Alþýðublaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 31. desember 1986 Helgi Olafsson sigraði á jólahraðskákmóti ÚI Jólahraðskákmót Útvegsbanka íslands var háð í salarkynnum bankans við Austurstræti og Lækj- artorg, sunnudaginn 28. desember síðastliðinn. Adolf Björnsson setti mótið og bauð þátttakendur og gesti vel- komna, en meðal þeirra var forseti Skáksambands Islands, Þráinn Guðmundsson. Skákstjóri var Ol- afur Ásgrímsson. Keppnin hófst klukkan 14.00 og lauk laust fyrir klukkan 19.00. Þátt- takendur voru 18, allt þekktir og snjallir skákmenn. Úrslit keppninnar urðu þessi: Nr. 1 Helgi Ólafsson 15 Zi vinn- inga, nr. 2 Karl Þorsteins 14 v., nr. 3 Hannes H. Stefánsson 13 Vi v., nr. 4 Jóhann Hjartarson 13 v., nr. 5—6. Björn Þorsteinsson 10‘/2 v., nr. 5—6 Friðrik Ólafsson 10‘/2 v., nr. 7—8 Benedikt Jónasson 10 v., nr. 7—8 Guðmundur Sigurjónsson 10 v., nr. 9 Ásgeir Þór Árnason 8/2 v., nr. 10—11 Dan Hansson 7v., Þröstur Árnason 7v., nr. 12 Bragi Kristjáns- son 6V2 v., nr. 13 Ingvar Ásmunds- son 6 v., nr. 14 Gunnar Gunnarsson 5 Vi v., nr. 15 Áskell Örn Kárason 5 v., nr. 16 Leifur Jósteinsson 4'/2 v., nr. 17 Lárus Jóhannesson 3 '/2 v., nr. 18 Árni Ármann Árnason 2/2 v. Greiðslur almennings fyrir læknishjálp og lyf (skv. reglugerð útg. 19. desember 1986) 1. Greiðslur hjá heimilislækni og heilsugæslulækni 110 kr. — Fyrir viötal á stofu læknis. Innifalin er ritun lyfseöils. 200 kr. — Fyrir vitjun læknis til sjúklings. Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling um viöbótargjald, nema vegna lyfja eöa umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara meö burt með sér. 2. Greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp, rannsóknir og röntgengreiningu_______________ 360 kr. — Fyrir hverja komu til sérfræöings. 140 kr. — Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrstu 12 skiptin hjá sérfræöingi á hverju almanaksári, síðan ekkert. (Sjá nánar hér aö neðan). Aldrei má krefja sjúkling um nema eina greiöslu fyrir hverja komu ásamt rannsókn/ röntgengreiningu í framhaldi af henni. Til nánari skýringar er eftirfarandi tafla: Greiðslur almennings fyrir sérfræðilæknishjálp, nokkur dæmi. TAFLA Heimilis- læknir Sérfræð- ingur Ranns./ Röntggr. Sérfræð- ingur Aðgerð hjá Svæfing/deyfing sérfræðingi hjá sérfræðingi Dæmi 1 110 360 Dæmi 2 110 250 Dæmi 3 110 360 360 Dæmi 4 110 360 0 Dæmi 5 110 360 0 360 Dæmi 6 110 360 0 360 0 360 Skýringar: Taflan lesist frá vinstri til hægri og sýnir samskipti viö a.m.k. tvo lækna. Dæmi 4: Sjúklingur leitar til heimilislæknis og greiöir þar 110 kr. Heimilislæknir vísar síöan sjúklingi til sérfræöings, og þar greiðir sjúklingur360 kr. Þessi sérfræö- ingur sendir sjúkling í röntgengreiningu, og þarf sjúklingur ekki að greiða sérstaklega fyrir hana, þar sem hún er í beinu framhaldi af komu til sérfræöings. Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæöir, og má læknir ekki krefja sjúkling um viðbótargjald, nema vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni aö þurfa aö fara meö burt meö sér. Allir eiga aö fá kvittanir fyrir greiðslum sínum hjá sérfræðingum. Elli- og örorkulífeyrisþegar, sem leggja fram hjá sjúkrasamlagi sínu kvittun fyrir 12 greiðslum á sérfræðilæknishjálp á sama ári, fá skírteini, sem veitir þeim rétt á þessari þjónustu ókeypis þaö sem eftir er ársins. 3. Greiðsiur fyrir lyf 200 kr. — Fyrir lyf í lyfjaverðskrá I og innlent sérlyf. 350 kr. — Fyrir lyf í lyfjaverðskrá II. 80 kr. — Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrir lyf í lyfjaveröskrá I og innlent sérlyf. 120 kr. — Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrir lyf í lyfjaverðskrá II. Eitt gjald greiöist fyrir hvern 120 daga lyfjaskammt, eöa brot úr honum. Gegn framvísun sérstaks lyfjaskírteinis í lyfjabúð fást ákveðin lyf, viö tilteknum lang- varandi sjúkdómum, ókeypis. Læknar gefa vottorð til sjúkrasamlags í þeim tilvikum, sem réttur á skírteini kann að vera fyrir hendi. Greiöslur þessar gilda frá og með 1. jan. 1987. pj| TRYGGINGASTOFNUN liJ RÍKISINS Geta kosningar - til dæmis þær sem fram fara í vor, haft raunveruleg áhrif á framtíð okkar? Já, alþingiskosingar ákvarða hvaða grundvallarsjónarmið verða látin ráða í þjóðfélaginu. Það ákvarðast af kosningaúrslitum með hvaða hætti verður stjórn- að og hvaða sjónarmið verða látin ráða við úrlausnir vandamála. Bæði á þingi og í sveitastjórnum er verið að fjalla um mál sem skipta miklu og hafa áhrif á daglegt iif hvers og eins. Kosningar nú i vor eru sérstaklega mikilvægar. Þá stendur val okkar um það hvort við viljum áfram feta braut markaðshyggju, eða hvort við veljum leið jafnaðarmanna. I markaðshyggjunni hafa leiðarljósin verið þau, að skammta launa- fólki úr hnefa, en lyfta undirfjármagnseigendurtil aukins gróða. Jafnaðarmenn berjast fyrir þeim grundvallarmannréttindum að fólk geti lifað mannsæmandi lífi af dagvinnutekjum. Þeir krefjast þess að launafólki verði gert kleift að koma þaki yfir höfuðið án þess að taþa líkamlegri og andlegri heilsu. Þeirviljaað þjóðarauði verði réttlátlegar skipt og að íslenskt þjóðfélag gmndvallist á jafnrétti, frelsi og bræðralagi. Samband ungra jafnaðarmanna Myndarlegur bæklingur SUJ Samband ungra jafnaðarmanna hefur gefið út fræðslubækling um jafnaðarstefnuna. Hann nefnist: „ . . . að velja framtíð". Á forsíðu er spurt: „Geta kosningar — til dæmis þær sem fram fara í vor, haft raunveruleg áhrif á framtíð okk- ar?“ Síðan segir: Já, alþingiskosningar ákvarða hvaða grundvallarsjónarmið verða látin ráða í þjóðfélaginu. Það ákvarðast af kosningaúr- slitum með hvaða hætti verður stjórnað og hvaða sjónarmið verða látin ráða við úrlausnir vandamála. Bæði á þingi og í sveitar- stjórnum er verið að fjalla um mál sem skipta miklu og hafa áhrif á daglegt Iíf hvers og eins. Kosningar nú í vor eru sérstak- lega mikilvægar. Þá stendur val okkar um það hvort við viljum áfram feta braut markaðs- hyggju, eða hvort við veljum leið jafnaðarmanna. I markaðshyggjunni hafa leiðarljósin verið þau, að skammta launafólki úr hnefa, en lyfta undir fjármagnseigend- ur til aukins gróða. Jafnaðarmenn berjast fyrir þeim grundvallarmannréttind- um að fólk geti lifað mannsæm- andi lífi af dagvinnutekjum. Þeir krefjast þess að launafólki verði gert kleift að koma þaki yfir höfuðið án þess að tapa líkamlegri og andlegri heilsu.. Þeir vilja að þjóðarauði verði réttlátlegar skipt og að íslenskt þjóðfélag grundvallist á jafn- rétti, frelsi og bræðralagi. Myndin er af forsíðu bæklings- ins, en í honum eru eftirtaldir kafl- ar: „Jafnaðarstefnan — valkostur unga fólksins“ — „Ungt fólk og velferðarkerfið“ — „Ungt fólk — atvinnu- og launamál“ — „Ungt fólk og húsnæðismál" — „Ungt fólk og verkalýðsmál“ — „Ungt fólk og menntamál“ — „Ungt fólk — frelsi og friður". Ætlunin er að dreifa þessum bæklingi meðal ungs fólks um land allt. Prestskosning: Gunnlaugur sækir um Heydali Efnt verða til prestskosninga í hinum tveimur sóknum Heydala- prestakalls, Stöðvarfjarðarsókn og Heydalasókn, á sunnudaginn 4. janúar 1987. Þar hefur ekki farið fram prestskosning í tæp 40 ár, eða síðan sr. Kristinn Hóseasson var kjörinn þar sóknarprestur. Hefur hann þjónað þar æ síðan, verið prófastur síðustu árin en hefur nú fengið lausn frá embætti vegna ald- urs. Umsækjandi um prestakallið er einn: Gunnlaugur Stefánsson cand.theol. Gunnlaugur er Hafn- firðingur, 34 ára að aldri. Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla ís- lands vorið 1982 og gerðist sama ár starfsmaður Hjálparstofnunar kirkjunnar og hefur unnið þar síð- an. Kona hans er Sjöfn Jóhannes- dóttir sem lýkur guðfræðiprófi í vor. Eiga þau einn son, Stefán Má.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.