Alþýðublaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 24

Alþýðublaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 24
Nýjar, vandaðar þáttaraðir í sumar. í sumarskapi Lifandi og bráðskemmtilegur íslenskur skemmtiþáttur með Jörundi Guðmundssyni og Sögu Jónsdóttur. Gestur þáttanna: Flosi Ólafsson. Þættirnir eru fluttir á Hótel ísland og sendir út þeint á Stöð 2 og Stjörnunni samtímis. - Föstudagar. Morðgáta Á (Murdershewrote) Þessir vinsælu þættir sjást nú að nýju. Þegar Jessica Fletcher er á svæðinu er stutt í magnaðaspennu. -Fimmtudagar. Ruglukollar w (Marblehead Manor) Óttinn Á Bandarískir þættir. Snarrugluð kímni og stráksskapur. Afar vinsælir þættir erlendis. - Laugardagar. Kona í karlaveldi . (She’s the sheriff) ffjHr Hildy er engin venjuleg konaHiún tekur upp merki látins eiginmanns síns sem var lögreglustjóri. Hún gefur ekkert eftirog karlrembusvfnin mega gæta sín. - Þriðjudagar. Ánýjum slóðum (Aarons way) Nýr vinsæll fjölskylduþáttur. Ffylgst er með Aron og fjölskyldu hans þegar þau segja skilið við lifnaðarhætti gamla tímans og þurfa að aðlagast nýjum háttum. Þættirnir eru eftir sömu höfunda og Húsið á sléttunni. -Sunnudagar. Kataog Allí (Kate and Allie) Þær eru einstæðar rfiæður sem hafa nýlega gengið í gegnum skilnaði. En þær láta ekki að sér hæða. Taka höndum saman og búa sér sameiginlegt heimili. Kata vinnur á ferða- skrifstofu en Allí sér um heimilishaldið og drífur sig í skóla. - Miðvikudagar. Dómarinn w (Night Court) Næturvaktin reynlst oft erfið hjá dómaranum Harry Stone, en hann leysir hin ólíklegustu mál á hinn ólíklegasta hátt. - Laugardagar. Áfram hlátur (Carry on Laughing) ^ Bráðskemmtilegir þaáifc Ýmsir gullmolar úr gömlu, góðu Áfram myndunum. Allir muna hina skrautlegu og óforbetranlegu leikara myndanna. -Mánudagar. (Fear) Breskframhaldsmynd, þrungin spennu. Carl Galton, ungur, vel klæddur maður en valdamikill og ruddalegur. Hann ræðuryfir strætum Islingtons í London og vill gjarnan auka veldi sitt. -Mánudagar. PilsaþyturÁ (Legwork) ^ Hin unga og fallega Claire er einkaleynilög- regla. Hún vílar ekki fyrir sér hlutina. En hún er síblönk og verður að leita ýmissa ráða. - Miðvikudagar. Leyndardómar og ráðgátur 4 Mögnuð þáttaröð. Tekin eru fyrir mál sem * vakið hafa athygli almennings og jafnvel óhug. Óupplýstir glæpir, dularfull mannshvörf, furðuleg náttúrufyrirbrigði, skrímsli, draugar o.m.fl. Mjög forvitnilegir þættir. -Miðvikudagar. Víetnam V Framhaldsmyndaflokkur í 10 þáttum byggður á sannsögulegum atburðum. Þetta er saga hinnafjölmörgu hermanna sem börðust í Víetnam og guldu jafnvel sumir fyrir mistök annarra. Raunsannurog mjög vel gerður þáttur. -Sunnudagar. Viðskiptaheimurinn m (Wall Street Journal) Þekktir fjármálasérf ræðingar fjalla um það helsta sem upp kemur í efnahagsmálum heimsins á hverjum tíma. Þættirnir eru sýnir á Stöð 2 í sömu viku og þeir eru framleiddir. Afarathyglisvertefni. -Fimmtudagar, endursýndir í hádeginu á laugardögum. Listamannaskálinn • (The South Bank Show) Nýir, breskir þættir um listir og listamenn. í þessum þáttum er m.a. ævisaga Andy Warhol, upptökur af söng Maríu Callas, viðtöl við Eric Clapton, Doris Lessing og fleiri. - Laugardagar. Ópera mánaðarins # Óperuflutningur verður nú mánaðarlega á dagskrá Stöðvar 2 í þáttunum Menning og listir. Um er að ræða vandaðan flutning, heimsþekkta söngvara og stjórnendur. Á næstunni munum við m.a. sýna Don Giovanni, II Trovatore, Madame Butterfly. -Sunnudagar. Á heimsenda • (LastPlaceonEarth) Nýframhaldsþáttaröð 17 hlutum. Fjallarum ferðir Amundsens og Scott sem kepptust um að komast fyrstir manna á Suðurpólinn. Margir frægir leikarar koma f ram í þessum f róðlegu og spennandi þáttum. - Miðvikudagar. Mannslíkaminn^ Mjög vel gerðir þættir þar sem fjallað er um mannslíkamann, liffæri hans, líkamshlutaog starfsemi. Fyrsti þátturinn fjallar um hita- og kuldaþol og aðlögun á breytilegu hitastigi. - Miðvikudagar. Fjalakötturinn® Vegna fjölda tilmæla munum við nú endursýna á síðkvöldum margar af perlum Kvikmynda- klúbbs Stöðvar 2. -Mánudagar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.