Alþýðublaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 8
MBUBLOD) Fimmtudagur 17. mars 1988 VEIK Heildartapiö á ríkisspítöl- unum var rúmlega 90 milljón- ir króna á siðasta ári, og er þaö 2,7% tap. Stefnan i sjúkrahúsmálum er sú að setja öll sjúkrahús á föst fjár- lög af daggjöldum, en margir stjórnendur sjúkrahúsa úti á landsbyggðinni telja að ekki sé nógu mikið tillit tekið til sérstöðu sjúkrahúsanna úti á landi, auk þess sem rekstrar- gjöld séu oft vanmetin. Launakostnaður er um 70% af rekstrarkostnaði sjúkra- húsa, og telja margir að hann sé aðalskýringin á halla- rekstri sjúkrahúsanna undan- farið ár. Þekkt sé að fólk fái greiddan bónus fyrir aö vera í fullu starfi, auk þess sem ýmsir ráði sig í hlutastarf og vinni siöan mikla aukavinnu. Rekstrarvandræði sjúkra- húsa hafa nokkuð verið til umræðu í fjölmiðlum að undanförnu, og er skemmst að minnast er Alþýðublaðið hóf umfjöllun á slæmri skuldastöðu Landakots- spitala um síðustu helgi. í samtali við Alþýðublaðið segir Pétur Jónsson skrif- stofustjóri hjá rikisspítölum að tap á ríkisspítölum hafi verið rúmlega 90 milljónir króna á síðasta ári. Að sögn hans segir það þó ekki alla söguna. Þegar laun hækki umfram það sem gert er ráð fyrir i fjáriögum fá ríkisspítal- arnir það bætt vegna þess að þeir semja ekki um launin sjálfir, heldur sé það alfarið i höndum fjármálaráðuneytis- ins. Og einnig geti það kom- ið til að verðbólga sé meiri en gert er ráð fyrir í fjárlög- um. í þeirradæmi hafi verð- bólgan umfram forsendur fjárlaga verið slík, að 70 millj- ónir hefðu átt að koma til við- bótar til rekstrar. „Fyrir bragðið förum við yfir 90 milljónir fram úr, þar af viljum við meina að yfir 70 milljónirséu verðbólguvandi, sem velt er yfir á okkur án þess að við fáum það bætt.“ Segir Pétur að síðan hafi ver- ið greiddar til þeirra 50 millj- ónir 31. desember upp I verð- bólgutapið. Miðað við 90 milljóna tap þýði það um 2,7% tap. Sjúkrahúsin: AF PENINGASKORTI? Launakostnaður aðalskýringin á hallarekstri sjúkrahúsa 1987. Skortur á fé og hjúkrunarfólki veldur þvi að sjúkrahúsin þurfa að láta rúm standa auð. Daggjöld og föst fjárlög Tvenns konar fyrirkomulag er á rekstri spítala I landinu. Annars vegar er um að ræða daggjöld, og hins vegar að sjúkrahúsin séu á föstum fjárlögum. Samkvæmt upp- lýsingum úr heilbrigðisráðu- neytinu er stefnan sú að allir spítalar fari á föst fjárlög. Ár- ið 1986 var unnið að því og 1. janúar 1987 fóru 13 sjúkrahús yfir á fjárlög rlkisins. Daggjöld eru reiknuð út frá ákveðnum grunni sem var ákveðinn fyrir fáeinum árum. Svokölluð sjúkrahúsvísitala er siðan notuð til að mæla breytingar sem verða, s.s. launabreytingar, breytingar á matvöru, rafmagni og hita og helstu rekstrarþáttum sjúkra- húsanna. Vlsitalan er endur- skoðuð á tveggja til þriggja mánaða fresti. Eins og lesa mátti I Al- þýðublaðinu I gær, telur fram- kvæmdastjóri St. Jósefs- spítala I Hafnarfirði, að dag- gjöld hafi ekki verið leiðrétt undanfarin ár I samræmi við það sem rekstur sjúkrahús- anna hefur breyst, og segir hann sönnunina á því vera hve jafn hallarekstur sjúkra- húsanna hefur verið undan- farin ár. Daggjaldsgrunnurinn er reiknaöur út frá hverju sjúkrahúsi fyrir sig. Þegar sjúkrahús fara á föst fjárlög fá þau hallann greidd- an á einum til tveimur mán- uðum, en með daggjaldakerf- inu er greiðslum jafnað á átta mánuði, þannig að erfiðara er að greiða vanskilaskuldir með daggjaldafyrirkomulag- inu. Framkvæmdastjgrar ýmissa spítala viðs vegar um landið sem Alþýðublaðið hafði samband við, sögðu það vera til mikilla bóta aö vera á föstum fjárlögum. „En það þarf að vera rétt gefið I upphafi," sagði Kristinn ívarsson framkvæmdastjóri sjúkrahússins á Neskaupstað við blaðiö. „Ég á við að sjúkrahúsin þurfa að vera metin áðuren menn taka ákvörðun um hver fjárveiting- in á að vera. Það var miðað við árin 1983, ’84 og ’85 þegar stuðullinn var fundinn fyrir þetta hús og kannski fleiri, svo bara vanmeta menn þetta þegar þeir áætla rekstrar- gjöldin." Sú skoðun kom fram í samtölum við fleiri, og töldu þeir að heilbrigðisráðu- neytið hafi ekki gert nægi- lega grein fyrir því hvaða þjónustu væri ætlast til að sjúkrahúsin úti á landi inntu af hendi. Taldi einn þeirra aö sú ráðstöfun, að setja húsin á föst fjárlög, væri liður I því aö spara I heilbrigðisgeiran- um. Þær upplýsingar fengust hjá heilbrigðisráðuneytinu, FRETTASKYRING Haukur Holm skrifar að þegar sjúkrahús færu á föst fjárlög væri hvert hús metið út af fyrir sig. Væri þá tekið tillit til þeirrar þjónustu sem ætlast væri til að það veitti, staðsetningar og fleiri atriða. Mikill launakostnaður Launakostnaður er al- mennt um 70% af rekstrar- kostnaði sjúkrahúsa. Er það hluti af skýringunni á hinum mikla halla sem verið hefur á sjúkrahúsum, en hann hefur vaxið mikið nýliðin ár. Telja sumir launin vera aðalskýr- inguna á hallanum 1987. Heimildir Alþýðublaðsins innan heilbrigðisráðuneytis- ins segja að yfirborganir þekkist vel. Það sé opinbert leyndarmál að t.d. hjúkrunar- fræðingar sem vinna fulla vinnu, fái 10 til 15 þúsund krónur I bónus á mánuði, fyrir að vinna fullt starf. Þetta eigi við úti á landsbyggðinni, en þekkist líka I Reykjavík. Einnig er það til að fólk ráði sig I hlutastarf, en vinnur sið- an fulla vinnu og fær þ.a.l. góðan hlut launa sinna I aukavinnu. Er þetta vegna skorts á starfsfólki sagði við- mælandi blaðsins að þetta væri mikið vandamál, sem þyrfti að taka á. Stjórnendur spítalanna úti á landi sögðu alla aðstöðu og aðföng vera mun dýrari hjá þeim, en spítulunum á höfuðborgarsvæðinu. Var það mál manna að auka mætti sparnað, með þvl að auka samvinnu sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæðinu. Dregið úr þjónustu? Pétur Jónsson skrifstofu- stjóri rikisspítala segir að 80 rúmum verði lokaö í sumar i 4 til 6 vikur. Þeim verður ekki lokað öllum I einu, heldur muni þetta dreifast jafnt. Er þetta aðeins meira en lokað hefur verið undanfarin ár, en að sögn Péturs er skortur á hjúkrunarfræðingum ein af orsökunum fyrir þessu. Eins og fram hefur komið I frétt- um, gæti farið svo aö Landa- kotsspítali þyrfti að loka tveimur deildum á næstunni, með samtals 35 rúmum, og hætta bráðavöktun. Og þá er spurningin: hvernig eru hin sjúkrahúsin í stakk búin til að taka við því aukna álagi sem af því leiðir? □ 1 2 3 4 ■ 6 . . . .1 □ 7 § 9 ícf' ' □ 11 □ 12 ■ 13 □ • Krossgátan Lórétt: 1 geta, 5 samtals, 6 gras, 7 þyngdareining, 8 sárir, 10 til, 11 keyra, 12 bindir, 13 duglegur. Lóörétt: 1 glennt, 2 slærnt, 3 eins, 4 hrellir, 5 rangmæli, 7 stór, 9 svall, 12 hræðast. Lausn á siðustu krossgátu. Lárétt: 1 klofi, 5 bjúg, 6 jór, 7 ei, 8 álitin, 10 11, 11 ern, 12 eiði, 13 auðgi. Lóórétt: 1 kjóll, 2 lúri, 3 og, 4 ið- inni, 5 bjálfa, 7 eiröi, 9 teig, 12eð. • Gengið Gengisskráning 52 - 15. mars 1988 Bandaríkjadollar Sterlingspund Kanadadollar Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Finnskt mark Franskur franki Belgiskur franki Svissn. franki Holl. gyllini Vesturþýskt mark ítólsk llra Austurr. sch. Portúg. escudo Spanskur peseti Japanskt yen Kaup Sala 38,900 39,020 71,889 72,111 30.942 31,037 6,1053 6,1241 6,1449 6,1638 6,5654 6,5857 9,6598 9,6896 6,8710 6,8922 1,1162 1,1197 28,2765 28,3637 20,7794 20,8435 23,3416 23.4136 0,03154 0,03163 3,3187 3,3289 0,2845 0,2853 0,3478 0,3489 0,30594 0,30688 • Ijósvakapunktar • RUV 20.35 Spurningum svarað. Sigurður Líndal prófessor spyr Dr. Sigurbjörn Einars- son biskup hvaða munursé á altarisþjónustu ( kaþólskri trú og þeirri lútersku. • RÓT 19.30 Barnatími. Fyrir fólk á öllum aldri. • Stöð 2 21.20 Bítlar og blómabörn. Þorsteinn Eggertsson hættir leit að týndu kynslóðinni. • Rás 1 18.03 Torgið — Úr atvinnu- lífinu. Jón Gunnar Grjetars- son stjórnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.