Alþýðublaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 7
Föstudagur 20. maí 1988 7 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Arnadóttir Skemmtileg augnabliksmynd af meistara Bergman og Erland Josephson, sem lék gyðinginn Isak í „Fanny og AlexandeF* STARFSBRÆÐUR HYLLA BERGMAN SJÖTUGAN Pann 14. júlí verður hinn heimsfrœgi sœnski kvikmyndajöfur Ingmar Bergman sjötugur, og það á ekki að gleymast! Kvikmyndablaðið Chaplin, er nú þegar farið að taka viðtöl við starfsbrœður meistarans. Meðal starfsbræðra Bergman sem hylla hann í blaðinu eru topp-nöfn eins og Kurosawa, Ray, Taviani- bræðurnir, Wajda, Fellini, Woody Allen, Wenders, Scola, Attenborough og Godard — ásamt gömlu sam- starfsmönnunum úr leikara- stétt t.d. Erland Josephson, Max Von Sydow, Gunnel Lindblom og Eva Dalbeck. Fjögur siðastnefndu segja skondnar sögur af samskipt- unum. Vegna kvikmyndarinnar Ein af hlýlegustu kveðjun- um sem Bergman fær I kvik- myndablaðinu er frá Akira Kurosawa, hinum frægajap- anska kvikmyndaleikstjóra, sem segir kvikmyndir Berg- man hafa djúp áhrif á sig, hitt sig í hjartastað, kennt sér mikiö og verkað hvetjandi á sig. Kurosawa segir það inni- lega von sína að Bergman haldi áfram að gefa okkur „stórkostlegar yndislegar kvikmyndir". Hann minnir Bergman á listmálarann Tessai Tomioka, sem gerði sín bestu verk um áttrætt og segir það sama gilda um kvikmyndaleikstjóra, að list- ræn sköpunargáfa sé einmitt á hátindi um áttrætt. í lok skrifa sinna til Berg- man segir Kurosawa: „Ég er orðinn 77 ára og er sann- færður um, að ég á eftir að gera mína bestu hluti. Við skulum halda áfram, kvik- myndarinnar vegna.“ Taviani-bræöurnir, ítölsku senda honum skemmtilega kveðju, þeir byrja á því að segja frá gönguferðum sínum með hundana sína. Á þess- um gönguferðum ræða þeir vanalega um það sem þeir eru að vinna að á þeirri stundu. í eitt skiptið fóru þeir að ræða saman um kvik- myndir Bergman en ekkert um þeirra eigin vinnu. Samt sem áður „fannst okkur við hafa unniö vel og mikið þann daginn“. Pólski kvikmyndastjórinn Andrzej Wajda, er einn af hin- um tryggu aðdáendum Berg- man, í stórum hópi aðdáenda og hann segir Bergman vera „stóra, fallega og vel klippta kvikmyndatöku". Hinn frægi Frederico Fellini, segir skemmtilega skrítlu um eina af heimsókn- um Ingmar Bergman í Cinecitta kvikmyndatökuverið í Rómaborg. Bergman kom húsbændum þar á bæ í mik- inn bobba, þegar hann ósk- aði eftir að skreppa á salern- ið. Salernismál höfðu nefni- lega verið svartur blettur á kvikmyndaverinu, salerni fyr- irfannst alls ekki! Indverski meistarinn Satyajit Ray, fékk einu sinni nytsamt ráð fyrir þá sem gera kvikmyndir, frá Ingmar Berg- man. „Hafðu aldrei dýr í kvik- myndum, það er heilt helvíti að eiga við þau.“ Ray lítur á Bergman sem töframann í kvikmyndagerð og vonar inni- lega að hætti ekki í faginu. Vesturþjóðverjinn Wim Wenders, viðurkennir að hann hafi um tíma verið and- snúinn kvikmyndum Berg- man af ýmsum ástæðum. Á þessu tímabili var Wenders hrifnastur af bandariskum kvikmyndum, og þótti sem allt þaö áhugaverðasta og kröftuga á kvikmyndatjaldinu kæmi fram i bandarískum kvikmyndum. Hann skipti heldur betur um skoðun og varð yfir sig hrifinn þegar hann sá kvikmyndina „Hvisl og hróp“, árið 1970. Aðdáun Woody Allen Bandaríkjamaðurinn Woody Allen, nálgast það að vera öfgafullur aðdáandi Ing- mar Bergman. Það hefur ber- lega komið í Ijós í viðtölum og ekki hvað síst í einni af kvikmyndum Allen, þeirri nýj- ustu „September". Oður hans til Bergman í tímaritinu „Chaplin“ er kristaltær: „Á einu þrepi eru þessir venjulegu kvikmyndagerðar- menn, sem ár eftir ár gæða áhorfendur á góðum, traust- um afþreyingarmyndum. Á næsta þrepi fyrir ofan eru sannkallaðir listamenn. Þeir senda frá sér kvikmyndir sem rista djúpt, eru persónulegar, eru frumlegar og spennandi. Fyrir ofan þessa, efst á pallinum er Ingmar Bergman. Hann er yfir alla hafinn í kvik- myndagerð, að mínu viti og sjálfsagt flestra, er Ingmar Bergman trúlega mesti lista- maður i kvikmyndagerð, síð- an kvikmyndatökuvélin var fundin upp. Þegar allt kemur til alls, er varla um annan að ræða þegar talað er um mesta listamann í kvik- myndagerð." (Arbeiderbladet.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.