Alþýðublaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 7. október 1987 SMÁFRÉTTIR Halli á RARIK Nokkur halli varð á rekstri Rafmagnsveitna ríkisins, Rarik, á síðasta ári. Rekstrar- gjöid námu samtals 1823 milljónum en tekjurnar 1816. í fréttabréfi Rarik er helsta or- sök rekstrartapsins sögð sú að gjaldskrá raforku lækkaði meira á árinu 1986 en að- stæður leyfðu. Nú liggja fyrir niðurstöður ársreikninga fyrir árið 1986. Reikningar hafa verið fremur seint á ferðinni undanfarin 2 ár, en til þess liggja ýmsar ástæður, svo sem breytingar á bókhaldskerfum og fl. Ríkisendurskoðun hefur falið Endurskoðun hf. að ann- Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra Borgarneshrepps er laust til um- sóknar. Umsóknir, meö upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu hafa borist skrifstofu Borgarnes- hrepps fyrir 23. október n.k. Upplýsingar um starfió veita Eyjólfur T. Geirsson, oddviti og Gísli Karlsson, sveitarstjóri. Sveitarstjórn Borgarneshrepps. Húsverndarsjóður Reykjavíkur Á þessu hausti veröa í fyrsta sinn veitt lán úr Hús- verndarsjóði Reykjavíkur. Hlutverk sjóösins er aö veita lán til viðgerða og endurgeröar á húsnæöi í Reykjavík, sem sérstakt varðveislugildi hefur af sögulegum eöa byggingasögulegum ástæöum. Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja greina- góöar lýsingar áfyrirhuguöum framkvæmdum, verk- lýsingar og teikningar eftir því sem þurfa þykir. Umsóknarfrestur er til 27. október og skal umsókn- um, síiluðum áUmhverfismálaráð Reykjavíkur, kom- ið a skrifstofu garðyrkjustjóra Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. Umhverfismálaráð Reykjavíkur. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík helduraðalfund mánudaginn 12. október n.k. kl. 20,30 á Hallveigarstöðum v/Túngötu 14, Rvk. Fundarefni: 1. Rætt um kvennastarf innan flokksins. 2. Venjuleg aðalfundarstörf 3. Önnur mál. Áriðandi að sem flestar konur mæti. Stjórnin. Viðtalstími borgarfulltrúa Bjami R Magnússon borgarfulltrúi Alþýðuflokksins í Reykjavík hefur fastan viðtalstíma alla virka daga frá kl. 10—11 árdegis á skrifstofu flokksins á Hverfis- götu 8—10. Síminn er 29244. Framkvæmdastjóri Alþýöuflokksins. Frá skrifstofu Alþýðuflokksins Breytturoþnunartími: Fráog með 1. októberverð- ur skrifstofan að Hverfisgötu 8-10 oþin alla virka daga frá kl. 10-12 og 14-17. Reikningar verða afgreiddir á þriðjudögum frá kl. 10-12. Framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins. ast ársreikninga RARIK fyrir árið 1986. Niðurstaða ársreikninga er sú, að reksturinn er nokkurn veginn í jafnvægi, rekstrar- halli um 7 Mkr eða tæp 0.4% af veltu, eftir að skammtlma- kröfur hafa verið færðar niður um tæpar 27 Mkr í efnahags- reikningi. Hér er ekki um að ræða endanlega afskrift, heldur er myndaður mótreikningur sem mæta á þeim kröfum sem kunna að tapast. Slík niður- færsla hefur ekki verið gerð áður og því er fjárhæðin gjaldfærð i rekstrarreikningi sem sérstakur liður. Enga útlendinga Stjórn Verkamannasam- bands íslands leggst ein- dregið gegn öllum hugmynd- um um að fá útlendinga til landsins til að vinna verka- mannavinnu. VMSÍ hefur sent frá sér ályktun þar sem skor- að er á aðildarfélög sam- bandsins að hafna öllum um- sóknum um atvinnuleyfi á meðan atvinnurekendur neita kjarasamningum við íslenskt verkafólk. Sérstaklega er þessari áskorun beint til aðildar- félaga þar sem fiskvinnsla er aðalatvinnugrein byggðar- lagsins. „fslenskri fiskvinnslu verður ekki bjargað með inn- flutningi útlendingá', segir í áskorun Verkamannasam- bandsins, „heldur á þann hátt að kjör í fiskvinnslu verði á þann veg að verkafólk sæki í þau störf“. MÞYBUBIlfilB vantar blaðamenn Alþýöublaðið er á uppleiö. Vikulegur blaösíöufjöldi hefur meira en þrefaldast og þaö er bara byrjunin. Okkur vantar þess vegna fleiri blaðamenn. Viö setjum bara eitt skilyrði. Þú þarft aö vera hress, drífandi, dugmikil/l, atorkusöm/samur, bráögreind/ur, kunna á ritvél og umfram allt hafa brennandi áhuga á aö komast aö kjarnanum. Ef þú hefur auk þess reynslu af blaðamennsku, þá spillir þaö hreint ekki möguleik- um þínum til aö fá starfið. Alþýðublaðið Ármúla 38, Sími 68 18 66 Beint aö kjarnanum HÁSKÓLI ÍSLANDS VELKOMNIR I HASKOLA ISLANDS NÝNEMAHÁ.TÍÐ í HÁSKÓLABÍÓI FÖSTUDAGINN 9. OKTÓBER 1987 DAGSKRÁ KL. 14:00 Hátíðin sett Háskólakórinn syngur stúdentasöngva. Stj. Ámi Harðarson Avarp - háskólarektor Siginundur Guðbjamason Ávarp - formaður Stúdentaráðs Ómar Geirsson Námsráðgjöf og námstækni - Ásta Kr. Ragnarsdóttir Námslán - Theódór Grímur Guðmundsson Bókasafnsþjónusta - Halldóra Þorsteinsdóttir Ileilsugæsla/læknisþjónusta - Jóhann Ág. Sigurðsson Mataræði, matseld - Margrét Þorvaldsdóttir íþróttir - Valdimar Ömólfsson Ur sögu Háskólans, kvikmynd Háskólakór og stúdentar taka lagið Hátíðinni slitið Veitingar Kvikmyndasyning: "Radiodays" - Woody Allen

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.