Alþýðublaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 31. desember 1987 FRETTIR Félagsmálastofnun: Æ FLEIRI ÞURFA AÐSTOÐ Ellilífeyrísþegar leita í œ ríkara mœli eftir aðstoð Félagsmálastofnunar Þeim er njóta fjárhagslegr- ar aöstoðar Félagsmálastofn- unar fer sífellt fjölgandi og eru það aðallega ellilífeyris- þegar og öryrkjar sem þar um ræðir. Húsnæðisaðstaða skiptir mestu máli varðandi afkomu þessa fólks, en dæmi eru um að fólk með 30.000 kr. lífeyri þurfi að greiða 20.000 kr. i húsaleigu. Sveinn Ragnarsson félags- málastjóri sagði í samtali við Alþýðublaðið að ekki væri búið að taka saman tölur yfir þá sem fjárhagslega fyrir- greiðslu hafi fengið hjá Félagsmálastofnun í ár, en útlit væri fyrir að um fjölgun væri að ræða frá síðasta ári. Þá fengu 2.185 einstaklingar fjárhagslega aðstoð og af þeim hópi voru 225 ellilíf- eyrisþegar. Þessar tölur sýna aðeins þann fjölda sem sótti um og fékk aðstoð, en margt af þessu fólki er fjölskyldu- fólk. Aukningin frá árinu ’85 er veruleg, en þá fengu 1.839 aðstoð. A því tímabili varð mjög mikil aukning á ellilíf- eyrisþegum sem aðstoð fengu, úr 159 í yfir 200. Sagði Sveinn að yfirgnæf- andi meirihluti þeirra er leit- uðu aðstoðar væru ellilíf- eyrisþegar og öryrkjar og dygði lífeyrir frá Trygginga- stofnun ekki til aö framfleyta þeim. Einnig væri mjög mikið um að einstæðir foreldrar leituðu ásjár hjá Félagsmála- stofnun. Varðandi elIiIífeyrisþegana sagði Sveinn að mestu máli skipti hvernig húsnæöis- staða fólksins væri. „Ef fólk er i eigin húsnæð i sem það á skuldlaust, dugir ellilífeyr- inn nokkurn veginn hjá spar- sömu fólki, en ef fólk er á hinum almenna leigumark- aði, þá duga þeir peningar engan veginn. Ef fólk sem hefur kannski 30.000 krónur í lífeyri og þarf að borga 20.000 krónur i húsaleigu eins og dæmi eru til um, þá fer fljótt að kreppa að“. Að venju verður gamlárskvöldsbrenna við Ægissiðuna i Reykjavík. Þessir krakkar voru i safna rusli og gera allt klárt. gær að Ijúka við að A-mynd/Róbert. Ásmundur Stefánsson forseti ASI: ERUM í VÍTAHRING 40-60% VERÐRÓLGU Laun þurfa að hœkka a.m.k. um 33% á nœsta ári Ásmundur Stefánsson for- seti Alþýðusambands íslands segir að kaupmáttur lægstu tekna í desember sé 4% lak- ari en að meðaltali á árinu öllu. Til þess að halda óbreyttu meðaltali kaupmátt- ar á næsta ári segir hann að kaup þurfi að hækka um a.m.k. 33%. í þeim útreikn- ingum er ekki gert ráð fyrir gengisfellingu nú, en ef um yrði að ræða 7% gengisfell- ingu myndi það eitt leiða til 3% hækkunar á framfærslu- kostnaði. Því þyrfti að koma til frekari kauphækkana til að tryggja sama kaupmátt og var að meðaltali á þessu ári. Þá segir Ásmundur að með Flugeldar: YFIR 65 MILLJONIR BRENNDAR? Útlit er fyrir að flugeldasal- an í ár verði enn meiri en í Aramótasala ATVR: 100 MILLJ. í BAKKUS Að sögn Þórs Oddgeirs- sonar hjá Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins gæti heildar- sala verslana ÁTVR orðið um 100 milljónir króna dagana þrjá á milii jóla og nýárs. Síðustu tvo dagana fyrir jól seldu verslanirnar í Reykjavík fyrir 81 milljón króna. Sömu daga i fyrra var sala á sama svæði um 63 milljónir. Aukn- ingin er því um 28,5% á milli ára. Þór sagði að verðhækk- anir hefðu verið tvær á árinu samtals að meðaltali um 25,5%. Raunaukning sölu virðist því hafa orðið um 3%. Verslanir ÁTVR I Reykjavlk hafa um 60% af heildarsöl- unni. I fyrra seldu verslanirnar I Reykjavík fyrir 51 milljón króna. Miðað við sömu aukn- ingu og fyrir jól gæti salan orðið um 65 milljónir króna. Heildarsala áfengisverslan- anna dagana þrjá fyrir gaml- árskvöld gæti því orðið yfir 100 milljónir króna, að sögn Þórs Oddgeirssonar. fyrra sem var mjög góð. Landssamband Hjálparsveita skáta er langstærsti innflutn- ings- og söluaðilinn á mark- aðnum, en samkvæmt heim- ildum Alþýðublaðsins var sala þeirra i fyrra um 50 millj- ónir, en álagning mun einnig vera hæst hjá þeim. Hjá Landssambandi Hjálp- arsveita skáta fengust þær upplýsingar að verð á svo- kölluðum fjölskyldupökkum væri frá kr. 990—4500. Ekki fékkst uppgefið fyrir hve mikla upphæð var selt í fyrra, en tekið fram að salan í fyrra hafi verið mjög góð og reikn- að er með betri sölu núna. Taldi viðmælandi Alþýðu- blaðsins að hlutur skáta í flugeldamarkaðnum væri um 70%. Fjórar björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins eiga töluverðan hluta í markaðn- um, en þær standa saman að innflutningi flugelda. Þær eru Fiskaklettur i Hafnarfirði, Kyndill í Mosfellssveit, Þor- björn í Grindavík og Sigurvon í Sandgerði. Sagði Jóhannes Rúnar hjá Fiskakletti að þessi innflutn- ingur tryggöi þeim betra vöruval og betra vöruverð. Hann hafði ekki tölur yfir söl- una á sl. ári, en allt útlit væri fyrir aukningu frá árinu í fyrra, sem var gott. Árið 1986 voru flutt inn alls 94 tonn af flugeldum og aukning er á innflutningum í ár. „Það voru allir ánægðir með söluna í fyrra,“ sagði Lúðvík Georgsson hjá K.R. Erfitt er að finna nákvæm- lega út hve mikil heildarsalan var í fyrra í krónum talið, en samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins er álagning hjá skátunum hæst, og var talan 50 milljónir nefnd um söluna hjá þeim. Það má því álíta að kveikt hafi verið í flugeldum fyrir um 65 milljónir I fyrra og bálið verði stærra nú. gengisfellingu og ef sótt verði á um kaupmáttaraukn- ingu megi gera ráð fyrir 40—60% verðbólgu á næsta ári, aö óbreyttri efnahags- stefnu. „Við erum því að lokast inn í vítahring verðbólgu og sam- tímis stöndum við frammi fyrir ákvörðun um 45 þúsund tonna samdrátt þorksafla og gengislækkun dollars. Við eigum því ekki stóra von í batnandi árferði á næsta ári,“ sagði Ásmundur í samtali við Alþýðublaðið í gær. Verðbólga hefur vaxið mikið síðustu mánuði ársins og að sögn Ásmundar er kaupmáttur lægstu tekna 4% lakari í desember en var á öllu árinu. Til þess að halda meðaltalskaupmætti ’87 á ár- inu '88, sagði hann að kaup þyrfti að hækka um 8.5% 1. janúar og um rúmlega 7% 1. apríl, 1. júlí og 1. október. Þannig myndi kaupið hækka um 33% á næsta ári. Laun sem eru 30 þúsund nú í desember þyrftu því að vera um 40 þúsund í desember ’88 til þess að halda sama verð- gildi. Þá sagði Asmundur að ef farið yrði út i 7% gengisfell- ingu myndi það leiða til 3% hækkunar framfærslukostn- aðar. Laun þyrftu því að hækka um meira eða yfir 12% 1. janúar og síðan í áföngum út næsta ár, ef tryggja á sama kaupmátt og var að meðaltali á árinu 1987. „Við erum þvi að festast i vitahring 40—60% verðbólgu," sagði Ásmundur. Fiskifélagið um heildaraflann ’87,: ALDREI MEIRfl FYRIR SJAVARAFURÐIR Fiskifélag fslands álítur að aldrei hafi fengist meira fyrir sjávarfang landsmanna en í ár. Þetta verður fjórða árið í röð sem sjávarafli íslendinga veröur meira en 1,5 milljón tonn. Verömæti aflans upp úr sjó hefur aukist um 21% frá í fyrra, en 28% sé talið í doll- urum. Útflutningsverðmæti hafi aukist um 20% frá ’86, en um 25% í dollurum, talið. í fréttatilkynningu sem Fiskifélag íslands hefursent frá sér, kemur fram að þó ekki liggi fyrir endanlegar töl- ur sé allt útlit fyrir að sjávar- afli ísleninga verði meira en 1,5 milljón tonn. Síðastliðin sjö ár hefur hann verið yfir þessu marki, en mestur var hann þá árið 1985 eða 1.673 þúsund tonn. í ár er gert ráð fyrir að hann verði 1.600 þús- und tonn. Samkvæmt spánni verður heildar botnfiskaflinn 4% meiri en I fyrra. Þorskafli mun aukast um 15 þúsund tonn, en Ysuaflinn mun verða 8 þúsund tonnum minni en sl. ár. Áætlað er að alls verði verðmæti aflans í ár, upp úr sjó 22.7 milljarðar, en árið ’86 var hann 18,8 milljarðar og er aukningin um 21%. Talið í dollurum jókst verðmætið um 28%, úr 457 milljónum í 585 milljónir. Er þá miðað við kaupgengi jan/nóv. Fiskifélagið áætlar að verðmæti útflutnings sjávar- afurða 1987 verði um 42 millj- arðar króna, en á síðasta ári var verðmætið 35 milljarðar, og er aukningin um 20%. Tal- ið í dollurum er áætlað að verðmæti útflutningsins verði 1082 milljónir, en árið ’86 var það 864 milljónir og er það um 25% aukning. Segir i fréttatilkynningunni að þrátt fyrir rýrnandi verð- gildi alþjóðlegra gjaldmiðla, megi draga þá ályktun aö aldrei fyrr hafi fengist meira fyrir sjávarfang landsmanna en árió 1987.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.