Alþýðublaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 5. mars 1988 ÉG ER ENGINN Svíþjóð gengur ekki ÍEB — Hvers virdi er norræn samvinna? Eigum viö aö minnka hana eða eigum við að auka hana? „Við eigum að auka norræna samvinnu. Tveir mikilvægir þættir norrænnar(i samvinnu hafaeinmitt verið til umræðu á samnorrænum fundi formanna jafnaðar- \ mannaflokka á Norðurlönd- o um. Annar fjallar um um- v hverfismálin sem verða æ þýðingarmeiri í löndum okkar og sem liður í stefnuskrám sósíaldemókrata. Hinn þátt- urinn er samvinna Norður- landa við önnur Evrópulönd. Hvaö varðar Evrópubandalag- iö, þá er Danmörk aðili, en ísland og Noregur ekki. Sví- þjóð og Finnland hafa vegna hlutleysisstefnu sinnar, lýst þvl yfir að þau vilji ekki ger- ast aðilar að EB en óska eftir nánu samstarfi í efnhags — og viðskiptamálum við EB. Ég álít hins vegar að norræn samvinna geti leyst mörg vandamál sem varða sam- vinnu við Evrópuríkin, eins og til dæmis vinnurétt, um- hverfismál, aðstæður á vinnustöðum og þar fram eftir götunum." — Nú hefur þú hvað eftir annað lýst þvi yfir, að það komi ekki til greina að Sví- þjóð gerist aðili að Evrópu- bandalaginu. Er þetta óhagganleg afstaða sænska Sósíaidemókrataflokksins? „Já. Það er vegna þeirrar stefnu sem Svíþjóð fylgir I varnar- og öryggismálum. Sví- þjóð hefur lengi fylgt hlut- leysisstefnu og aðild að EB væri þvert á þá hefðbundnu stefnu.“ — En nú hafa sænskir iðnrekendur (Samband iðn- rekenda) lýst þvi yfir að þeir vilji að Svíþjóð gangi i EB? „Það er rétt. En ég hef enga trú á því að iðnrekendur haldi þessari stefnu til streitu. Ég tel að það myndist almenn samstaða f Svíþjóð, bæði af hálfu stjórnmála- flokkanna, aðila vinnumark- aðarins og iðnrekenda um að það sé ekki rétt af Svlum að gerast aðilar ( EB, en I stað þess að hafa nána samvinnu við bandalagið." — En er þetta ekki einangrunarstefna? „Nei, þvert á móti. Viö munum auka samvinnuna við Evróþurikin en munum hins vegar ekki gerast aðilar I Evrópubandalaginu sem sl(ku.“ Allt getur gerst í kosningum — Þingkosningar eru í Sví- þjóð í haust. Samstarfsflokk- ur ykkar í ríkisstjórn, Komm- únistaflokkurinn (VPK), á í miklum innri erfiðleikum og gæti fariö illa út úr kosning- unum. Er sá klofningur ykkur skeinuhættur? „Það er rétt, Kommúnista- Ingvar Carlsson þykir traustur og ábyggilegur leiðtogi Sósíaldemókrata i Svíþjóð og er smám sam- an að fá á sig landföður- legan blæ. Hann þykir ekki eins litríkur og sterkur persaeonu sem forveri hans, Olof Palme, en hann er heldur ekki eins umdeildur og Palme var, og er þarafleið- andi talinn af mörgum vera meira sameiningar- tákn þjóðarinnar en Palme. Þannig sér teiknari stórblaðsins Dagens Nyhether Ingvar Carlsson. Viðtal: Ingólfur Margelrsson flokkurinn hefur átt við innri klofning að striða og það getur skiþt sköpum fyrir okk- ur að þeir fái mann eða menn á þing eða ekki. En það er erfitt að meta stöðuna. Ef Kommúnistaflokkurinn fær ekki mann á þing og ef annar hugsanlegur samstarfsflokk- ur í rikisstjórn með okkur, Umhverfismálaflokkurinn, fær ekki heldur mann á þing, getur annað tveggja gerst; að við náum hreinum meirihluta sem yrði gleðilegt, eða aö næsta ríkisstjórn Svíþjóðar verði borgaraleg. Það er líka hugsanlegt aö annar hvor þessara flokka, til dæmis Kommúnistaflokkurinn nái ekki 4% í kosningunum en fái samt mann inn á þing en það nægi ekki til að mynda meirihlutaríkisstjórn með okkurog borgaralegu flokk- arnir myndi ríkisstjórn. Það er erfitt að spá ( stöðuna; það getur allt gerst." Kosningabaráttan er hafin — Annað vandamál sem sósialdemókratar eiga við að stríða i komandi kosningum er sjálf þátttakan; kjósi færri en venjulega er álitið að það bitni verst á ykkur? „Hvað varðar þátttöku í kosningunum framundan, þá met ég stöðuna þannig, að við verðum að íhuga hvernig þátttakan hefur verið að undanförnu í þingkosningum í nágrannaríkjum okkar. í Danmörku, Vestur-Þýska- landi, Noregi og jafnvel Finn- landi hefur það gerst að þeir sem styðja stjórnarflokkana, hafa hlutfallslega setið frem- ur heima en þeir sem styðja stjórnarandstöðuna. Viö ætl- um einmitt að einbeita okkur að þvi að vinna gegn þessari tilhneigingu í kosningabar- áttu okkar." — Hvernig þá? „Meö því að byggja upp góða kosningabaráttu. Og við höfum góðan tíma. Kosning- arnar eru ekki fyrr en eftir hálft ár, og við erum þegar farnir af stað meö undirbún- inginn. Við höfum skipulagt kappræðufundi gegn aöal- andstæðingnum, Hægri- flokknum (Moderatana), þaö verður mikið um dýrðir 1. mai og fjölmargir fundir verða haldnir fram eftir öllu sumri og hausti og annar kosninga- áróður skiþulagður í þaula. Þannig að aðalmarkmið okk- ar er að hvetja kjósendur okkar að mæta á kjörstað á kjördegi og kjósa okkar flokk." Ég hef ekki blandað mér í innri málefni USA — Þú ritaðir fræga grein í Aftonbladet í febrúarmánuöi, þar sem þú réðist gegn stefnu Reagans Bandaríkja- forseta í Nicaragua og hvattir þingmenn á Bandaríkjaþingi að greiða atkvæði gegn til- lögum forsetans um aukna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.