Alþýðublaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 13
13 Laugardagur 25. júní 1988 Félag Pípu- lagningar- meistara 60 ára Hinn 20. maí s.l. hélt Félag Pípulagningarmeistara upp á 60 ára afmæli sitt en félagið var stofnð 19. maí 1928. Til að minnast þessa stóð félagiö fyrir hófi að Skipholti 70. Þetta er mikill áfangi í sögu félagsins sam ávallt hefur staðið í fremstu röð upp- byggingar verkmenntunar í byggingariðnaði í þessu landi. Brautskráning Brautskráning kennara í grunn- og framhaldsnámi við Kennaraháskóla íslands fór fram 11. júní s.l. Að þessu sinni brautskráðust 86 kenn- arar með D.Ed. prófi, 18 með B.A. prófi í sérkennslufræð- um, 26 með kennsluréttindi við framhaldsskóla og 1 lauk réttindanámi grunnskóla- kennara skv. lögum um embættisgengi. í ræöu sinni gerð rektor Jðnas Pálsson, grein fyrir því nýmæli sem tekið hefur verið upp að taka viðtal við alla umsækjendur um námið. Þá gat hann þess að hin nýja löggjöf um Kennaraháskól- ann sem samþykkt var í sið- asta þingi markaði tímamót í LAUS STAÐA við búvísindadeildina á Hvanneyri. Staða kennara við búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri er laus til umsóknar. Aðalstarf kennarans verður fólgið í því að sjá um skipulagningu og framkvæmd áendurmenntun fyrirbændurog starfs- menn landbúnaðarins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist landbúnaðarráðuneytinu, Rauðarár- stíg 25, 150 Reykjavík, fyrir 15. júlí n.k. Landbúnaðarráðuneytið, 23. júní 1988 sögu skólans þar sem skól- inn fær heimild til að annast framhaldsmenntun til hærri prófgráðu en B.Ed.- eða B.A.- gráðu. Einnig er þar ákvæði um að almenna kennaranám- ið verði lengt í fjögur ár úr þremur. Horft til krist- intökuafmælis Undanfarin tvö ár hefur há- sumarguðsþjónusta farið fram á Þingvöllum sunnudag- inn fyrri í þingi undir kjöorð- inu „Horft til kristintöku- afmælis". Þessu sinni verður guðs- þjónustan haldin í Þingvalla- kirkju sunnudaginn 26. júní kl. 14.00. Yfirskrift samvistar- innar er hin sama og fyrr. Sóknarprestur, séra Heimir Steinsson, syngur messu og predikar. Ungmenni fara með ritningarorð. Organleik ann- ast Einar Sigurðsson, og stýrir hann almennum safn- aðarsöng við messuna. Kvennalista- konur með ráðstefnu Kvennalistakonur á Norður- landi standa fyrir ráðstefnu um landbúnað og landnýt- ingu helgina 25. til 26. júní að Sólgörðum i Fljótum. Rástefnan hefst laugardag- inn 25. júní kl. 10. 1. Ásgerður Pálsdóttir fjall- ar um ástand og horfur í landbúnaði. 2. Sigrún Helgadóttir kynn- ir ástand gróðurs. 3. Ágústa Þorkelsdóttir fjallar um kvótakskiptingu með tilliti til landgæða. 4. Jófríður Traustadóttir og Danfríður Skarphéðinsdóttir tala um tengsl bænda og neytenda. 5. Hópstarf og umræður. Sunnudaginn tala ræðu- konur úr öngunum um stöðu landbúnaðar í sinum heima- héruðum og hvernig konur hafa brugðist við samdrætti i landbúnaði. Ráðstefnan er öllum opin. HÆKKUN Á SJÓMANNAAFSLÆTfl FRÁ 1. JÚU' 1988 Sjómannaafsláttur hœkkar hinn l.jútí 1988 úr408kr. á dag Í444kr. á dag. Um meðferð sjómannaafsláttar skal bentá að hafatil hliðsjónar reglugerð um persónuafslátt og sjómannaafslátt nr. 79/1988, sem send hefur verið til allra launagreiðenda. RSK RÍKISSKATTSUÓRI Æffi>/flMLæTRRÆiril S - RRE'TIKJJÆWÍÍIK -$.281133 0RPA SÆTI LAUSI sœti laus í þessar ferðir. Ein — tvœr — eða þrjár vikur. Verð frá kr. 24.900. Barnaafsláttur kr. 3.500. Góð greiðslukjör. Pantaðu strax.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.