Alþýðublaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 3
I I I r » • I i I " Fimmtudagur 14. júlí 1988 3 Fríkirkjan FRÉTTIR Fundur skattstjóra í Borgarnesi Ekkert samkomulag AUKIÐ EFTIRLIT OG FLEIRI STARFSMENN Góð skil í staðgreiðslunni Ekki er um samkomulag aö ræða milli safnaðarstjórnar og prests Frikirkjunnar. Safn- aöarstjórnin lítur svo á að bú- ið sé að segja sr. Gunnari Björnssyni upp og að söfnuð- urinn sé nú prestslaus. Samkomuiag við sr. Gunnar er ekki til umræðu, og næsta skref safnaðarins er að kalla til almenns safnaðarfundar og ganga frá kosningu nýs prests. Berta Kristinsdóttir vara- formaður safnaðarstjórnar sagði að þau drög að samkomulagi sem miðuðu að því að sr. Gunnaryrði áfram prestur við Fríkirkjuna væru ekki til umræðu hjá safnaðar- stjórninni. Þau hefðu ekki verið gerð í samráði viö Þor- stein Eggertsson formann stjórnarinnar, heldur hefðu þau legið fyrir þegar hann mætti á fund með stuðnings- mönnum sr. Gunnars og sr. Sigurði Guðmundssyni, setts biskups. Safnaðarstjórnin væri búin að ræða út um þessi mál við Prestafélag ís- lands. Skýr ákvæði eru um það í lögum Fríkirkjunnar að halda beri almennan safnað- arfund þegar söfnuðurinn er prestlaus og er unnið að und irbúningi slíks fundar nú. * Árlegur fundur skattstjóra með ríkisskattstjóra og fjár- málaráðuneytismönnum stóð yfir í Borgarnesi i gær og í fyrradag. Fjármálaráðherra sat fundinn eftir hádegi i gær. Meðal annars var rætt um fjölgun starfsmanna við embættin vegna aukins skatteftirlits, reynsluna af staðgreiöslunni og fram- kvæmd viröisaukaskattsins. Aö sögn Bjarna Sigtryggs- sonar, fréttafulltrúa fjármála- ráöuneytisins, lýstu fundar- menn ánægju sinni með hvernig tekist hefði til með staðgreiðsluna. Vegna aukins skatteftirlits hefur verið ákveðið að fjölga starfsmönnum við embætti skattstjóranna. Á fundinum var m.a. rætt um hvernig það yrði framkvæmt og hvernig fleiri starfsmenn skiptust á milli embætta. „Á fundinum kom fram að staðgreiðslan hefur gengið betur en menn þorðu að vona. Það heyrir nánast til undantekninga að aðilar standi ekki í skilum. Það fer því vonandi _að verða auðveld- ara að hafa éftirlit með hin- um,“ sagði Bjarni Sigtryggs- son. Þjóðhagsstofnun SPÁIR METAFLAÁRI í aflaspá Þjóðhagsstofnun- ar fyrir árið 1988 er reiknaö með að heildarafli á föstu verðlagi aukist um tæplega 1% miðaö við siðasta ár. I spánni er gert ráö fyrir 365 þús. tonna þorskafla, sem er nokkru meiri afli en gert var ráð fyrir í spá stofnunarinnar í mars s.l. Skv. bráðabirgða- tölum Fiskifélags íslands hefur ekki dregið úr þorskafla fyrstu fimm mánuði þessa árs miðað við sama tíma i fyrra og auk þess hefur sjáv- arútvegsráðuneytið rýmkað nokkuð veiðiheimildir. í nýendurskoðaðri spá Þjóðhagsstofnunar er reikn- að með 45 þús. tonna grá- lúðuafla, sem er viðbót um 10 þús. tonn, og 75 þús. tonna ufsaafla, sem er 5 þús. tonna minnkun. í spánni er því gert ráð fyrir um 10 þús. tonna aflasamdrætti í botn- fiski milli áranna 1987 og 1988. Þjóðhagsstofnun reiknar með að veidd verði milljón tonn af loðnu á árinu sem er 25% aukning frá síðasta ári og einnig er gert ráð fyrir um- talsverðri aukningu síldarafla, eða 90 þús. tonnum í stað 75 þús. tonna á síðasta ári. Gangi þessar spár eftir verð- ur árið 1988 metaflaár í veiði ÁTAK í ísal er að vinna að gæða- handbók fyrir framleiðslu sina, og verið er að laga nú- verandi gæðakerfi álversins að alþjóðlegum stöðlum. Að sögn Peters Ellen- bergers stjórndeildarstjóra í álverinu í Straumsvík, er nú verið að þróa og aðlaga gæðaeftirlit framleiðslunnar að alþjóðlegum stöðlum. í samtali við Alþýðublaðið seg- ir hann að þessir staðlar séu tiltölulega nýtilkomnir, en þetta þýði ekki að gæðastað- uppsjávarfiska. Reiknað er með 41 þús. tonna rækjuafla í ár sem er 6% aukning frá 1987 en að afli annarra skeldýra dragist saman. Með hliðsjón af aflaspá og framleiðslu sjávarafurða það sem af er árinu gerir Þjóð- hagsstofnun ráð fyrir að út- flutningsframleiðslan aukist um eitt og hálft prósent frá árinu 1987 og er reiknað með að framleiðslan aukist heldur meira en afli. Þetta stafar af hagkvæmri ráðstöfun aflans, m.a. innan frystingarog aukningar vinnsluvirðis vegna minni útflutnings fersks fisks en áóur. Horfur um framleiðslu í öðrum útflutningsgreinum en sjávarútvegi eru misjafnar. Reiknar stofnunin með tvö- földun í framleiðslu fiskeldis- afurða miðað við síðasta ár en samdrætti í álframleiðslu. Niðurstaða Þjóðhagsstofn- unar fyrir alla útflutnings- framleiösluna er að hún muni aukast um tæplega 2% á þessu ári en að teknu tilliti til birgðasöfnunar i sjávarútvegi og fiskeldi og útflutnings gamalla skipa og flugvéla er hins vegar áætlað að vöruút- flutningur dragist saman um hálft prósent. Alverið í Straumsvík GÆÐAMÁLUM all álversins hafi ekki verið nógu góður fyrir. I grein sem Ellenberger skrifaði i Ísal-tíðindi segir hann, að gæðakröfur við- skiptavina hafi aukist til muna með árunum, en vel hafi tekist að fylgja þeirri þróun. Úttekt hafi verið gerð á framleiðslunni, og fékk hún viðurkenningu. Sá aðili sem úttektina framkvæmdi, sér um framleiðslu fyrir breska herinn, og gæðakröfur þar mjög háar. Gagnrýni kom þó fram vegna úreltra forskrifta. Unnið er að gæðahandbók fyrir framleiðsluna, þar sem öll orð eru íslenskuð og end- urbætt, og er tveimur bindum lokið nú þegar, en stefnt er að því að Ijúka verkinu á ár-, inu. Þar meö verður auðveld- ara fyrir utanaðkomandi aðila að átta sig á stöðunni, t.d. ef eitthvað kemur upp á, en ella. Peter Ellenberger segir aö Ijóst sé aö hvort eða er hefði þurft að koma ákveðnum staðli á, fyrir árið 1992 þegar innri markaði verður komið á innan EB. Sumar og sól AUKIN LÉTTVÍNSSALA Sala á léttvíni eykst á sumrin og sérstaklega í gód- viðri eins og verið hefur und- anfarna daga, að sögn Bjarna Þorsteinssonar verslunar- stjóra i vínbúðinni í Kringl- unni. Það er einkum hvítvín og rauðvín sem salan eykst í, og þá sérstaklega vegna grill- veislna. Bjarni segir að sala á sterku víni detti ekki niður á meðan, heldur sé þetta við- bótarneysla af verslun hjá sér að dæma. Einnig væri al- gengt að fólk væri með hvit- vinsbollur á sumrin í garð- veislum og þess háttar. \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.