Alþýðublaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 3
Föstudagur 20. maí 1988 3 FRÉTTIR Skrípaleikur Seðlabankans heldur áfram: LISTINN ENN ÓKOMINN! Seðlabankinn ber fyrir sig vinnu — lofar að afhenda gjaldeyrislistann í dag. Gjaldeyrisdeild Seölabank- ans hefur enn ekki skilaö um beðnum lista yfir stærstu gjaldeyriskaupendurna í síð- ustu viku samkvæmt beiðni viöskiptaráðherra. Áöur hafði Seðlabankinn borið fyrir sig formgalla á tilmælum við- skiptaráðherra og neitað að afgreiða beiðnina af þeim sökum. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra gegnir embætti viðskiptaráðherra í fjarveru Jóns Sigurðssonar, sem nú situr fund OECD-ríkj- anna í París, en kemur til landsins i kvöld. Jón Baldvin fór fram á það við gjaldeyris- deild Seðlabankans að bank- inn sendi viðskiptaráðuneyt- inu lista yfir þá aðila sem keyptu erlendan gjaldeyri í fyrri viku fyrir andvirði meira en eina milljón króna. Miklar sögusagnir eru á kreiki um að fá stórfyrirtæki eða sjálfir bankarnir hafi leyst til sín bróðurpartinn af þeim gjald- eyri sem rann úr gjaldeyris- deildum bankanna í síðustu viku, eöa alls á þriðja milljaró króna sem er fjórðungur af gjaldeyrisforða landsmanna. Seðalbankinn beitti þeim skringilega leik í fyrradag, að hafa samband við viðskipta- ráðuneytið eftir lokun, og tjá starfsmönnum ráðuneytisins að á tilmælum ráðherra hafi verið formgalli — hann hafði beðið um listann munnlega gegnum síma en ekki skrif- lega í bréfi. Seðlabankanum voru umsvifalaust send til- mælin skriflega en þá höfðu bankastjórar Seðlabankans lokið vinnudegi sínum. Samkvæmt upplýsingum Alþýðublaðsins hefur gjald- eyrisdeild Seðlabankans enn ekki sent ráðuneytinu um- beðinn lista en ber fyrir sig að unnið sé að gerð listans. Seðlabankinn mun hafa lofað ráðuneytinu að leggja fram listann í dag. INGVI HRAFN SEGIR SÖGU Hefur ákveðið að skrifa bók um störf sin á ríkissjónvarpinu. Ólafur W. Stefánsson skrifstofustjóri í dómsmálaráöuneytinu tekurviö medmælendalistum og kjörgögnum frá stuðningsmönnum Sigrúnar Þorsteinsdóttur, þeim Áshildi Jónsdóttur fjölmiðlafulltrúa og Helgu Gisla- dóttur kosningastjóra forsetaframbjóðandans. FORSETAKOSNINGAR í SUMAR? Stuðningsmenn Sigrúnar Þorsteinsdóttur lögðu fram undirskriftarlista í gœr. Ákveðið verður á þriðjudag hvort framboðið gildir eða ekki. Ingvi Hrafn Jónsson, fyrr- verandi fréttastjóri á Ftikis- sjónvarpinu hefur ákveðið aö skrifa bók um störf sín á sjónvarpinu. Frjálst framtak hefur gert viö hann samning um útgáfu bókarinnar. í bókinni mun Ingvi Hrafn greina frá viðburðaríkum og oft stormasömum tímum í fréttastjórastólnum, hispurs- laust, opinskátt og í léttum dúr „f stíl Ingva Hrafns“ segir í tilkynningu frá Frjálsu fram- taki. Einnig segir, aó bókin verði ekkert hefndaruppgjör heldur lifandi lýsing á mönn- um, atburðum og málefnum í LEIÐRÉTTING í fréttaskýringu í Alþýðu- blaðinu í gær var víxlað nöfn- um á stjórnarmönnum í nýju deildum Verkamannasam- bands íslands. Aðeins tvö nöfn voru rétt í stjórn fisk- vinnsludeildar. I stjórninni eru: Sigfinnur Karlsson Nes- kaupstað, formaður, Aðal- heiður Fransdóttir Reykjavík, Hafþór Rósmundsson Siglu- firði, Karítas Pálsdóttir ísa- firði og Matthildur Sigurjóns- dóttir Hrísey. Varamenn voru kosnir: Elínbjörg Magnús- dóttir Akranesi, Benóný Benediktsson Grindavík og Erna Gunnarsdóttir Keflavik. Alþýðublaðið biður velvirð- ingar á mistökunum. þjóðfélagsumróti og um leið skýring Ingva Hrafns á þeim atburðum sem leiddu til þess aö hann var leystur frá störf- um, í apríllok sl., fyrirvara- laust. Bókin kemur út fyrir næstu jól. GUÐMUNDUR J. TÓK EKKI ÞÁTT # W I UT- HLAUPINU Guðmundur J. Guðmunds- son formaður Verkamanna- sambands íslands var ekki á fundi þeim þegar upp úr slitnaði i viðræðum þriggja ráðherra og fulltrúa ASI um hliðarráðstafanir vegna geng- isfellingar. Guðmundur var hins vegar á fundinum degin- um áður. Samkvæmt heimild- um Alþýðublaðsins mun Guðmundi ekki hafa líkað framsetning mála af hálfu Alþýðusambandsins og Ásmundar. Alþýðublaðið spurði Guðmund í gær hvort þetta væri rétt, en hann vildi ekkert tjá sig um málið. Stuðningsmenn Sigrúnar Þorsteinsdóttur lögðu fram i gærmorgun í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu undir- skriftalista af öllum lands- fjórðungum og önnur nauð- synleg kjörgögn vegna forsetaframboðs Sigrúnar. Að sögn Ólafs Wolte Stefáns- sonar i dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu hefur ekki verið tekin afstaða til þess hvort framboðið sé gilt eða ekki. Stuðningsmenn Sigrúnar Þorsteinsdóttur taka það skýrt fram að hér sé ekki um aó ræða kosningu á milli persóna heldur mismunandi hugmynda um forsetaumboð- ið, hvort það eigi að vera virkt eða óvirkt embætti. Sigrún og stuðningsmenn hennar vilja m.a. að farið sé eftir hugsjónum þeirra sem bjuggu til stjórnarskrá ís- lands, að embætti forsetans sé virkt og verndi réttindi ein- staklingsins, að fólkið í land- inu endurheimti í gegnum embætti forseta það vald sem fámenni hefur hrifsað til sín, að forseti sameini þjóð- ina og gefi henni skýra stefnu. Á næstu dögum hefst kynning á framboði Sigrúnar Þorsteinsdóttur í formi vinnu- staðafunda á Stór Reykjavik- ursvæðinu og funda út á landi. ÓlafurWolte Stefánsson í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu sagði í samtali við Alþýðublaðið að meðmæl- endatala Sigrúnar vaeri vel yfir það sem þyrfti. Á þriðju- daginn verður síðan tekin afstaða til þess hvort af kosningum verður eða ekki. Jón Sigurðsson á fundi OECD-ríkja: ÍTREKAR STUDNING ÍSLANDS VID FRÍVERSLUN Jón Sigurösson viöskipfa- ráöherra sagöi á fundi OECD- rikjanna í París í gær, aö nauðsynlegt væri aö draga úr misvægi i alþjóðaviðskiptum, og að óstöðugleiki í alþjóð- legum gengis- og vaxtamál- um torveldaði mjög skipuleg- an atvinnurekstur og áætlan- ir fyrirtækja. Jón Sigurðsson ítrekaði ennfremur stuðning íslands við fríverslun og and- stöðu við verndarstefnu. Árlegur ráðherrafundur Efnahags- og framfarastofn- unarinnar (OECD) var haldinn í París i fyrradag og í gær, þ. 18 og 19. maf. Jón Sigurðs- son, viðskiptaráðherra, sótti fundinn af íslands hálfu en auk hans voru í íslensku sendinetndinni Haraldur Kröyer, sendiherra, Jón Ögmundur Þormóðsson, skrifstofustjórí viðskiptaráðu- neytisins, Benedikt Jónsson, sendiráðsritari og Birgir Árnason, hagfræðingur I við- skiptaráðuneytinu. Fyrir fundinn kynnti OECD nýjustu spá sína um þróun efnahagsmála á þessu og næsta ári. Þar gætir meiri bjartsýni um hagvöxt i iðn- ríkjunum en í síðustu spá OECD sem gerð var í kjölfar verðhrunsins á hlutabréfum í október sl. en hins vegar meiri svartsýni en áður um að dragi úr misvægi í al- þjóðaviðskiptum sem mikinn svip hefur sett á framvindu efnahagsmála i heiminum undanfarin ár og meðal ann- ars má telja orsök að óstöðugleika í gengi helstu gjaldmiðla. Helstu umræðuefni ráð- herranna voru tvö. í fyrsta lagi ræddu þeir hvernig mætti stuðla að auknum hag- vexti í heiminum þannig að draga mætti úr atvinnuleysi — einkum í ýmsum ríkjum Evrópu. I öðru lagi snerust umræður þeirra um nýjustu lotu alþjóðaviðræðna um skipan mi11iríkjaviöskipta, sem kennd er við Uruguay. Þar bar málefni landbúnaðar mjög á góma en á síðasta fundi sínum i maí 1987 lýsti ráðherrafundur OECD því yfir að aðkallandi væri oröið aó endurskoða styrkjakerfi í landbúnaði og hvers konar hömlur í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Þessi af- staða ráðherranna var ítrekuð á fundinum. Jón Sigurðsson tók undir þá skoðun að endurbætur á skipulagi atvinnuvega og efnahagslífs hlyti að gegna stóru hlutverki i eflingu hag- vaxtar. En hann lagði jafn- framt áherslu á að nauðsyn- legt væri að draga úr mis- vægi í alþjóðaviðskiptum og benti á að óstöðugleiki í al- þjóðlegum gengis- og vaxta- málum torveldaði mjög skipulegan atvinnurekstur og áætlanir fyrirtækja og kæmi þar með í veg fyrir hag- kvæma fjárfestingu. Hann itrekaði stuðning íslands við fríverslun og andstöðu við verndarstefnu. Þá lagði Jón Sigurðsson áherslu á þá afstöðu íslensku ríkisstjórn- arinnar að millirlkjaverslun með fiskafurðir yrði ekki síð- ur á dagskrá URUGUAY-við- ræðnanna en verslun með landbúnaðarvörur þótt hún varðaði ekki hagsmuni jafn- margra þjóða og málefni landbúnaðar. Francois Mitterrand, forseti Frakklands, bauð ráð- herrunum til móttöku í Elysée-höll eftir að funda- höldum lauk fyrri dag fundar- ins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.