Alþýðublaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 31. desember 1987 UMRÆÐA Magnús Marísson skrifar t ■ ■ # Hæfilegur gildistími nýrra laga um stjórn fiskveiða gæti verið eitt til tvö ár en alls ekki leng- ur. Fiskur hefur verið veiddur og verkaður af íslendingum um langa hrið án meiri háttar kerf- isafskipta," segir Magnús Marisson m.a. í umræðugrein sinni. Frá upphafi íslandsbyggðar höfum við íslendingar róið til fiskjar á hin fengsælu fiskimið okkar og vonandi verður það svo um ókomna framtíð. Aflinn sem komið hefur að landi hefur fengist úr djúpum Atlantsála með blóði, svita og tárum. Stór högg og þung hafa þeir mátt þola frá þungri Atlantshafsöldunni sem sjóinn hafa sótt og er ekki örgrannt um að menn hafi stundum óskað sérannars hlut- skiptis þegar mest gekk á. Fiskveiöar og vinnsla standa að mestum hluta undir inn- og útflutn- ingsverslun okkar og varpar sú stað- reynd Ijósi á það hversu gífurlegir hagsmunir tengjast þessum málum. Engum ætti þess vegna að koma á óvart þau átök sem nú eiga sér stað um þessi mál á löggjafarsamkomu þjóðarinnar þar sem verið er þessa dagana að móta reglur um það hvaða skipulag eigi að gilda í næstu framtíð um nýtingu þessarar stærstu náttúru- auðlindar okkar. Reynslan hefur kennt okkur þá lexíu að ef einhverju fyrirkomulagi er komið á, þá verður því erfiðara að breyta at- burðarás þess eftir því sem það stend- ur lengur og hagsmunirnir eru stærri sem tengjast því. Þess vegna er það augljóst mál að öll skref sem stigin verða i þá átt að lögbinda og festa þessa höfuðatvinnugrein okkar í ein- hverskonar kerfi verða að vera stigin af mikilli gát svo við festumst ekki í einhverskonar „fimmáraáætlunarkerfi, á la Sovét“ þó nafnið verði kannski annað. Menn deila ekki um það hvort rétt sé að setja reglur um stjórnun fisk- veiða heldur hitt hvernig þær eiga að vera og hvað lengi þær eiga að gilda. Reglur þessar hljóta auðvitað að verða að grundvallast á 69. gr. stjórnarskrárinnar þar sem skýrt er kveðið á um það að engin bönd megi leggja á atvinnufrelsi manna nema almannaheill krefjist og þá með lögum. Verndunarsjónarmið sem stuðla að sem skynsamlegastri nýt- ingu þessarar mestu náttúruauðlindar okkar hljóta líka að spila stórt hlut- verk við samningu reglanna um stjórnun fiskveiða. Taka verður tiliit til skiptingar og dreifingar á þeim verð- mætum sem hafið skilar okkur þannig að tekiurnar af náttúruauðiindum okkar lendi ekki á fárra höndum. Það er aldrei á vísan að róa þar sem sjó- sókn og fiskvinnsla er annars vegar, sveiflur eru og hafa verið í þessum at- vinnugreinum og svo mun áfram verða. Þess vegna þurfa þessar greinar alltaf að vera í stöðugri endur- skoðun og endurmati sem ekki verður auðveldlega við komið ef búið er að reyra þessar greinar niður í margra ára kerfisstand. Hæfilegur gildistimi nýrra laga um stjórn fiskveiða gæti verið eitt til tvö ár en alls ekki lengur. Fiskur hefur verið veiddur og verkaður af íslend- ingum um langa hríð án meiri háttar kerfisafskipta þannig að það er engin Iffsnauðsyn að keyra í gegn á örfáum dögum eitthvert reglugerðarferlíki sem við losnum síðan aldrei að eilífu við. Það sem skiptir máli er að við komum okkur saman um heilbrigða og eðliiega stefnu í þessum málum sem leiðir til almennrar velferðar og velsældar allrar þjóðarinnar. UMRÆÐA Þorsteinn Siglaugsson skrifar MESTA MEIN ALDARINNAR ■ i „Hæfiieikinn til að hugsa ekki kemur að notum í alls kyns verksmiðjustörfum og skrifstofu- vinnu. Oft verður hann svo ríkjandi að lokum að fólk einbeitir sér að hugsa ekki til að geta unnið meira og keypt fleira sem það hefur með áralöngum þrældómi vanið sig á að njóta ekki, geta ekki notið,“ skrifar Þorsteinn Siglaugsson m.a. i umræðugrein sinni. Að lesa ritgerðir og greinar eftir bjartsýna aldamótamenn er iðja sem hefur mikiö sálfræðilegt gildi. Það er raunar skrýtið að fræðingum þeim sem alla daga eru að rembast viö að nema brott það sem fer á sálina í fólki (sem þeir trúa reyndar ekki sjálfir að sé til) hafi enn ekki dottið í hug sú lækningaaðferð að loka sjúklinga sína inni með aldamótaboðskap og svelta að öðru leyti. Nú gæti einhver haldið að ætlun mín sé öðru fremur sú að gera grln að sálfræðingum og öðrum þeim sem reyna að lagfæra hugar- ástand fólks. ÞÓ freistingin sé vissu- lega mikil er slíkt þó alls ekki ætlunin hér. Það er útbreidd skoðun að maður- inn mótist að miklu leyti af umhverfi sínu. Þessi kenning er alls ekki vit- laus, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að hún virðist að miklu leyti rétt. Hér á ég að sjálfsögðu við umhverfi I vlðasta skilningi þess orðs, en það getur veriö bæði efnislegt og andlegt. Maður sem er lokaöur inni með aldamótaboðskap býr við mjög ein- hæft andlegt umhverfi og um leið ein- kennist það af gífurlegri bjartsýni og trú á framtíöina. Þetta hlýtur fyrr eða síðar að gera manninn bjartsýnan. Og efla framtíðardrauma hans og þá frek- ar fyrr en síðar. Þegar menn fara að útdeila draum- um sínum um nána eða fjarlæga fram- tlð eru þeir um leið að krefjast þess að komandi kynslóðir uþpfylli þessa drauma. Þessi krafa er ákaflega ósanngjörn og er þar að auki oft til komin vegna almenns aumingjaskapar þess sem setur hana fram. „Sannleik- urinn er sá, að allir veikgeðja menn lifa I framtíðinni vegna þess að hún er án forms og það er auðvelt að gefa henni þá mynd sem maður sjálfur vill. Næsta öld er eins og auður strigi sem ég get málað á að vild með mínum uppáhaldslitum. Hins vegar þarf kjark til að horfast I augu við fortíðina vegna þess að hún er full af stað- reyndum sem ekki er hægt að afneita, mönnum sem eru okkur sjálfum gáf- aöri og hlutum sem við gætum ekki gert. Eg veit að ég get ekki ort Ijóö jafngott „Lycidas", en hins vegar get ég sagt með fullum rétti að minn skáldskapur sé það besta í kveðskap- arstefnu framtlðarinnar", segir Chest- erton. Draumar aldamótamanna voru gjarnan um framtlð þar sem allir gætu og kynnu að njóta þess besta af menningu heimsins. Verkamenn færu heim að dagsverki loknu og læsu Hómer, hlustuðu á Beethoven, skoð- uðu málverk Michelangelos o.s.frv. Auðvitað mætti vinnan ekki hverfa al- veg fyrir þessari menningu allri, en líf- ið yrði samt miklu meira en brauðstrit- ið tómt. Vinnan göfgar manninn. Þannig hljóðar gamalt spakmæli sem fáum dettur í huga að rengja. Samt er full ástæða til þess. Vinnan göfgar nefni- lega engan mann. Þvert á móti dregur hún fólk niðurtil vélanna, heftir heil- brigða hugsun og kæfir alla sköpunar- þrá I fæðingunni. Þetta á auðvitað ekki við þá vinnu sem í fyrndinni göfg- aði menn. Það var miklu frekar lífsbar- átta heldur en vinna. Menn þurftu að nota mikið af hæfileikum sínum og takast á við fjölbreytt verkefni. En öðru máli gegnir um mikið af þeirri vinnu sem fólk stundar nú á dögum. Oft nýtist þá ekki nema einn eða tveir hæfileikar einstaklingsins og oft er það einmitt hæfileikinn til að hugsa ekki. Þessi hæfileiki kemur greinilega að notum í allskyns verksmiðjustörf- um og skrifstofuvinnu. Oft verður hann svo ríkjandi að lokum að fólk fer að álíta alla aðra hæfileika lítils virði, en einbeitir sér að þvi að hugsa ekki til að geta unnið meira og keypt fleira sem það hefur með áralöngum þræl- dómi vanið sig á að njóta ekki, geta ekki notið. Við þessar aðstæður dofna fjölbreyttir hæfileikar einstaklingsins og lífið snýst meir og meir um vinn- una eina. Þessi lífsmáti miðar allur að því að breyta mönnum í vélar sem breytast í dýr I frístundum sínum, svo jafnvægi haldist. En auðvitað ætti ástandið að geta verið miklu betra. Takmarkið með vél- væðingu hefur alltaf verið það að létta vinnunni af fólki og færa yfir á vélar og tölvur. En samt höfum við löngum fjarlægst þetta takmark. Vinnan hefur orðið einhæfari og krefst síaukinnar einhæfni. Ef við berum saman draumsýnir aldamótamannanna og veruleika nú- tímans verður samanburðurinn okkur I óhag. Kannski er það ástæðan fyrir tregðu sálfræðinga við að taka upp fyrrnefnda lækningaaöferö. Hinn heil- brigði og bjartsýni maðuryrði sjálf- sagt fljótur að brotna saman þegar hann gengi út af Kleppi að morgni dags, nýsloppinnn úr spennitreyjunni og sæi hugmyndir slnar um veröldina hrynja til grunna, andlit gamals verka- manns sem hefur litið yfir farinn veg og fundið hann genginn til einskis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.