Alþýðublaðið - 07.02.1987, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.02.1987, Blaðsíða 8
8_____________________ GYLFI Þ. GÍSLASON 70 ÁRA Laugardagur 7. febrúar 1987 §J afnaðarstefnan og andleg verðmæti Ekki veit ég, hvort eðlilegt er að gera ráð fyrir því, að þjóðmálaáhugi kvenna beinist inn á nokkuð aðrar brautir en þjóðmálaáhugi karla og hann eigi sér eitthvað aðrar rætur. Margir telja þó, að svo sé, og hallast ég að því, að það sé rétt. Þetta þýðir þó auðvitað ekki, að margar konur líti ekki yfirleitt sömu augum á þjóðmál og margir karlmenn. En sé það rétt, að eitthvað ólíkra við- horfa gæti hjá konum og körlum, í hverju skyldi þá munurinn vera fólg- inn? Þegar karlmaður myndar sér skoðun á þjóðmálum, tekur afstöðu til vanda- mála samfélagsins, er eflaust algeng- ast, að hann leggi áherzlu á hags- munabaráttu sína og annarra. Hann telur þá stefnu réttasta, sem eflir mest tiltekna hagsmuni. Auðvitað er ekki víst, að hann sé fyrst og fremst að hugsa um eigin hagsmuni. Hann get- ur einnig tekið tillit til hagsmuna ann- arra og óskað þeirrar skipunar mála og þeirra ráðstafana, sem taka mest og bezt tillit til þeirra, t.d. hinna vanmátt- ugu og tekjulágu í þjóðfélaginu. En ég held, að það séu fyrst og fremst hags- munasjónarmið, sem ráða þjóðmála- afstöðu karla. Á þetta við um konur? Þegar kona myndar sér skoðun í þjóðmálum, þegar hún tekur afstöðu til vandamála samfélagsins finnst mér ekki ósennilegt, að hún leggi ekki megináherzlu á hagsmunabaráttuna, heldur sé næmari fyrir því en margur karlmaðurinn, að í þjóðmálabarátt- unni skiptir margt fleira miklu máli en lifskjörin. Þegar öllu er á botninn hvolft er ekki víst, að það þjóðfélag sé gott, þar sem allir hafa nóg að bíta og brenna og kannske meira en nóg. Það Pessa rœðu flutti Gylfi P. Gíslason á landsfundi Alþýðu- flokkskvenna 13. október 1972. er ekki víst, að manneskjunni dugi það til farsældar og hamingju, að hafa háar tekjur og eiga miklar eignir. Ef lífinu er lifað án göfgandi markmiðs, ef það er innantóm eftirsókn eftir skemmtun, að ég ekki tali um, ef það er sýkt af svalli og spiliingu, þá megna engar tekjur og engar eignir að gera það gott og fagurt. Mér þætti ekki ósennilegt, að konur hefðu á þessu næmari skiln- ing en karlmenn, þeim sé það yfirleitt ljósara en karlmönnum, að eftirsókn eftir efnisgæðum einum saman er ekki einhlít til góðs, heldur verður þar við að bæta andlegum verðmætum, á grundvelli mannúðar og kærleika, ef samfélag á að vera gott og þeir, sem það byggja, hamingjusamir. Við, sem erum hér, erum öll jafnað- armenn. Jafnaðarstefnan er kenning um það, hvernig hægt sé að gera þjóð- félagið réttlátara, þannig að allir eigi þess ávallt kost að vinna fyrir sér og fá í sinn hlut réttláta umbun vinnu sinn- ar, þannig að enginn þurfi nokkru sinni að óttast um afkomu sína eða ör- yggi. frá vöggu til grafar. En jafnaðar- stefnan er meira. Hún er hugsjón um réttlátt og göfugt þjóðfélag, þjóðfélag, þar sem ekki aðeins er reynt að tryggja öllum mönnum góða afkomu, heldur einnig að veita þeim þroskaskilyrði, gera þá að betri mönnum. Of sjaldan er því veitt athygli, að í hinum gömlu og fleygu vígorðum jafnaðarstefnunnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag er ekki minnzt á bætt kjör sem megin- markmið jafnaðarmanna, heldur efl- ingu andlegra verðmæta: þess að geta verið frjáls, að njóta jafnréttis við aðra menn og búa í bræðralagi við þá. Þetta eru talin hamingjuskilyrði, ekki síður, heldur jafnvel fremur en góð lífskjör. Ég held, að þessi boðskapur jafnað- arstefnunnar eigi ennþá dýpri hljóm- grunn í hjörtum kvenna en karla. Auð- vitað er hann sameiginlegur öllum jafnaðarmönnum, hvort sem um kon- ur eða karla er að ræða. En ef það skyldi vera rétt, að sá þáttur jafnaðar- stefnunnar, sem lýtur að auknum þroskaskilyrðum mannsins, bættri sambúð allra manna og auknum kær- leika í samskiptum þeirra, eigi greiðari aðgang að hjarta konunnar, þá sýnir það, að hún hefur sérstöku hlutverki að gegna í þjóðmálunum: Því, að veita þessum boðskap viðtöku og breiða hann síðan út til annarra. Einn af frægustu hershöfðingjum Breta í síðustu heimsstyrjöld segir frá því í ævisögu sinni, að hann hafi eitt sinn getað skroppið heim til sin í orlofi til stuttrar dvalar. Honum þótti mjög vænt um að hitta son sinn, sjö ára gamlan, og lék sér við hann. Þá berst honum skyndilega áríðandi símskeyti, sem hann verður að svara samstundis. Til þess að iáta son sinn hafa eitthvað fyrir stafni á meðan, tekur hann landa- bréf af heiminum, sem lá á borði í stof- unni, klippir það í nokkra hluta og seg- ir við son sinn, að nú skuli hann sýna sér, hvað hann sé búinn að læra mikið í landafræði með því að raða hlutunum saman aftur. Hershöfðinginn var viss, að hann hefði gefið syni sínum verk- efni, sem mundi taka hann stundar- fjórðung að leysa, svo að hann hefði nógan tima til þess að svara skeytinu, og fór inn í næsta herbergi. En eftir ör- fáar mínútur kallaði drengurinn: „Pabbi, ég er búinn." Hershöfðinginn varð steinhissa, fór inn til sonar síns og sá, að þetta var satt. Hann var búinn að raða hlutunum rétt saman. Hershöfð- inginn spurði son sinn, hvort hann væri virkilega búinn að læra svona mikið í landafræði. „Nei, nei, pabbi“, sagði drengurinn. En þetta var enginn vandi. Það var mynd af manni aftan á kortinu." Þetta minnti hershöfðingjann á, að það er maður að baki sérhverju vanda- máli, öll viðfangsefni eru fyrst og fremst mannleg. Þetta er einmitt að- alsmerki jafnaðarstefnunnar. Hún ein allra kenninga í þjóðfélagsmálum hef- ur komið auga á manninn sem megin- viðfangsefnið, sem aðalmarkmiðið, ekki aðeins hag hans og kjör, heldur einnig þroska hans og hamingju, þann þroska og þá hamingju, sem einungis frelsi, jafnrétti og bræðralag geta tryggt. Það er þessi boðskapur, sem ég held, að konur hafi að sumu leyti dýpri skilning á en karlar. En auðvitað á hann að vera öllum jafnaðarmönnum sameiginlegur. Við skulum öll strengja þess heit, að hefja þetta merki hátt á loft, merki þess jafnaðar og þess kærleika, sem megnar að gera alla menn frjálsa og farsæla. Gyljl Þ. Gislason Jlytur ræður á Þlngvöllum 1974. ÁsgeirÁsgeirsson.forsetiíslands, setur Alþingi. Þettaer ádögum Viðreisnarstjórnar. í ráðherra- stólnumsitjafrá vinstri talið: EggertG. Þorsteinsson, GylfiÞ. Gislason, Magnús Jónsson oglngólf- ur Jónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.