Alþýðublaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. desember 1987 5 BOKMENNTIR Gylfi Gröndai skrifar: SORGIN STENDUR Á MIDJU GÓLFI Ragnhildur Ófeigsdóttir: Andlit í bláum vötnum 73 Ijóö Bókrún hf. Reykjavík, 1987 Áriö 1971 gaf Almenna bókafélagið út Ijóöakveriö Hvisl eftir Ragnhildi Ófeigsdóttur, sem þá var kornung. Síöan hefur hún ekki sent frá sér Ijóðabók fyrr en nú, þegar Andlit í blá- um vötnum kemur út að sextán árum liðnum. Meö nýju bókinni kemur Ragnhildur fram sem fullmótað og sjálfstætt Ijóöskáld, og satt að segja kemur á óvart, hve mikið vald hún hef- ur á myndmáli og líkingum. Dauði móðurinnar í fyrri Ijóðabók Ragnhildar eru þess- ar hendingar: Sorg mín ber mynd fjarlægðarinnar og bláma hafsins... „Sorgin stendur á miðju gólfi“ segir hins vegar í nýju bókinni, en fyrstu nítján Ijóðin mynda eins konar Ijóða- flokk, sem ortur er í tilefni af dauða móður skáldkonunnar, Ragnhildar Ásgeirsdóttur frá Hvammi í Dölum (1910-1981), og bókin er tileinkuð henni. Lýst er banalegu móðurinnar, þegar „gestirnir koma inn á hvíta sjúkrastof- una og færa deyjandi sjúklingnum rósir og liljur", og siðan: eitt augnablik voru augu þín steintöfiur þar sem á voru rituð rök lífs og dauða eitt augnablik áður en þœr voru brolnar. Lýst er að því búnu harmi og eftir- sjá í hverju Ijóði á fætur öðru á opin- skáan og einlægan hátt, með nýjum og nýjurh myndum og llkingum. Best finnst undirrituðum annað Ijóð flokks- ins, en í það er nafn bókarinnar sótt: Dauði þinn breytti hjarta mínu í hvíta marmarahöll þakta speglum að innan sorgin stendur á miðju gólfi ijómi hennar speglast i þeim öllum sem fuliur máni er speglar andlitt sitt í bláum vötnum. Rómantískt viðhorf Ljóðin eru formföst, þótt hvorki séu þau stuðluð eða rímuð, og búa yfir mjúkri hrynjandi. Flest þeirra eru stutt stemmningsljóð byggð um eina mynd eða líkingu, eins og til dæmis Haust- ið: Haustið helsœrt hvítt dýr með ör Guðs í hjartanu sem blœðir út í sólarupprásinni á heiðinni lyngið er rautt af helgu blóði einhyrningsins á morgun verður blóð hans runnið til himins og hvítur feldur hans og hylur heiðina. En einnig eru í bókinni lengri frá- sagnarljóð, eins og til að mynda Næturfjólan, Skáldfákurinn hennar ömmu, Hin jDríeina og Nornin. Yrkisefnin eru hvorki smá né hvers- dagsleg; hérerfjallað um hinstu rök tilverunnar, líf og dauða, ástina og baráttuna milli góðs og ills. Lotning og tilbeiðsla eru ríkur þáttur þessara Ijóða, og oft er efnið sótt í biblíuna, eins og eftirfarandi Ijóðaheiti bera með sér: Veggir Jerúsalem, Dans um Ragnhiidur Ófeigsdóttir. Davíð og Batsebu, Eva. Einnig er ort til Afródítu og brugðið upp skemmti- legum myndum úr ferðalögum til Feneyja og Los Angeles. Viðhorf Ragnhildar er gjarnan rómantískt og einkennist af næmri til- finningu fremuren rökréttri hugsun — og einmitt það veldur sérstöðu hennar í hópi Ijóöskálda. Vel heppnuö hönnun Ástæða er ii'l að vekja sérstaka athygli á útliti og hönnun þessarar bókar, sem Elísabet Anna Cochran hefur annast og heppnast hefur ein- staklega vel. Brotið er breitt, hvert Ijóð hefst á hægrisíðu, heiti kvæðanna eru handskrifuð, og við kaflaskipti er fallegt myndverk úr tveimur plastþynn- um. Útgefandinn, sem er Bókrún hf., hefur bersýnilega vandað frágang og gerð bókarinnar eftir föngum og leitað til Elísabetar Önnu, sem áður hefur hannað fyrir forlagið með góðum árangri Bókina utan vegar eftir Stein- unni Eyjólfsdóttur að ógleymdu stór- virki Bjargar Einarsdóttur um ævi og starf íslenskra kvenna í þremur bind- um. Það er orðið langt síðan undirritað- ur hefur fengið jafn fallega Ijóðabók í hendur og þessa. Þótt innihaldið skipti að sjálfsögðu mestu máli, eykur listrænt útlit ánægju lesandans til muna. í glitrandi þögn Andlit i bláum vötnum eftir Ragn- hiidi Ófeigsdóttur er heilsteypt Ijóða- bók, viðamikil og metnaðarfull. Yfir henni er samfelldur blær og ekki kem- ur að sök, þótt oft sé ort aftur og aftur um sama efni með ýmsum tilbrigðum. Stemmningsljóðin eru áhrifaríkust, fíngerð og myndræn, og mörg þeirra skilja eftir óm að lestri loknum, eins og til dæmis Sunnudagur við Þing- vallavatn: Hljómur kirkjuklukknanna bersl yfir vatnið eins og silfur þeirra hafi breyst í sindrandi duj't hvitt eins og mjöll fjallanna sem dreifist yfir heiminn og breytir honum í giitrandi þögn. Gylfi Gröndal (Höfundur er ritstjóri Samvinnunnar) BÓKMENNTIR nj Matthildur Siguröardóttir skrifar: RARMAFULL AF ROÐSKAP Pottþéttur vinur Eftir Eðvarð Ingólfsson Útg. Æskan 1987. Það er orðin árlegur við- burður að Eðvarð Ingólfsson sendi frá sér bók. Bókin í ár ber nefnið Pottþéttur vinur. Hún fjallar um Pétur, fremur lokaðan strák sem er strítt í skólanum vegna helti og hvernig hann kemst úr skel sinni. I byrjun sögunnarer Pétur svartsýnn einfari og hefur lítið sjálfstraust þótt hann sé góði gæinn í bók- inni. Hvernig sem á það er litið er Pétur glataður náungi. Þá kynnist hann bekkjar- systur sinni (þau eru að klára 9. bekk) Þóreyju, sem hefur svolítinn áhuga á honum (þrátt fyrir allt). Með festu og bjargfastri trú tekst Þóreyju og fleirum að draga Pétur upp úr þunglyndinu og smám saman fær Pétur sjálfstraust- ið á ný. Þórey er hreinskilin, lagleg, skapgóö og afskap- lega trúuð (enda kemur hún frá drykkjumannsheimili). Tína þingmannsdóttir og vinkona Þóreyjar kemur einn- ig við sögu. Hún er sætasta gellan í skólanum og er með sætasta gæjanum. En hann er svolítið upp á kvenhöndina og því koma upp erfiðleikar í sambandi þeirra. í bókinni er líka sagt frá Stínu og Valda, vinum Péturs sem eiga lika við vandamál að stríða. Miklu fleiri koma við sögu, en of langt mál yrði að telja alla upp hér. Bókin endar svo með því aö Pétur og Þórey... Nei, ann- ars best að láta lesendum eftir að finna það út. Mér finnst bókin góð á sinn hátt, hún hefur sína kosti og galla. Kostirnir eru þeir helstir að mér finnst bókin vera skrifuð af einlægni og áhuga. Bókin er auðveld aflestrar og málið eðlilegt. Hún er ágætis af- þreying. Gallarnir aftur á móti, eru aðallega tveir. í fyrsta lagi er, þar sem ég þekki til, fötluð- um ekki stritt. Þarna eru f sama bekk tveir fatlaðir krakkar og bæði eru þau lögð I einelti! Hins vegar er þaö rétt að sumir þeirra eru veikir fyrir stríðni og verða þvi kannski frekar fyrir barðinu á henni. I öðru lagi finnst mér að poppstjarnan Rikki Breiöfjörð hefði vel mátt missa sin. Hann kemur þarna eins og skrattinn úr sauðarleggnum, einhver uppdópaður poppari, dýrkaðasti maður íslands. Og kynni krakkanna af honum finnast mér vægast sagt ótrúleg. Greifarnirog Bruce Springsteen eru vinsælastir I bókinni, auðvitað fyrir utan Rikka Breiðfjörö! Bókin er barmafull af boð- skap og höfundi er mikið niðri fyrir. Samt finnst mei vanta þennan kraft eöa ná- lægð við unglingana sem var i fyrstu bókum Eðvarðs. í gegnum bernskumúrinn, Birgir og Ásdís. Þótt mér hafi fundist bókin ágæt, held ég samt að hún henti betur fyrir aðeins yngri krakka, til dæmis las tólf ára bróðir minn hana og fannst hún vera pottþétt bók. Matthildur Sigurðardóttir. Höf. er 15 ára grunnskóla- nemi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.