Alþýðublaðið - 20.08.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.08.1987, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 20. ágúst 1987 MMIUMÐIÐ Sími: Útgefandi: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Blaóamenn: Framkvæmdastjóri: Skrifstofa: Auglýsingar: Setning og umbrot: Prentun: 681866 Blað hf. Ingólfur Margeirsson. Jón Daníelsson. Ása Björnsdóttir, Elfnborg Kristín Kristjánsdóttir Kristján Þorvaldsson og Orn Bjarnason. Valdimar Jóhannesson. Halldóra Jónsdóttir, Eva Guðmundsdóttir og Þórdís Þórisdóttir. Guðlaugur Tryggvi Karlsson og Ólöf Heiður Þorsteinsdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaöaprent hf., Siðumúla 12. Áskriftarsiminn er 681866. Glæpur sigurvegaranna Rudolf Hess, fyrrum samstarfsmaöur Hitlers, er lát- inn. Hann andaðist í Spandau-fangelsinu í Vestur- Berlín, 93 ára að aldri, en siðustu fjóra áratugi hefur Hess verið haldið f fangelsinu af sigurvegurum síðari heimsstyrjaldar. Hess reyndi að fremja sjálfsmorð. Hann freistaði þess að hengja sig f rafmagnssnúru í garðhýsi við Spandau-fangelsið. Hann var fluttur í sjúkrahús breska hersins þar sem reynt var að lífga hann við án árangurs. Hinn ellihrumi fangi hafði þrí- vegis gert tilraun til að svipta sig lífi. Honum tókst það í fjórða skiptið. Rudolf Hess var næstráðandi og einn nánasti sam- starfsmaður Adolfs Hitlers við uppbyggingu hins nasíska Þýskalands á þriðja og fjórða áratugnum. Á öðru ári síðari heimsstyrjaidar — árið 1941 — flaug Hesstil Skotlandsog varpaði sérút í fallhlíf. Enn þann dag í dag er flugferð Hess gáta. Talið er þó að tilgang- urinn með för Hess hafi verið að freista þess að ná friðarsamningi við Breta. Hess var tekinn til fanga og við Núrberg-réttarhöldin 1946 var Hess dæmdur í lífs- tíðarfangelsi fyrir að hafa átt þátt í upptökum stríðs- ins. Hins vegar var hann ekki sakaður um glæpi gegn mannkyninu eins og margir aðrir forsprakkar nasismans. Síðan hefur Hess dúsað í Spandau-fang- elsinu, gamalli byggingu sem Prússar reistu sem her- fangelsi. í fyrstu gistu sex aðrir nasistaforingjar Spandau, en frá 1966 hefur Hess verið eini fanginn í hinu geysistóra, 600 klefa fangelsi. Sigurvegarar stríðsins, Bretar, Frakkar, Bandaríkjamenn og Sovét- menn hafagætt Hesstil skiptis. Á mánaðarfresti hafa 100 hermenn frá hverju ríki fyrir sig þrammað til Spandau til skiptis. Þeir hafa tekið sér varðstöðu víða um fangelsið, setið f varðturnum, gætt Ijóskastara, rimlahurðaog girðingasvo að hinn dæmdi slyppi ekki út. Kostnaðurinn við rekstur fangelsisins kostaði borgarstjórn V-Berlínar um 20 milljónir króna á síð- asta ári. Hess hefur farið fram á það við fjórveldin að láta sig lausan og leyfa sér að eyða ellinni með fjöl- skyldu sinni. Ætíð hefur þeirri bón verið neitað af Sovétmönnum en framámenn í Vesturlöndum hafa barist fyrir því um árabil að Hess yrði látinn laus af mannúðarástæðum. En allt kom fyrirekki. Sovétríkjin hafa alltaf sagt nei, og haft sitt fram. Eftir því sem árin hafa iiðið, hefur fangelsisvist Hess í Spandau breyst úr refsingu í óhugnanlegan glæp framinn af Sovétmönnum með læstri aðild Bretlands, Bandaríkjanna og Frakklands. Glæp gegn gömlum manni, sem eitt sinn hafði öfgafullarskoðanirog náði frægð og frama í einu óhugnanlegasta einræðisríki mannkyns. Þótt fortíð Hess hafi einkennst af valda- brölti í Þriðja ríkinu, er fátt sem getur réttlætt þá ómannúðulegu meðferð að læsa mann inni - í einangrun í 46 ár. Slík refsing er i sjálfu sér verri en dauðarefsing. Hún stingur ennfremur í stúf við þá kristnu siðferðiskennd Vesturlandabúa um náð og fyrirgefningu. Það er kannski dæmigert að eina ríki fjórveldannasem lagðist gegn frelsi Hess erfram liðu tímar, var einmitt einræðisríki sem ekki hefur kristna siðfræði í hávegum. Náð og fyrirgefning fyrirfannst ekki í afstöðu Sovétríkjanna til Rudolf Hess. Og þar með beittu Sovétríkin, með þríveldin hin nauðug inn- anborðs, sömu ómannúðlegu aðferðunum; sama glæpnum á Rudolf Hess og þau höfðu dæmt hann fyr- ir 1946. Á þeirri stundu sem Hess, 93 ára gamall, vafði rafmagnssnúrunni um háls sér og hné niður, beindi hann sjónum alheims að glæp sigurvegaranna gegn hinum sigraða. Ný tollalög frá og med 1. september: Einfaldara og greiðara kerfi Þann 1. september nk. taka gildi ný tollalög, með ýmsum nýmælum, sem miða að þvi að gera samskipti og samstarf tollyfirvalda og fyrir- tækja sem einfaldast og greiðast. í tengslum við gildistöku laganna verður hrundið i framkvæmd ýms- um skipulagsbreytingum í tollaf- greiðslu, auk tölvuvæðingar, sem miða að hinu sama. Nýtt toll- númerakerfi, svokallað Harmon- ized System, tekur ennfremur gildi um næstu áramót. Ljóst er, að þessi nýmæli munu valda gagngerum breytingum í starfi fyrirtækja í inn- og útflutningsverslun. Alþýðublaðið birtir hér úrdrátt um það helsta sem stendur fyrir dyrum að breyta í tollafram- kvæmdinni. Aukið frelsi í alþjóðlegum við- skiptum hefur á síðustu árum stöð- ugt sett meira svipmót á íslenskt þjóðfélag sem nú einkennist af al- mennu frelsi í inn- og útflutnings- verslun landsmanna. Til þess að frjálsir viðskiptahætt- ir fái notið sín og markmiðum efna- hagslegra framfara verði náð, sem m.a. er stefnt að með slíkum við- skiptaháttum, verða allir þeir aðil- ar, jafnt stofnanir ríkisvaldsins sem og fyrirtæki og einstaklingar sem við milliríkjaverslun fást, að aðlaga sig breyttum aðstæðum og taka upp þau vinnubrögð sem hæfa nútíma- legum viðskiptaháttum. Að undan- förnu hefur verið unnið að því á vegum fjármálaráðuneytisins að endurskipuleggja starfsemi toll- stjórnarinnar og taka nýja tækni í þjónustu hennar. Vonandi munu fyrirhugaðar breytingar hafa í för með sér greiðari þjónustu við inn- flytjendur jafnt sem útflytjendur og almennt til hagsbóta fyrir al- menning. En í hverju eru breyting- arnar fólgnar? Engir bankastimplar Hinn 1. september n.k. verður af- lögð sú kvöð á innflytjendur að þurfa að framvísa bankastimpluð- um reikningum í tolli. Þetta þýðir að afgreiðsla í banka og tolli verður fullkomlega óháð hvor annarri og innflytjandi getur sjálfur valið eftir því sem honum hentar hvar hann lýkur erindi sínu fyrst. Tollskjöl verða því í framtíðinni afgreidd án tillits til þess hvort vörusending hafi verið greidd í banka eða ekki. Ný tollskýrsla í tengslum við tölvuvinnslu upp- lýsinga úr aðflutningsskýrslum, sem hafin verður til að byrja með við embætti tollstjórans í Reykja- vík, verður tekið upp nýtt eyðublað fyrir aðflutningsskýrslur. Sam- kvæmt því er gert ráð fyrir að inn- flytjendur láti tollyfirvöldum í té hliðstæðar upplýsingar og gildir i dag en útreikningur gjalda verður alfarið unninn i tölvukerfi embætt- isins. Sami háttur verður síðan tek- inn upp við önnur embætti. Kennitala Kennitala verður notuð i stað nafnnúmers/fyrirtækisnúmers á öllum eyðublöðum ríkisins, þ.á m. tollskýrslum,-frá og með 1. janúar 1988. Ný toliverðsskýrgreining Hinn 1. september n.k. taka gildi nýjar reglur um ákvörðun tollverðs. Samkvæmt þeim verður tollverðið alfarið miðað við það verð sem greitt er fyrir vöruna eða greiða ber fyrir hana. Ýmsir afslættir sem hingað til hafa ekki verið taldir frá- dráttarbærir verða það samkvæmt hinni nýju reglu. Flutningsgjald, vátrygging og ýmis annar kostnað- ur verður hins vegar eftir sem áður tollskyldur. Á sama tíma verður flutningskostnaður í flugi toll- skyldur að fullu en hann hefur fram til þessa verið undanþeginn að hluta. Ný tollskrá í byrjun næsta árs verður tekin upp ný tollskrá í öllum helstu við- skiptalöndum íslands. Tollskrá þessi sem nefnd hefur verið sam- ræmda skráin er byggð á samningi Tollasamvinnuráðsins frá 1983 sem gengur í gildi 1. janúar 1988. Toll- skrá sú sem tekin verður upp hér á landi eigi síðar en 1. janúar n.k. er byggð á þessari tollskrárfyrirmynd og verður hún með átta tölustafa númerum þar sem sex fyrstu tölu- stafirnir byggja á samræmdu skránni en sjöundi og áttundi tölu- stafurinn er íslensk undirskipting. Hin nýja skrá mun í framtíðinni veita mun nákvæmari upplýsingar um milliríkjaverslun almennt, bæði innflutning og útflutning, þar sem við gerð hennar hefur verið tekið tillit til þróunar vöruviðskipta í heiminum síðasta áratuginn. Samskjal og umflutningur innan EFTA og EB í tengslum við eflingu samstarfs EFTA og EB á sviði vöruviðskipta hafa bandalög þessi gert með sér samning um sameiginlegt stjórn- sýsluskjal — samskjal — annars vegar, sem nota á við tollafgreiðslu vara í öllum aðildarríkjunum, og hins vegar samning um sameigin- legar reglur um innflutning (transit) um lönd EFTA og EB, svonefnt Efnhagssvæði Evrópu. Samningar þessir sem ísland er aðili að munu taka gildi 1. janúar 1988 og verður þá samskjalið tekið hér upp og notað við tollafgreiðslu á vörum. Ný tollalög Breytingar þær sem að framan er drepið á tengjast allar meira og minna nýjum tollalögum sem sam- þykkt hafa verið á Alþingi og taka gildi hinn 1. september n.k. Tolla- lögin opna á mörgum sviðum nýja möguleika við stjórnun tollamála hér á Iandi sem allar miða að því að gera samskipti og samstarf tollyfir- valda og innflytjenda sem útflytj- enda sem einfaldast og greiðast. Unnið verður að því á næstunni að koma sem flestum þeim nýmælum sem löggjöfin býður upp á í fram- kvæmd þannig að milliríkjavið- skiptin verði í framtíðinni ekki að- eins vinna heldur þjóðhagslega hagkvæm og skemmtileg vinna. HS, hvað er það? Ef þú fæst við innflutning eða út- flutning þarftu að kynna þér um hvað samræmda tollskráin fjallar sem tekin verður upp hér á Iandi 1. janúar 1988. Upptaka hennar ásamt ýmsum öðrum nýjungum við tollafgreiðslu mun snerta viðskipti þín hérlendis sem erlendis á ýmsan hátt. Síðasta áratug hefur Tollasam- vinnuráðið í Brussel unnið að þvi að útbúa vöruflokkunarkerfi er tæki við af núgildandi tollnafna- skrá þess en m.a. íslenska tollskráin er byggð á henni. Kerfi þetta hefur verið nefnt sam- ræmda tollskráin (Harmonized System) og er mikilvægt framlag til þróunar alþjóðlegra viðskipta. Þessi nýja tollskrá mun snerta alla útflytjendur pg innflytjendur á ís- landi. Auk íslands eins og áður sagði munu fjölmörg ríki taka sam- ræmdu skránna upp frá og með 1. janúar 1988. Meðal þessara ríkja eru öll aðildarríki EFTA og EB en auk þess munu t.d. Bandaríkin taka hana upp en þau hafa ekki til þessa notað tollnafnaskrá Tollasam- vinnuráðsins við vörugreiningu. Hvers vegna er þörf fyrir samræmdu skrána? Rúmlega 100 þjóðir nota núgild- andi tollnafnaskrá Tollasamvinnu- ráðsins við vörugreiningu. í sam- ræmdu skránni hefur verið tekið tillit til viðskipta- og tækniþróunar undanfarandi ára og er hún því í grundvallaratriðum endurnýjun á tollnafnaskránni sem að stofni til er yfir 30 ára gömul. í sumum lönd- um, t.d. Bandaríkjunum og Kanada, sem ekki hafa notað toll- nafnaskrána, mun upptaka sam- ræmdu tollskrárinnar þýða meiri háttar breytingar og umbætur á tollflokkunarkerfi þessara þjóða. Hvort sem þú stundar því innflutn- ing eða útflutning þá er það hagur þinn að vera vel heima í hinum nýju tollflokkunarfræðum því að sam- ræmda tollskráin verður í framtíð- inni leiðarvísir á hinum ýmsu mörkuðum. Samræmda skráin — íslenska toilskráin Samkvæmt samræmdu skránni flokkast vörur í 1300 vöruliði (í 97 köflum) og eru fjórir tölustafir í hverjum vörulið. Enn frekari skipt- ing veitir möguleika á flokkun vara í yfir 5000 undirliði en i hverjum undirlið eru sex tölustafir líkt og nú gildir um íslensku tollskrána. Að sjálfsögðu geta þær þjóðir sem taka upp samræmdu skrána skipt undir- liðum enn frekar. Það mun Efna- hagsbandalagið gera og mun t.d. Bretland sem aðildarríki þess taka níustafa tollskrá til nota í viðskipt- um innan bandalagsins og við út- flutning og tvo stafi að auki til að flokka innflutning frá löndum utan bandalagsins eins og t.d. EFTA- löndunum. í íslensku tollskránni sem tekin verður upp hinn 1. janúar 1988 verða tollskrárnúmerin byggð á átta tölustafa númerum. Þegar sjöundi og áttundi tölustafur eru 00 hefur ekki verið talin þörf á sér- stakri uppskiptingu en annars er um sérstaka íslenska undirskipt- ingu að ræða. Þrátt fyrir að samræmda skráin og þá jafnframt sú íslenska sé rök- rétt og einfalt tollflokkunarkerfi er hún viðameiri og víðtækari en nú- gildandi skrá. Með því að tileinka þér efni hennar nú muntu auðvelda þér notkun hennar þegar hún geng- ur í gildi í ársbyrjun 1988. Hagræði Samræmt alþjóðlegt kerfi til nota við vörulýsingu og vörugrein- ingu hefur augljósa kosti í för með sér. Þannig verður allur saman- burður og skilgreining á milliríkja- viðskiptum auðveldari auk þess sem meðferð tollskjala og tollaf- greiðsla verður einfaldari. Nota má kerfið í ýmsum öðrum tilgangi eins og við gerð flutningsgjaldskrár, tryggingataxta og flutning gagna milli tölvukerfa. Sé vel að málum staðið má lækka útgjöld á sviði stjórnsýslu og draga almennt úr kostnaði þar sem tölvur eru notað- ar. Vörur ættu á endanum að kom- ast fyrr til neytenda. Þá ætti hætta á mistökum í tollflokkun að minnka. HS hefur í för með sér ýmsar aðrar breytingar Þegar samræmda skráin verður tekin upp hér á landi mun það hafa áhrif á ýmsa aðra þætti tollamála. Upplýsingar um þessar breyting- ar og ýmsar aðrar verða veittar síð- ar hjá viðkomandi tollstjórum. Fyrirhugað er að samtök í iðnaði og verslun haldi námskeið um toll- skrána nýju og munu þau auglýsa það siðar. Aðstoð við tollflokkun Aðstoð við tollflokkun einstakra vörutegunda munu tollstarfsmenn í viðkomandi tollumdæmum veita eftir því sem við verður komið. Auk þess mun m.a. Félag íslenskra stór- kaupmanna, Verslunarráð íslands og Utflutningsráð íslands veita fyr- irtækjum innan vébanda sinna að- stoð. (Heimildir: Kynningarrit toll- yfirvalda)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.