Alþýðublaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 28. mars 1987 er viðleitni min til að bæta úr þess- ari vöntun. Það er reyndar afskap- lega lítið framlag, en þörfin er geysilega mikil. Aldrei hefur verið meiri þörf en nú fyrir fræði sem tengjast mannúð og eru til þess fall- in að bæta og göfga manninn. Mannúðarstefna á sér djúpar rætur í íslendingum. Ég held raunar að nær allir Islendingar fylgi mannúð- arstefnu. Og þegar ég er að tala um mannúðarstefnu, þá er ég fyrst og fremst að tala um kristin lífsviðhorf sem eru sterkasta vígi hennar. Kristni Menn hafa gert alltof lítið úr áhrifum kristninnar í jákvæðri þró- un, en alltof mikið úr vixlsporun- um. Rætur mannúðarstefnu liggja í kristindómnum. Rætur réttlætis og mannúðar eru sterkastar í kenning- um Krists og áhrifum hans á heim- inn. Menn hafa í kennslubókum gert alltof mikið úr víxlsporunum, en lítið minnst á aðalatriðin. Skáldsögur? Þú nefnir Gúrú Góvinda sem dæmi um skáldsögur mínar. Maður með þessu nafni var raunverulega til sem lærisveinn Budda, en ég hefði alveg eins getað komið með islenskt nafn á bókina, vegna þess að viðfangsefni þessarar skáldsögu er ekki indverskt fremur en íslenskt. Bókin er um frelsi sem stundum hefur verið kallað hin endanlega frelsi mannssálarinnar úr viðjum hins illa. Bókin er einskonar fram- hald af fyrri skáldsögu sem var um þróun í indversku þorpi. Sú bók heitir Kamala. Þorp Góvinda sem var gúrú þorpsins var raunverulega til. Eg þekkti hann lítillega og talaði við hann. Hann tróð sér inn í þessa skáldsögu og varð miklu fyrirferðarmeiri en hann átti að vera. Þetta er reynsla sumra manna sem setja saman skáldsögur, að persónurnar taka stjórnina af höfundinum. Góvinda þessi átti aldrei að verða nema aukapersóna í þessari sögu. Ég fór oft um helgar til þessa þorps og skrifaði niður athuganir og skoðaði mannlífið og reyndi að spá í framtíð þess. Þorpið sem ég lýsi þarna er ekki þorpið sem ég sá, heldur þorp sem ég ímyndaði mér að væri að skapast. Röst Nú hef ég ekki verið á Indlandi síðan, en Sigvaldi heitinn Hjálm- arsson, skáld og blaðamaður Al- þýðublaðsins sagði mér að þetta þorp hafi raunverulega orðið til, þorp sem lendir í röst tveggja mjög sterkra menningarstrauma. Annars vegar hinnar gömlu indversku menningar og hins vegar vestrænn- ar menningar. Þegar slíkir straumar koma saman myndast hugmynda- fræðileg röst þar sem sumir farast og allt er í uppnámi. Ljóð Ljóðin já? Það er nú einu sinni þannig að allir menn eru sífellt að breytast. Þegar ég var ungur reyndi ég að yrkja margræð ljóð. Þau voru erfið fyrir mig og þau reyndust líka erfið fyrir suma lesendur. Að gamni mínu hef ég lagt eitt þessara ljóða, úr bókinni „Kastið ekki steinum“ fyrir þrjá bókmenntafræðinga og reynt að komast að því að hvað miklu leyti þeir skildu ljóðið. Ég lagði ljóðið fyrir líkt og gert er á prófi: Það er strikað undir orð og spurt: „Hvað þýðir þetta?“ og „Hvernig á að skýra þetta?“ „Hver er heildarhugsunin i kvæðinu?“ Síðan er hægt að reikna heildarút- komuna í tölum. Skilningurinn reyndist ekki umtalsverður og er það auðvitað mér að kenna. Séra Kolbeinn Þorleifsson sem er ekki bókmenntafræðingur en með bestu fræðimönnum, kom einna best út úr þessari könnun. Hann réði tákn kvæðisins, sem raunar eru alþjóð- leg tákn, sem fletta má upp í bók- um. Auðvitað verða alltaf til íslend- ingar sem skilja og misskilja ljóð. Tilraun En þetta var þegar ég var ungur. í nýrri bókum t.d. 100 ljóð um Lækjartorg og Borgarljóðum sem kom út í fyrra, hef ég notað mjög einfalt ljóðform. Eins og þú veist þá var Borgar- ljóðum misjafnlega tekið. Þrjú skáld skrifuðu öll lofsamlegan rit- dóm um bókina. En á þeim virðist enginn hafa tekið neitt mark. Kunningjaskrif, sögðu menn. Þrír bókmenntafræðingar skrifuðu níð um bókina. Einn sagði að hún væri órímuð. Annar sagði að skáldið væri haldið bjartsýni og slíkt væri aldrei efniviður í ljóð. Sá þriðji til- kynnti með fimm dálka fyrirsögn að bókin væri: Flatneskja. Nú er flatneskja gott orð. Það má nota um ljóð sem hefur lengd og breidd Kjörbók Landsbankans - Góð bók ISrii bjarta framtíð Atvi Lausertil umsóknarstí fjarðarhöfn. Um er að ræða f ramtíðc mjög góð. Æskilegt er stjórnarréttindi eða sté Nánari upplýsingar g Óskar Þór Sigurbjörns stjóri í 2. 62214. Frestur til að skila inn stofuna í Ólafsfirði ren Ólafsfirði, 10/3 1987, Bæjarstjórinn i Ólafsfii Kaffiveitingar Reikningarfélagsir frammi á skrifstofi Aöalfundur Iðju, fé verður haidinn á Hc fimmtudaginn 2. ap Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfur 2. Breyting á reglu 3. Breyting á reglu 4. Önnur mál. Droplaugarstaðir, heimili Starfsfólk óskast til sum Hjúkrunarfræðingar og heimilisins. Starfsfólk ( eldhús, ræstí Sjúkraþjálfara. Lausar stöður frá og mei ingar og sjúkraliðar á hji Upplýsingar gefur forstö- 9.00—12.00 f.h. virka dag Umsóknum ber að skila vlkurborgar, PósthússtraE blöðum sem þar fást. LAUSAR REYKJ/

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.