Alþýðublaðið - 20.08.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.08.1987, Blaðsíða 4
MBUBLOIÐ Fimmtudagur 20. ágúst 1987 Ríku þjóðirnar reiðubúnar til að veita þróunar- löndunum meiri aðstoð, með því skilyrði að þróun- arlöndin gefi ein- staklings fram- taki meira svigrúm. Á sjöundu ráðstefnu um þróun «g viðskipti (UNCTAD) sem nýlok- ið er í Genf, var samþykkt, að auð- ugu löndin veiti þróunarlöndunum Verð á hráefnum er nú það lægsta f 50 ár, útflutningsverömæti á hráefnum Afrlkulandanna lækkaði á sfðastliönu ári um 135 milljarða. ÞRÓUNARLÖNDIN í VARNARSTÖÐU meiri aðstoð. Er álitið að með því auki bæði auðugu og fátæku þjóð- irnar hagvöxt sinn. Þróunarlöndin samþykktu, að veita einstaklingsframtaki meira frelsi til framkvæmda. Ýmsir halda því fram að þróunar- löndin hafi í raun gefist upp í bar- áttunni við fátækt og slæm lífskjör. Þau samþykktu málamiðlun þar sem ekki var gengið að aðalkröfu þeirra um — meiri aðstoð, ódýrari lán og vægari skilmála í sambandi við lántökur og skuidir. Ormur á önglinum Háttsettur vestrænn stjórnar- erindreki, sagði eftir ráðstefnuna: „Við, vestrænar þjóðir kræktum ormi á öngulinn og þróunarlöndin bitu á agnið.“ „Við höfum dregið þau á land. Þar liggja þau og deyja undir fótum okkar. Við leyfum þeim ekki einu sinni að deyja með reisn.“ Ekki vildu öll vestræn ríki sam- þykkja að þeim bæri skylda til að aðstoða fátæku þjóðirnar. „Vandamálið er, að mörgum finnst auðæfi hins vestræna heims- hluta, vera sameiginleg eign alls mannkyns," sagði stjórnarerind reki frá stóru og voldugu vestrænu iðnaðarríki. Stórveldin komu fram sínum sjónarmiðum á ráðstefnunni, Bandaríkjamenn gagnrýndu þann hátt, sem Sameinuðu Þjóðirnar hefðu á umræðum um efnahags- mál. Bandaríkjamenn hættu samt ekki þátttöku í ráðstefnunni, en því höfðu þeir hótað. Formaður bandarísku sendinefndarinnar var tiltölulega ánægður með árangur- inn. Sovétmenn gefa loforð Með loforði Sovétríkjanna um að verða aðilar að sameiginlegum hrá- efnasjóði, tekst að gera sjóðinn virkari, og koma á jafnvægi í verði hráefna þróunarlandanna. Verð á hráefnum er nú það lægsta, sem það hefur verið í 50 ár. Útflutningsverðmæti Afríkuríkj- anna lækkaði um 50 milljarða doll- ara. Skuldabagginn Þrjú aðalmál lokaskýrslunnar næst á eftir hráefnakostnaði eru -skuldir, alþjóðleg viðskipti og vandamál þeirra þjóða, sem skemmst eru á veg komnar í þróun- inni. Ekki fengu þróunarlöndin lof- orð um, að létt yrði á greiðslubyrði þeirra vegna 7000 milljarða sem þau skulda. Hvort hinar ýmsu áætlanir í lokaskýrslunni komast allar í gagn- ið er enn óvíst. í lokaskýrslunni kemur fram við- urkenning á því, ríkar og fátækar þjóðir eru háðar hvor annarri, ef nást á árangur í hagvexti og vel- sæld. Hægri hönd Gorbatjovs Sovéski leiötoginn Mikhail Gorbatjov hefur nú sem „andlegan leiótoga" sér við hlið, tiltölulega lítt þekktan mann Alexander Jakovlev. Honum er ætlað að aðstoða Sovét- leiötogann við að koma boðskap sínum um umbætur og breytingar til umheimsins. Jakovlev á jafn auövelt með að tala við manninn á götunni og sovéska embættismenn. Hann varð yfirmaður áróðurs- deildar miðstjórnarinnar 1985 og síðan hefur hann alltaf verið að hækka í metoröastiganum. Skjótur frami Stjarna Jakovlevs skín skært, aftur á móti hefur stjarna Igors Ligatjevs bliknað. Báðir hafa þeir starfað á svipuðu sviði þ.e.a.s. við hugmyndafræði og útbreiðslustarf- semi (áróður). Annar þeirra nýtur fyllsta trausts Gorbatjovs. Hinn virðist allt að því tortrygginn á um- bætur og breytingar Gorbatjovs, sem hefur á prjónunum mikil áform og stór um opnara þjóðfélag og um endurskoðun á uppbyggingu sovésks þjóðfélags. Á síðustu vikum hefur Jakovjev birst æ oftar á sjónvarpsskermum í Sovét. Hann sat ásamt Gorbatjov fund með háttsettum fulltrúum fjölmiðla, á dögunum. Jakovlev þykir vel klæddur og hið mesta snyrtimenni. Hann hefur mikla trú á stefnu Gorbatjovs, í til- raunum hans til umbóta og stefnu- breytinga. Útbreiðslustarfsemi var sérgreinin Jakovlev var aðeins 23 ára, þegar hann varð fastur starfsmaður kommúnistaflokksins, sérgrein hans var að kynna flokkinn út á við. Hinn látni Sovétleiðtogi, Leonid Bresjnev sendi Jakovlev í hálfgerða „útlegð“ þegar hann gerði Jakovlev að sendiherra í Kanada, þar sem hann var í 10 ár. Það var einmitt í Kanada sem Gorbatjov „uppgötvaði" hann, er Gorbatjov var þar í opinberri heim- sókn. Allar götur síðan, hefur Jak- ovlev unnið jafnt og þétt að því, að kynna Gorbatjov, áform hans og stefnu á Vesturlöndum. Með sínar loðnu augnabrúnir og myndarleg gleraugu er Alexander Jakovlevorðinn þekkturlsovéskum fjölmiðium. ./.Vx'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.