Alþýðublaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 8
MMBUMMB Miðvikudagur 1. júní 1988 Útvarpsleikritin: HVATI A ISLENSK LEIKRITASKALD Jón Viðar Jónsson, leiklistarstjóri Ríkisútvarpsins, segir að útvarpsleikritið eigi góða framtíð fyrir sér ef haldið verður uppi útvarpsstöð er leggur áherslu á vandað efni. A siðustu 15 mánuðum hefur leiklistardeild Ríkis- útvarpsins frumflutt 15 frum- samin islensk leikrit. Af þessum 15 leikritum eru 6 sem hiutu verðlaun í sam- keppni er Rikisútvarpið efndi til árið 1986. í samtali við Al- þýðublaðið segir Jón Viðar Jónsson, leiklistarstjóri Rík- isútvarpsins, að áhugi ís- lenskra leikritaskálda fyrir að semja útvarpsleikrit, sé sí- fellt að aukast. Skýringuna telur hann m.a. að finna í þeirri stefnu Ríkisútvarpsins, að fækka þeim leikritum er tekin eru til flutnings og vinna þau í stað þess betur. Vegna þessa, segir Jón Viö- ar, getum við tekið vanda- samari verk til meðferðar auk þess sem höfundar hafa fengið meiri skilning á því hvað útvarpsleikrit er og hver eru lögmál þess. Fjölmiðlar hafa hins vegar lítið fjallað um útvarpsleikrit og almenningur virðist ekki hlusta á þau jafn mikið og hér áður fyrr. En hvers vegna? Alþýðublaðið spurði Jón Viðar hvort ástæðan gæti verið sú að Ríkisútvarp- ið stæði svo illa að kynningu að fólk vissi hreinlega ekki af þessu? „Ég er nú kannski ( erfiðri aðstöðu til að segja eitthvað um það hvað fólk hlustar mikið, því það er langt síðan einhver raunhæf hlustenda- könnun var gerð. Það var reyndar gerð könnun fyrir 1 1/2 ári og þá reyndist hlust- un vera mjög mikil. Leikrit hafa alla tið verið með vinsælasta útvarpsefn- inu og þaö er í sjálfu sér eng- in ástæða til að ætla að það hafi breyst. En hins vegar vit- um við það að útvarpshlust- un hefur minnkað á síðustu miserum, eftir að þessi fjöl- miðlabylgja reið yfir, og þá um leið hlustun útvarpsleik- rita. En hvort húri hafi ekki haldist í nokkuð réttu hlut- falli við annað efni, það vit- um við ekki. Hvað varðar kynninguna þá vil ég meina að við kynnum alla okkar framleiðslu mjög rækilega. Það eru sendar út tilkynningar um hvert einasta leikrit og þau eru yfirleitt kynnt sérstaklega i kynning- ardagskrám bæði útvarps og sjónvarps. En það sem er, er að vand- að útvarpsefni virðist eiga mjög erfitt uppdráttar nú á tímum og það er alveg Ijóst að eftir því sem framboðið verður meira af útarps- og sjónvarpsefni, jafnast hlust- un út á fleiri stöðvar." — A útvarpsleikritið fram- tíö fyrir sér? „Já, það er ég sannfærður um. En bara ef að menn eru sammála um að hér eigi að halda uppi útvarpsstöð sem leggur áherslu á vandað efni Útvarpsleikritið á ekki fram- tíð fyrir sér ef það verður grafið svo undan Ríkisútvarp- inu að það dregst niður á sama plan og þær einka- stöðvar sem hér eru reknar." — Heldurðu að svo fari? „Það er náttúrlega Ijóst að fjárhagsstaða útvarpsins er mjög erfið, það hefur tapað tekjum og það hefur orðið mikill samdráttur ( dag- skránni. Það hefur m.a. kom- ið niður á útvarpsleikritunum, þannig að við höfum ákveðið að vera ekki með framhalds- leikrit ( sumar eins og við höfum gert undanfarin fjögur ár. Þetta hefur verið mjög vin- sælt efni þannig að það er mjög slæmt að þetta þurfi að gerast.“ — Nú eru mikið fleiri verk frumflutt í útvarpi heldur en í t.d. leikhúsum, virkar það sem nokkurs konar hvati á ís- lenska leikritahöfunda? „Ja, og ég held að þetta sé afskaplega mikilvægur hvati fyrir íslenska höfunda og þá sérstaklega þá yngri. Þá lang- ar kannski til að spreyta sig á að skrifa leikrit en leggja ekki ( að skrifa sviðsleikrit. Mjög víða virkar útvarpið því sem nokkurs konar æfinga- stöð fyrir unga höfunda sem eru að prófa sig áfram og vilja heyra hvernig þeirra eig- in texti hljómar úr munni leikara. Þannig held ég líka að útvarpið hér geti starfað.11 — Gildir það sama um' leikarana? „Það er nú kannski dálítið Leiklistardeild Ríkisút- varpsins frumflytur fjögur ný íslensk leikverk nú ( sumar. Þau eru: Blokk, eftir Jónas Jónasson og verður það flutt laugardaginn 4. júní kl. 16.30 og síðan endurflutt þriðju- daginn 7. júní kl. 22.20. Heimilishjálpin, eftir Þor- stein Marelsson verðurfrum- flutt laugardaginn 18. júní kl. 16.30 og endurflutt þriðju- daginn 21. júní kl. 22.20. öðruvísi en við hér reynum að byggja upp góða útvarps- leikara jóví það liggur vissu- lega misjafnlega vel fyrir leik- urum að leika í útvarpi. Við höfum reyndar ekki fastan leikhóp heldur eru menn ráðnir til einstakra hluta. En ég veit að við eigum stóran hóp af góðum útvarpsleikur- um. Svipað og að lesa skáld- sögu — Hver er i rauninni grundvallarmunur á útvarps- leikriti og t.d. leikhúsverki? „Meginmunurinn er sá að, þegar þú hlustar á útvarp sérðu ekki persónurnar, svið- ið né atburðina sem eru að gerast, heldur verður þú að endurskapa þetta með ímyndunaraflinu. Það má líkja þessu við að lesa skáld- sögu. Þá sérðu fyrir þér það sem fram fer, þú býrð til þína eigin mynd af atburðinum. .Útvarpsleikurinn virkjar því í rauninni ímyndunarafl áheyr- andans á allt annan og miklu líflegri hátt helduren svið eða sjónvarpsleikritið. Og það er einmitt þetta sem er sérkenni fyrir útvarpsleikinn og gerir það að verkum að hann hefur lifað. Það voru ýmsir sem spáðu því þegar sjónvarpið kom til sögunnar, að útvarpsleikurinn hyrfi alveg. En hann hefur staðið af sér sjónvarpið og ég held að það liggi að miklum hluta í þessu.“ Þriðja leikritið, Maðkur í mysunni, eftir Andrés Ind- riðason, verður frumflutt ( júlí, þann 16. kl. 16.30. Maðkur í mysunni verður síð- an endurflutt þriðjudaginn þar á eftir þann 19. kl. 22.20. í ágúst, þann 13. kl. 16.30 verður flutt leikritið Alla leið til Ástralíu, eftir Úlf Hjörvar. Það verður endurflutt kl. 22.20 þriðjudaginn 16. ágúst kl. 22.20. FJÖGIIR VERK FRUMFLUTT j SUMAR * Krossgétan Lárétt: 1 skip, 5orsökuöu,6fata- efni, 7 umdæmisstafir, 8 vakna, 10 til, 11 grænmeti, 12 úöi, 13 hindri. Lóðrétt: 1 rög, 2 fiskum, 3 sam- stæðir, 4 hrak, 5 dýrin, 7 skemma, 9 demba, 12 samstæö- ir. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 skálk, 5 kaun, 6 ill, 7 sæ, 8 nistiö, 10 dr, 11 ani, 12 munn, 13 ranga. Lóðrétt: 1 salir, 2 kuls, 3 án, 4 kvæðin, 5 kindur, 7 sinna, 9 taug, 12 mn. □ 1 2 3 4 5 6 □ 7 9 10 □ 11 □ n 13 □ ÍIMI.I J.IMMMIMM1UM IJJMWIiHUUJ * 6engi8 Gengisskráning 100 - 31. mal 1988 Kaup Sala Bandarlkjadollar 43,770 43,890 Sterlingspund 80,712 80,933 Kanadadollar 35,380 35,477 Dönsk króna 6,6707 6,6890 Norsk króna 7,0049 7,0241 Sænsk króna 7,3249 7,3450 Finnskt mark 10,7490 10,7785 Franskur franki 7,5453 7,5659 Belgiskur franki 1,2148 1,2182 Svissn. franki 30,3895 30,4728 Holl. gyllini 22,6348 22,6968 Vesturþýskt mark 25,3423 25,4118 itölsk llra 0,03419 0,03429 Austurr. sch. 3,6047 3,6146 Portug. escudo 0,3119 0,3127 Spanskur peseti 0,3838 0,3848 Japanskt yen 0,35016 0,35112 • Ljósvakapunktar • Stjarnan 08.00 Stjörnuf rétti r. Djúp speki. • Rás 1 21.00 Landpósturinn — Frá Austfjörðum. Endurtekinn þáttur frá morgni. wmmmmm • Stöð 2 09.03 Viðbit Þrastar Emils- sonar. Áfram með smjörið. • Rás 2 12.45 Á milli mála. Rósa Guðný fer á milli mála. . wÍiiÍtÚSBBB&fU&

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.