Alþýðublaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 17
Láugardagur 5. mars 1988 17 Skólaheimsókn i Þjóðminjasafni. Brynja Sverris- dóttir leiðbeinir forvitnum börnum. AÐAL- FUNDUR Aðalfundur Iðnaðarbanka íslands hf. árið 1988 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 25. mars 1988 og hefst kl. 14:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum 35. gr. samþykkta bankans. 2. Tillagaumútgáfujöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga um hækkun hlutafjár með sölu nýrra hluta, að fjárhæð kr. 40.000.000.-. Lagt verður tÚ, með vísun til 4 mgr. 28. gr. laga um hlutaf élög, að allir hluthafar falli fráforgangsrétti sínum til áskriftar, í því skyni að auðvelda almenningi hlutafjárkaup í bankanum. 4 Önnurmál,löglegauppborin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í Iðnaðarbankanum, Lækjargötu 12,2. hæð frá 18. mars n.k. Reikningar bankans fyrir árið 1987 ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthaíar vilja leggja fyxir fundinn, þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega í síðasta lagi 17. mars n.k. Reykjavík, 24. febrúar 1988 Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf. ® liniiirlailiii þaö sé afar sjaldgæft að upprunanleg málning og gyll- ing varðveitist á munum eins og gerst hafi á Hólabríkinni. En við upphitun kirkjunnar gætti hita- og rakamismunar og með tíð og tíma losnaöi gips, málning og gylling frá viðnum og sums staðar datt hún alveg af. Þannig var ástandið þegar altarisbrlkin á Hólum komst í hús I Þjóðminjasafni. Kristln og Halldóra lýsa því hvað varð að gera og hvað þær hafi verið að fást við. Reynt er að fara að öllu með mestu gát. Aldagömlu ryki er bægt burt og það sem þarf að festa saman er límt með lími af hérahúð eða styrjuflögum, af því að það var notað á mið- öldum. „Við reynum að nota gamla tækni eftir bestu getu,“ segir Kristín og sýnir mér eina styttuna, sem hefur að mestu verið lokið við að gera við. Þær segja að það sé vel sloppið ef ekki fari meiri tími I viðgerð á hverri styttu, meiri tími en hálfur mánuður. í sumu er komið að tómum kofanum. Segir Hall- dóra t.d. að ekki sé vitað hvernig munstrið á einstaka máluðum flötum hefur verið, og tæknin við silfurgerðina sé ekki lengur þekkt. Kristín og Halldóra fræða mig um galdur forgripavið- gerða og minjavörslu, um skólann i Danmörku sem þær námu við, og takmarkan- ir starfsins því að tækjaskort- ur háir. Þær eru lausráðnar á safninu og er því dregið af rekstrarkostnaði Þjóðminja- safns það sem þær vinna við. Undarleg niðurstaða þykir leikmanni. „Hlutir verða ekki mjög fallegir ef ekki er hægt að veita þeim það atlæti sem þeir þurfa með. Hér er t.d. Gamall kirkju- reikningur Hér gefur að líta skemmti- legan reikning frá dönskum málara vegna vinnu hans I kirkjunni í Skrave á því herrans ári 1790. Tveimur boöoröum breytt og öll boðorðin tíu olíuborin kr. 2.24. Nýtt nef sett á ræningjann og henn gerður fingralengri kr. 1.02. Pílatus hreinsaður og olíu- borinn aftan og framan. Loð- kraginn endurnýjaður kr. 17.09. Gabríel hreinsaður og settir á hann nýir vængir kr. 3.00. Nýjar tennur settar í munn Sankti Pétri og lagaðar á hon- um fjaðrirnar kr. 1.30. Himinninn vikkaður, sett ugp talsvert af nýjum stjörnum. Hreinsunareldurinn endurbætt- ur og ásjóna Djöfulsins lag- færð kr. 1.09. Heilög Magdalena (sem var hreint ónýt) gerð upp kr. 5.00. Silfurpeningar Júdasar húð- aðir. Farið yfir forsjálu meyjarn- ar og dyttað að þeim á nauð- synlegustu stöðum kr. 1.08. Hárið á jómfrú Súsönnu endur- nýjað ásamt skeifunum á hesti Elíasar. Mjórvegurinn breikk- aður smávegis kr. 3.24. Gáfulegri svipur settur á Jósef. Kona Pótífars olíuborin. Heimsendir lengdur ofurlítið, þar eð hann var helzt til stuttur kr. 3.19. Allur flugnaskitur hreinsaður úr Rauðahafinu kr. 3.07. Samtals kr. 41.32 Greitt 13. marz 1790. Oluf Larsen sign. Málarameistari I Skrave. ekkert sandblásturstæki sem nauðsynlegt er vegna málma sem koma úr jörðu við forn- leifauppgrefti," segir Hall- dóra. „Það sama gildir um vopn- in frá víkingatíma," segir Kristín. „Þau verða ekki mjög ásjáleg ef ekki er hægt að sandblása þau.“ Ég fræðist um rakastig á minjasöfnum. „Vegna aðstöðuleysis getum við ekki sinnt því að ganga nægilega vel frá þeim mun- um sem eiga að varðveitast á safninu," segir Kristín. „Líf- ræna hluti þarf að vera hægt að frostþurrka, en okkur vant- ar tæki. Við sóttum um styrk í fyrra til þess og fengum um það bil fjórðung af kostnað- arverði." Halldóra upplýsir að Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins ætli að hlaupa undir bagga og leyfa þeim afnot af frostþurrkunartæki. Undarleg samvinna en gagnleg? Ég yfirgef Kristínu og Hall- dóru forverði á Þjóðminja- safni. Þær eiga verk fyrir höndum. Halda áfram að gera við altarisbríkina á Hól- um, pússa upp postulana og lærisveinana. Róbert Ijós- myndari nær mynd af Jakobi eldra í góðum höndum. Kannski Ijúka þær Halldóra og Krtistín við bríkina á næsta ári, en verkefnin eru ærin framundan og ótæm- andi. Viötal: Þorlákur H. Helgason REYKJKMÍKURBORG Jlau&cvi Stödoci Heilbrigðisráð Reykjavíkur óskar eftir aö ráöa eftir- talið starfsfólk: Við Heilsugæslustöðina í Árbæ — Hraunbæ 102 Sjúkraliða í 50% starf — vegna heimahjúkrunar. Skrifstofumann til almennra skrifstofustarfa. 50% starf. Skrifstofumann (móttökuritara) til sumarafleysinga. 50% starf. Við Heilsugæslustöð Hliðasvæðis — Drápuhlíð 14 Sjúkraliða í 50% starf — vegna heimahjúkrunar. Upplýsingar um ofangreind störf eru gefnar á skrif- stofu framkvæmdastjora heilsugæslustöðva, Barónsstíg 47, sími 22400. Umsóknir sendist S'arfsmannahaldi Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, fvrir kl. 16.00 mánudaginn 15. mars 1988. BORGARSKRIFSTOFUR INNHEIMTUDEILD Austurstræti 16 Skrifstofumaður óskast til almennra skrifstofu- starfa. Upplýsingar gefur deildarstjóri Innheimtudeildar í síma 18800. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sér- stökum eyðublöðum sem þar fást.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.