Alþýðublaðið - 07.02.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.02.1987, Blaðsíða 5
Laugardagur 7. febrúar 1987 5 GYLFI Þ. GÍSLASON 70 ÁRA Hagfræði og réttlæti Ég hefi heyrt menn furða sig á því að ekki skuli hafa verið reiknað út ,,vís- indalega, út frá hagfræðilegum stað- reyndum", eins og það hefur verið orð- að, fyrir hvað eigi að selja kílóið af kjöt- inu, og hversu hátt kaup t.d. iðnaðar- mannanna, sem átt hafa í kaupdeilum undanfarið, eigi að vera. Hér gætir enn sama misskilningsins á eðli hagfræð- innar og svo kallaðra „hagfræðiegra útreikninga". Það er ómögulegt að skera vísindalega úr því, hvort selja á kjötkilóið á 10 aurum hærra eða lægra verði eða hvort iðnaðarmaður á að fá 10 aurum hærra eða lægra kaup á tím- ann. Það fer eftir því einu, hvemig menn telja sanngjarnt og réttlátt að skipta þjóðartekjunum, og um það m.a. fjalla stjórnmálin, en það hlýtur hverjum manni að vera auðsætt, að það er ómögulegt að skera vísindalega úr því, hvort þessi stéttin á að hafa hærri tekjur en hin, hvort þessi maður- inn á að vera ríkari en hinn o.s.frv., eða réttara sagt: Það er alls ekki hlutverk neinnar visindagreinar, hvorki hag- fræðinnar né annarra, að taka neina af- stöðu til slíks. Fram að þessu hefi ég einkum rætt um það, hvers ekki má vænta af hag- fræðinni og hverju hagfræðingarnir ekki geta svarað sem slíkir. Og nú kæmi mér ekki á óvart, þótt einhver ykkar spyrði: ,,En til hvers er þá eigin- lega þessi hagfræði og allir hagfræð- ingarnir, og hvaða gagn er að þessum þúsundum bóka, sem skrifaðar em ár- Íega um hagfræðileg efni?". Hlutverk hagfræðinnar er að komast að raun um sem mestan sannleika í sambandi við atvinnulíf- og atvinnu- rekstur mannanna, að afla sem mestr- ar þekkingar í þessum efnum, hvort sem okkur nú kann að virðast þessi þekking gagnleg eða gagnlaus; þótt okkur virðist sum þekking nú gagns- Úr útvarpserindi 1943 laus, getur hún orðið gagnleg síðar. Þekking er keppikefli í sjálfu sér, hvort sem hún er álitin gagnleg eða gagns- laus. Hagfræðin leitast við að komast að raun um orsakir og afleiðingar fyrir- brigða atvinnulífsins, rannsakar inn- byrðis samband þeirra og reynir að komast að raun um, hvort ekki sé um reglur eða hagfræðileg lögmál að ræða, er séu að verki að baki hinna fjöl- breyttu fyrirbrigða. {Þetta er hið fræði- lega hlutverk hagfræðinnar.) Og í þess- um efnum hefur hagfræðinni orðið mikið ágengt, þótt enn sé að sjálfsögðu margt órannsakað og á huldu, enda er hagfræðin ung vísindagrein. En á grundvelli þeirrar þekkingar, sem þeg- ar er fengin, er hægt að segja til um, hvaða afleiðingar þetta eða hitt fyrir- brigðið muni hafa i för með sér og hvað hægt sé að gera til þess að koma í veg fyrir það, hvaða afleiðingar þessi eða hin ráðstöfunin hafi og hvað væntan- lega yrði, ef hún ekki væri gerð o.s.frv. Þetta er hið hagnýta hlutverk hagfræð- innar. Þótt hún geti ekki skorið úr þvi, við hvaða verði eigi að selja kjöt bónd- ans eða hvaða kaup eigi að greiða iðn- aðarmanninum, má auðvitað með að- stoð þeirrcir þekkingar, sem hagfræði- vísindin hafa yfir að ráða t.d. reikna út, hver sé framleiðslukostnaður bónd- ans, ef honum er reiknað ákveðið kaup, en hversu hátt það á að vera, er ómögulegt að reikna. Hagfræðingarnir gætu einnig leitt nokkrar líkur að því, hvert verðið myndi vera, ef um algjör- lega frjálsan markað væri að ræða, en um það, hvort það verð væri í sjálfu sér æskilegra eða réttlátara en eitthvert annað verð, geta þeir ekkert sagt sem slíkir. Ég skal enga tilraun gera til þess að hafa áhrif á skoðanir manna á því, hvort þetta hlutverk hagfræðinnar sé þýðingarmikið eða ekki, t.d. hvað snertir lausn dýrtíðarmálanna. Ég er þeirrar skoðunar, að það sé mjög þýð- ingarmikið og að ekki verði gerðar skynsamlegar ráðstafanir í dýrtíðar- málunum nema þeir, sem þær gera, færi sér i nyt þá þekkingu, sem hag- fræðin hefur á því, hverjar ráðstafanir komi til greina að því markmiði, sem menn virðast nú vera sammála um að keppa beri að, sem sé að vinna gegn dýrtíðinni, og þekkingu hagfræðing- anna á því, hverjar afleiðingar hinar ýmsu ráðstafanir væntanlega myndu hafa í för með sér. Hins vegar virðast ýmsir finna hag- fræðivísindunum mjög til foráttu, að þau geta ekki skorið úr því, hvort yfir- leitt eigi að vinna gegn dýrtíðinni, við hversu háu verði eigi að selja kjötið og hversu hátt kaup eigi að greiða iðnað- armönnunum. En að krefjast þessa af hagfræðingi er í rauninni hliðstætt og að ætla að láta lögfræðing skera úr því t.d., hvort setja eigi bannlög eða ekki, þ.e.a.s. hvort leyfa skuli sölu áfengis. Hvort það á að gera eða ekki, er auðvit- að komið undir því, hvort menn telja æskilegt, að menn eigi kost á að neyta áfengis eða ekki, en um það hafa lög- fræðivísindin ekkert að segja. Ef menn hins vegar teldu rétt að setja bannlög, getur lögfræðingurinn sagt, hvernig þau eigi að vera til þess að brjóta ekki í bága við önnur lög eða anda þeirra o.s.frv. Nú geta lögfræðingarnir auðvit- að haft ólíkar skoðanir i áfengismálun- um, en þeir hafa slíkar skoðanir ekki sem lögfræðingar, heldur sem ein- staklingar og út frá ákveðnum hug- myndum um það, að hverju beri að keppa í lífinu og hvað sé mönnunum fyrir beztu. Þetta virðist þó flestum ljóst. Menn ætlast ekki til þess af lögfræðingum, að þeir leysi vandamálið um áfengis- löggjöfina, og menn ætlast ekki til þess af tónlistarfræðingi, að hann ákveði, hvort lag sé fallegt eða ljótt. En það er eins og ýmsir ætlist til þess af hagfræð- ingunum, að þeir ákveði, hvað sé rétt og rangt, fagurt og ljótt, i vissum þátt- um félagslífs mannanna, að þeir ákveði, hvað sé mönnunum fyrir beztu i hagrænum efnum. Geti menn ekki ákveðið þetta sjálfir eða vilji það ekki, er kannske síður en svo verra að fela hagfræðingum úrskurðarvald um það en einhverjum öðrum, því að þeir þekkja þó og skilja þau lögmál at- vinnulífsins, sem á annað borð eru þekkt, en menn mega ekki búast við neinum vísindalegum úrskurði, þvi að það er alls ekki hlutverk neinna vís- inda að segja til um, hvað mönnum sé fyrir beztu. Það er ekki hlutverk hag- fræði visindanna að lýsa því, hvernig atvinnulíf mannanna eigi að vera, heldur hvernig það sé,að hvaða mark- miðum þeir geti keppt, og hverjar leiðir liggi að því markmiði, sem þeir velja sér. Að vissu leyti má þannig líkja hag- fræðingunum við bílstjóra. Maður hringir ekki á bíl til þess að spyrja bíl- stjórann, hvert maður eigi að fara, heldur biður hann að aka sér þangað, sem maður vill fara. Hagfræðingarnir eru heldur ekki til þess að segja mönn- um, að hverju beri að stefna í atvinnu- málum og fjármálum, heldur um hvaða markmið sé að ræða og hvernig hægt sé að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Bankarnir keyptu Skarðsbók á uppboði í London. Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri, afhendir Gylfa Þ. Gíslasyni, þáverandi menntamálaráðherra, bókina, en hann tók við hennifyrir hönd þjóðarinnar. Gylfi Þ- ásamt Gunnari Gunnarssyni, rithöfundi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.