Alþýðublaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 17. mars 1988 SMÁFRÉTTIR Stjórn Verslunarráðs og aðrir fundarmenn. Virðisauka- skattur á ís- landi? Nýkjörin stjórn Verslunar- ráðs Islands hélt fyrsta fund sinn þann 7. mars s.l. Á fund- inum voru drög að frumvarpi til laga um viröisaukaskatt tekin til meðferðar. í tilkynningu frá Verslunar- ráði segir að á fundinum hafi verið farið yfir frumvarpið og það borið saman við eldri frumvarpsdrög. Skiptar skoð- anir hefðu verið á virðisauka- skattinum og útfærslu hans. Fundarmenn lýstu einnig furðu yfir því að skatt- prósentan (22%) væri ekki lægri en raun bæri vitni, þar sem mun fleiri vörur og þjón- usta falla undir virðisauka- skatt en söluskatt. Auk þess væru skil á virðisaukaskatti talin mun öruggari en sölu- skattskil. Fundarmenn voru þó sammála, segir í tilkynn- ingunni, að allt stefndi í að virðisaukaskattur á íslandi yröi að veruleika. Á næstunni mun Verslunarráðið fylgjast með áætlunum um upptöku virðisaukaskatts. Bæjarstjórn Akraness mótmælir Á fundi bæjarstjórnar Akraness sem haldinn var þann 8. mars. sl. var m.a. gerð eftirfarandi samþykkt. „Bæjarstjórn Akraness mótmælir harðlega þeirri ákvörðun handhafa ríkis- valdsins að vega enn að tekj- um sveitarfélaga með því að skerða framlög til Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga. Þrátt fyrir yfirlýsingu ríkisstjórnar um að skila til sveitarfélaga hluta þeirrar skerðingar á Jöfnunar- sjóði sem tíðkast hefur og þrátt fyrir ótvíræð laga- ákvæði um hverjar tekjur sjóðsins skulu vera, er enn gripið til efnahagsráðstafana á kostnað sveitarfélaganna. Þau vinnubrögð sem viðhöfð eru nú taka hvorki tillit til þess fjárhagsvanda sem sveitarfélög utan höfuðborg- arsvæðisins eiga við að glíma né heldur þeirrar óvissu sem staðgreiðsla op- inberra gjalda hefur á útsvör- in, stærsta tekjustofn sveitar- félagnna. Sú atlaga, sem nú er gerð að Jöfnunarsjóðnum rýrir traust sveitarstjórnar- manna á handhöfum ríkis- valdsins og neyðir sveitarfé- lög til að taka upp harðari af- stöðu gagnvart ríkinu til þess að gæta hagsmuna sinna.“ Vararæðis- maður í Ottawa Flr. Roderick lan Lahey hefur verið skipaður vara- ræðismaður i Ottawa í Kanada. Hann býr að 116 Lisgar Street, Suit 700, Ottawa, Ontario K2P 0C2, ■ Canada. Símanúmer hans eru (613)-238 5064 á skrifstofunni og (613)-825 1529 heima. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar aö ráöa BRÉFBERA hjá póst- og símstöðinni í Kópavogi. Laun eftir starfsaldri fyrir fullt starf meö álagi frá kr. 33.726.00 til kr. 43.916.00 Upplýsingar hjá stöövarstjóra í sima 41225. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráóa BRÉFBERA hjá póst- og símstöðinni í Hafnarfirði. Laun eftir starfsaldri fyrir fullt starf með álagi frá kr. 33.726.00 til kr. 43.916.00 Upplýsingar hjá stöðvarstjóra í símum 50555 og 50933. Framkvæmdasjóður íslands Starfskrafturóskast sem fyrsttil starfavið bókhalds og ritarastörf. Verzlunarmenntun æskileg. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Framkvæmdasjóði íslands, Rauðarár- stíg 25, 105 Reykjavík. Dagvistun barna í Hafnarfirði Félagsmálaráð Hafnarfjarðarerað kanna möguleika á breyttu rekstrarformi á Dagvistun barna í Hafnar- firði. Yrði slíkur reksturtil viðbótar þeim sem fyrir er. Af þessu tilefni er auglýst eftir tillögum þar af lút- andi og hugsanlegum samstarfsaðilum. Þeir sem áhuga hafa á málinu eru beðnir um að snúa sér til undirritaðrar í síma 53444 milli kl. 11 og 12 alla virka daga fram til 1. apríl n.k. Marta Bergman félagsmálastjóri í Hafnarfirði. ATKVÆÐAGREIÐSLA HÍK UM BOÐUN VERKFALLS 13. APRÍL N.K. fer fram dagana 18. og 21. mars næstkomandi. Kjörgögn hafaverið send trúnaðarmönnum í skólum og sjá þeir um dreifingu til félagsmanna. Ef félagsmenn hafa ekki fengið kjörgögn föstudag- inn 18. mars eru þeir vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu HÍK í símum (91)31117 eða (91)689565. Kjörstjórn Hins íslenska kennarafélags. KRATAKOMPAN Alþýðuflokkskonur Norrænt kvennaþing Norrænt kvennaþing verður haldið í Osló 30. júlí — 7. ágúst n.k. Það er haldið að frumkvæði Norður- landaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Alþýðuflokkskonur verða með verkefni á þinginu í samvinnu við systraflokka okkar á Norðurlöndum. Verkefnið köllum við „Konur og vinnutími". Kynningar- og undirbúningsfundur verður haldinn í Alþýóuhúsinu, Strandgötu 32, Hafnarfirði fimmtu- daginn 17. mars n.k. kl. 20.30. Mætiö vel og takið þátt í undirbúningnum og komið sem flestar með til Osló. Allarvelkomnar sem áhuga hafa á málefninu, hvort sem þær eru ákveðnar í að fara eða ekki. Samband Alþýðuflokkskvenna. Alþýöuflokksmenn á Vesturlandi Góugleði Alþýðuflokksfélögin á Akranesi og í Borgarnesi halda Góugleði í Kiwanishúsinu á Akranesi laugar- daginn 19. mars n.k. Húsið verður opnað kl. 19.30 og verður á boðstólum matur, drykkur, söngur, glens og gaman. Diskótekið Dísa stjórnar dansinum. Þátttaka tilkynnist eigi síðaren 15. mars í síma 11306 (Edda), 11470 (Gíslína), og 71791 (Jóhanna). Stjórnirnar. F.U.J. í Reykjavík Almennur félagsfundur verður haldinn í Bókarkaffi (Garðastræti 17) fimmtudaginn 17. mars kl. 20.30 (hálf níu). Dagskrá: 1. Kosning í nefndir 2. Starfsemi félagsins 3. Önnurmál Allir F.U.J. meðlimir hvattir til að koma. Stjórnin. Alþýðuflokkurinn Hafnarfirði Ráðstefna um húsnæðismál Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði heldur ráöstefnu um húsnæðismál n.k. laugardag kl. 14.00 í Alþýðu- húsinu í Hafnarfirði. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra flytur framsögu. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.