógarlögmálið, hver otar sínum tota sem mest hann má. Öll svetarfélög gera út sendi- nefndir til borgarinnar á hverju hausti, til að ná sem stærstum hluta af kökunni. Þar ganga menn frá manni til manns, ráðuneyti úr ráðu- neyti, stofnun úr stofnun, oft frá Herodesi til Pílatusar. „Hápunktur- inn“ á lerðalaginu er 15 mínútna áheyrn hjá fjárveitinganefnd Al- þingis. Menn geta ráðið í það, hvaða tilgangi það þjónar, þegar þess er gætt, að hugsanlega eru 10 til 15 slíkar áheyrnir alla daga vik- unnar í tvo mánuði, svona ferðalög Miðvikudagur 10. desember 1986 Magnús Guðmundsson, bcejarfulltrúi á Seyðisfirði: Frumskógalögmálið er í fullu gildi þegar um ,Jramlög“ ríkisins til sveitarfélaga er að rœða. Framkvœmdir hafnar við mannvirkjagerð. Það geturþó tekið býsna mörg ár að Ijúka verki sem byrjað er á. Fjárveitingar rikisins skiptast milli margra aðila og jafnvel innan sveitarfélags er ógerlegt að raða verkefnum í forgangsröð, þannig að unnt sé að Ijúka einu verkefni áður en byrjað er á öðru. nefnast „hungurgöngur“ á mínum bæ. Því miður er það ill nauðsyn eins og er, en aðferðin við útdeil- ingu opinbers fjár er röng, og þarf að breytast. Eins og er borga einstaklingar og fyrirtæki í bæ, eins og Seyðisfirði skatta til ríkisins samkvæmt gild- andi lögum. Ég fullyrði að það sem bær eins og okkar og landshluti eins og Austurland leggur til ríkis- ins er langt umfram það sem við fá- um til baka þegar öllum „hungur- göngum" Austfirðinga er lokið og fjárlög fæðast með ósköpum rétt fyrir jól og það grátlega er, að stór hluti af skattpeningum okkar og annarra fer í að halda uppi stofn- ana- og ráðuneytaveldi í höfuð- borginni. Það eru síðan þessir aðilar sem oft hafa úrslita vald um það, hvað sé verjandi að láta af hendi til verka til byggðanna í landinu, — með öðr- um orðum hungurgöngurnar eru í raun og veru valdabarátta reynt er að fá til baka hluta af því sem burt var tekið. En það er tiltölulega ein- falt að breyta þessu ef vilji er fyrir hendi. Ef sveitarfélögin fengju ráð- stöfunarrétt yfir stærri hluta skatt- tekna og um leið ákvörðunarvald í eigin máli liti dæmið öðruvísi út. Okkar menn í dæminu hér að framan fengju að ráða fram- kvæmdaröð og nýttu fjármagnið skynsamlegast. Breytingin sem hér er talað um er róttæk. í stað þess að peningaflæðið sé fyrst frá sveitarfé- lögunum til ríkisins og svo aftur til baka að hluta, yrði það þannig, að ’ ríkið fengi aldrei það sem sveitarfé- lögunum ber heldur einungis það sem á að hafna hjá ríkinu. Inn í þetta blandast síðan hugmyndir um fylki, millistig milli ríkis og sveitar- félaga. Hugmyndin er að fylki hafi umsjón með því sem sameiginlega tilheyrir sveitarfélögunum í af- mörkuðum landshluta. Ekki síst ættu smæstu sveitarfélögin fylkin að bakhjalli. Þau geta því miður aldrei orðið það öflugar einingar þrátt fyrir hugsanlega sameiningu að þau veiti þjónustu hvert um sig í líkingu við stærri sveitarfélög. Ég tel fylkin eiga rétt á sér, en verði þau að veruleika er ein hætta á ferðum, hún er sú, að stjórnkerfi fylkjanna verði viðbót við það sem fyrir er, þetta er reyndar eitt af því sem andstæðingar hugmyndarinn- ar hampa hvað mest. Ef svo á að vera er betur kyrrt látið, en af stað farið, það er grundvallarforsenda fylkjanna að þau verkefni sem þeim verða falin, verði tekin af ríkinu. Hugmyndafræðin hér að baki er einföld! Allt vald í hinu opinbera kerfi á að færast sem næst vettvangi atburðanna. Sveitarfélögin hafi yfir sínum málum að segja og það sé skýrt afmarkað hver þau eru. Fylk- in sjái um sameiginleg málefni landshlutans, og það sé einnig vel afmarkað hvert hlutverk þeirra er. En sameiginleg mál allra lands- manna, ekki síst lagasetning og um- gjörð þjóðlífsins verður síðan vett- vangur ríkisins og Alþingis. Þessar hugmyndir eiga erfitt uppdráttar víða í ríkiskerfinu, það er einfaldlega vegna þess að það leitast við að viðhalda sjálfu sér og þenjast út, nauðsyn breytingar er svo augljós og hún verður að gerast. Allir þeir sem á annað borð vilja viðhalda byggð sem víðast um land, hljóta fyrr eða síðar að sjá nauð- synina. Því miður eru svo margir stefna, á við einhverja stefnu þá er blindir enn. Ef hugtakið byggða- það þessi. Fjöldi loðnu- og sfldveiði- skipa er með snurpuvír frá okkur Fyrirliggjandi er snurpuvír og togvír af ýmsum gerðum. Jónsson & Júlíusson Ægisgötu 10 — Sími 25430. Alþýðublaðið á Austurlandi fer inn á hvert heimili í kjördæminu. Auglýsing þín kemur því fyrir sjónir allra íbúa Austurlands ef hún birtist í Alþýðublað- inu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.