Alþýðublaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 8
fmiiiiiíifiiin Miðvikudagur 7. október 1987 Fréttir án afruglara: Aukafjárveiting undanþágupólitík Storminn mikla hefur lægt. Fjölmiðlar sem undanfarið hafa linnulaust upplýst al- menning um straum aukafjár- veitinga undan tveimur fjár- málaráðherrum, Þorsteini Pálssyni og Jóni Baldvin, hafa aftur náð landfestu i fréttaflutningi sínum. Það má velta fyrir sér hvort þessi fréttaflutningur hafi verið tímasettur með það í huga að fjármálaráðherrann Jón Baldvin var erlendis þá viku sem holskeflan reið yfir. — Það verður hins vegar ekki gert hér, því miðað við frétta- flutning helgarinnar má leiða getum að því að umræddir fjölmiðlar hafi séð að sér. Þannig segir t.d. Tíminn um helgina að „Jón Baldvin ríg- haldi í kassann." Stöð tvö virtist einnig Ijúka sinni hrinu um helgina með viðtali við Þorstein Pálsson, þar sem honum gafst færi á að út- skýra málið. Mælanleg afköst Miðað við fréttaflutninginn hefur fólk, að vonum, furðað sig á atorku eins manns, Jóns Baldvins, sem sam- kvæmt fyrstu mælingum átti að sjálfdáðum að hafa dælt út úr ráðuneytinu 63 milljón- um í formi aukafjárveitingar frá því 8. júní er rikisstjóm Þorsteins Pálssonar tók við. í Ijós hefur hins vegar komið að 45 milljónir af 63 voru greiddar samkvæmt skuld- bindingum sem búið var að gefa og núverandi fjármála- ráðherra tók enga ákvörðun um. Þessar 45 milljónir flokk- ast undir: a) 15,1 milljón vegna ákvörðunar fyrri ríkis- stjórnar. b) Uppgjör á mörk- uðum tekjustofnun, skipu- lagsstjóra ríkisins frá árinu 1985—86 að upphæð 21,2 milljónir króna. c) Vegna ákvæða samninga, bæði verk- og leigusamninga 3,6 milljónir. d) Ákvörðun núver- andi ríkisstjórnar um 5 millj- ónirtil iðnaðarrannsókna vegna stækkunar álversins. Miðað við samtölu þess- ara fjárveitinga nema beinar aukafjárveitingar Jóns Bald- vins á tímabilinu, um 18 millj- ónum í stað 63 milljóna. Jón hefur því skrifað upp á 6 mill- jónir á mánuði, eða 1,5 mill- jón á viku. Að sögn Jóns Baldvins hefur hann hafnað 40 beiðn- um um aukafjárveitinar fyrstu þrjá mánuðina í embætti fjár- málaráðherra. Þessar 40 beiðnir voru upp á 200 mill- jónir króna. Virðist hann því hafa sýnt mun meiri festu en forverar í embættinu, því í umræðunni um aukafjárveit- ingar hefur, þrátt fyrir allt, komist til skila að seinni- hluta árs hafa slíkar fjárveit- ingar yfirleitt aukist mjög. „Það er sýnilegt að ég muni ekki geta staðið svo fast undir lok ársins," sagði fjár- málaráðherra í samtali við blaðamann. I Alþýðublaðinu í gær er raunar gefin vísbend- ing um aukið streymi úr kassanum, því fjármálaráð- herra er neyddur til að skrifa upp á 35 milljóna króna reikning vegna utanríkisráð- herrafundar NATO sem hald- inn var í sumar. Reikningur- inn bíður undirskriftar. Umhyggja fyrir ríkiskassanum Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu má gera ráð fyrir að aukafjárveit- ingar stefni nú í 1—1,5% af fjárlögum. Fram hefur komiö að aukafjárveitingar í tíð Alberts Guðmundssonar voru um 10% af niðurstöðu frum- varps að fjárlögum. Það er því ekki að ástæðulausu að menn velti fyrir sér hvort setja eigi reglur um aukafjár- veitingarnar, þegar sýnt er að útstreymið virðist að nokkru leyti fara eftir því hve mönn- um er umhugað að gæta rík- iskassans. Þannig hefur t.d. núverandi utanríkisráðherra, fyrrum forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson sagt beinum orðum að tíma- bært sé að móta reglur. Það virkar hins vegar svolítið hjá- kátlegt, að Steingrími skyldi ekki hafa dottið þetta I huga fyrr. Þegar rætt er um að setja reglur um aukafjárveitingarn- ar, virðist gleymast hvaðan hvatinn sjálfur kemur. Það eru fyrst og fremst fagráðu- neytin sem knýja fram auka- fjárveitingarnar. Uppruni þeirra er ekki nema að óveru- legu leyti í fjármálaráðuneyt- inu sjálfu. Með því að fjalla sérstaklega um slíkar beiðnir f ríkisstjórn, í einhvers konar nefndum, væri því ef til vilt verið að koma á sjálfvirku af- greiöslukerfi aukafjárveit- inga. Aukið samráð við fjár- veitinganefnd væri einnig ekki alhliða lausn því eins og menn vita, þá er t.d. ekki starfandi fjárveitinganefnd og verður ekki fyrr en þing kemur saman. Að mati Jóns Baldvins er raunhæf- asta leiðin til að veita auka- fjárveitingum aðhald, að gera fjáraukalögum skil fyrir lok hvers þings. Fjáraukalög vannýtt tæki Um fjáraukalög segir Ólaf- ur Jóhannesson m.a. í bók sinni Stjórnskipun íslands: „Framlagning fjáraukalaga- frumvarps eftir á, er oftast í reyndinni aðeins skýrslugjöf um fjárgreiðslur úr ríkissjóði, en samþykkt fjáraukalaganna felur auðvitað í sér synda- kvittun ríkisstjórninni til handa.“ Ólafur bendir einnig á í bókinni að lengi vel voru flutt tvenn fjáraukalagafrum- vörp fyrir hvert fjárhagsár. Flutti ríkisstjórnin þá á næsta ári, eftir að fjárhags- árið var liðið, fjáraukalaga- frumvarp og tók í það þær fjárveitingar, sem ráðherra taldi sérstaklega þörf á að fá heimild fyrir. Næsta ár þar á eftir var svo flutt annað fjáraukalaga- frumvarp fyrir sama og hið fyrra, og voru þar teknar þær greiðslur, sem endurskoðun ríkisreikninga taldi nauðsyn- legt að fá heimild fyrir. Nú orðið eru hins vegar aðeins afgreidd ein fjáraukalög fyrir hvert fjárhagsár, en frumvarp að þeim er ekki flutt fyrr en að lokinni endurskoðun yfir- skoðunarmanna, og eru fjár- aukalögin því alllöngu, eða tveim eða þrem árum, á eftir því ári, sem þau eru fyrir. Flestir eru sammála um það að aldrei verði aukafjár- veitingum að öllu hætt þó reynt sé að gera því skóna að slíkar fjárveitingar séu fyrst og fremst geðþóttaákvörðun fjármálaráðherra til þess að hygla pólitískum vildarvinum. Þeir sem vita betur sjá hins vegar fljótlega að ef fjármála- ráðherra hefði ekki sllkt vald gætu ýmis vandamál skap- ast. Þannig yrði t.d. erfitt að standa við kjarasamninga gagnvart opinberum starfs- mönnum ef knúinn yrði fram launahækkun umfram það sem I fjárlögum er gert ráð fyrir. Að sama skapi gæti ríkissjóður ekki hækkað inn- heimtu ( samræmi við hærra verðlag, umfram það sem gert væri ráö fyrir í fjárlög- um. Þannig ætti ríkissjóður einnig erfitt með að bæta ófyrirsjáanlegt tjón, þar sem ríkissjóður stendur utan tryggingafélaganna. Afruglaðar undan- þágur Það virðist því vera sem stormurinn mikla hafi farið af stað vegna misskilnings. Þeir sem sögðu svo linnulaust frá eyðslusömum og spilltum ráðherrum, rugluðu e.t.v. saman aukafjárveitingum og spilltu undanþágukerfi. En með undanþágupólitík er um að ræða að verið sé að hygla pólitiskum vildarvinum eða gæðingum, eins og stundum er kallað. í þvl sambandi er kannski nærtækt að líta á eitt dæmi, Stöð tvö. Það er dæmi um lítið fyrirtæki sem hefur vax- ið mikið þrátt fyrir lítið eigið fé, en bygg’ir starfsemi sína og tilveru e.t.v. öðru fremur á undanþágum i kerfinu. Ein meginforsendan fyrir tilurð Stöðvar tvö, var að fjár- málaráðherra, þáverandi, felldi niður aðflutningsgjöld á svokölluðum afruglurum sem er lykill áhorfanda að stöðinni. Fyrirtækið Heimilis- tæki flytur lyklana inn og önnur fyrirtæki sem flytja inn sjónvörp og hliðstæða vöru fá ekki að versla með mynd- lykla Stöðvar tvö. Þarna er veitt undanþága einu fyrir- tæki og myndi einhver kalla óeðlilega viðskiptahætti. Ennfremur fékk nýja sjón- varpsstöðin endurgreiddan söluskatt áýmsum tækjum til sinnar starfsemi, svo sem filmum, myndböndum og hljóðböndum. Tækin eru enn- fremur að mestu fjármögnuð í gegnum fjármögnunarleigu, en eins og fjármögnunar- leigufyrirtækin auglýsa sjálf þá eru lánin hagstæð þrátt fyrir háa vexti, vegna skatta- legs hagræðis slíks fjár- mögnunarforms, umfram eignarkaup í hefðbundnum skilningi. Umræðan um aukafjárveit- ingar verður því kannski til þess að fjölmiðlar og aðrir fari að líta á nærtæku dæm- in alls staðar í kringum sig. Það má nefnilega oft komast að kjarna málsins, bara með sjálfskoðun. — Það er e.t.v. til of mikils mælst á tímum sjálfumgleðinnar. 'f^réttaskvring ■ < Kristján Þorvaldsson íjÉH skrifar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.