Alþýðublaðið - 16.05.1987, Side 8

Alþýðublaðið - 16.05.1987, Side 8
MM9UBLMB m&i Laugardagur 16. maí 1987 Fyrsta gjaldþrot í Sovétríkjunum — Verktakafyrirtæki í Leningrad hefurveriö lýst gjaldþrota og starfseminni hætt. Gjaldþrotið er eitt af dæmunum um þá nýju efnahagsstéfnu sem Gorbatsjov flokksleiðtogi hefur boðað. Hagkvæmni í rekstri og arð- semi eru skilyrði fyrir því að fyrir- tækin fái að starfa og á því byggist hvort áætlanir um umbætur og ný- sköpun í efnahagslífi landsins geta orðið að veruleika. Verktakafyrirtækið, sem hafði um 2000 manns í þjónustu sinni, var gert upp m.a. vegna þess að tímaáætlanir stóðust ekki, vegna þess að reksturinn var kostnaðar- samari en áætlað hafði verið og verkefnin sem það tók að sér ekki nægilega vel af hendi leyst. Að sögn fréttastofunnar er lengra síðan en elstu menn muna, að fyrir- tæki hafi orðið að hætta starfsemi sinni af þessum sökum. Gjaldþrot fyrirtækja hafa verið allt að því óhugsandi í Sovétríkjunum og öðr- um Austur-Evrópulöndum fram til þessa, þar eð þau hafa jafnan feng- ið alla þá fyrirgreiðslu sem þau þurftu enda þótt reksturinn væri ekki sérstaklega til fyrirmyndar. Ungverjaland og Pólland til fyrirmyndar Ungverjaland, sem oft hefur gengið á undan með góðu eftir- dæmi þegar efnahagsumbætur hafa verið annars vegar í austan- tjaldslöndunum og Pólland sömu- leiðis, hafa opnað þann möguleika að gera fyrirtæki gjaldþrota ef þau standa sig ekki nógu vel. Sovésk lög um ríkisrekin fyrir- tæki, sem koma til framkvæmda síðar á árinu, gera einnig ráð fyrir þessum möguleika. Lögin gera einnig ráð fyrir því að yfirmenn og starfsfólk fyrirtækjanna fái meira sjálfstæði og meiri ábyrgð á þeirri starfsemi sem fer fram á viðkom- andi vinnustað. Samkvæmt lögunum mun það verða ákveðið í fyrirtækjunum sjálfum hve margir starfsmenn verða ráðnir og hve mikið þeir fá í kaup. Fyrirtækin munu einnig sjálf velja sína yfirmenn — þó þannig að val þeirra sé staðfest og viðurkennt af æðstu embættismannastjórn landsins. Samkvæmt upplýsingum frétta- stofunnar hafa flest fyrirtæki í Leningrad tekið upp umbótatillög- ur Gorbatsjovs alvarlega og haga rekstrinum af langtum meiri raun- sæi en áður, en fyrirtækið sem fór á hausinn var enn fast í gamla stjórn- fyrirkomulaginu sem tíðkast hefur um margra áratuga skeið. Verktakasambandið í Leningrad ákvað því að starfsemi fyrirtækis- ins skyldi hætt og verkefnunum skipt niður á önnur og betur rekin fyrirtæki á svæðinu. AHir fá vinnu Allir 2000 starfsmennirnir sem missa vinnu sína við lokun fyrir- tækisins, fá önnur atvinnutilboð og þurfa því ekki að óttast atvinnu- missi. Hins vegar óttast sovéskir launþegar að nýju lögin verði til þess að laun þeirra lækki. í þeim eru ákvæði sem leyfa allt að 50% lækkun launa, ef viðkomandi starf- semi skilar ekki nægum hagnaði. • Sovéskir meðalborgarar bera nokk- urn kvíðboga fyrir þessari nýju til- högun og hafa orðið talsverð blaða- skrif um það í sovéskum blöðum að undanförnu. JBfl *.'. r;-> H| '.l 1, íi-'" Það er auðvitað ekki útséð með endanlega upphæð vinningsins,en allt bendir til þess að hann verði einn stærsti happafengur sem um getur á fslandi. LITLAR 25 KRÓNUR GETA FÆRT ÞÉR 12.000.000,- KRÓNA Par sem þátttakan í landsleiknum er óhemju mikil að þessu sinni, er ekki ráðlegt að bíða með það fram á síðustu stundu að fá afgreiðslu á sölustað.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.