Alþýðublaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 14. júlí 1988 Tölvuforrit fyrir tannlækna Komiö er á markaðinn nýtt tölvuforrit fyrir tannlækna, sem nefnist Tannlækna- þjónninn. Tannlæknaþjónn- inn heldur utan um öll helstu verk á tannlæknastofunni t.d. færslur í sjúkraskrá, reikn- ingshald og tímagjöf. Einnig setur hann upp tann „status'1 en hann sýnir á myndrænan hátt þær aðgerðir, sem gerð- ar hafa verið. Forritið er skrifað fyrir Archimedes, 32 bita tölvu frá breska fyrirtækinu ACORN Computer Ltd. Acorn er eink- um þekkt í Evrópu fyrir bylt- ingarkenndar nýjungar á tölvusviðinu, sem koma með- al annars í Ijós i þessri nýju tölvu. Archimedes er hönnuð utan um svonefndan RISC (reduced instruction set computer) örgjafa, sem Acorn hefur sjálft þróað. Kostir þessa örgjafa koma sérlega vel í Ijós í mjög hraó- virkri grafík, sem notuð er í forritinu. Viö hönnun forrits- ins var áhersla lögð á að gera það aðgengilegt, sérstaklega fyrir þá, sem ekki hafa kynnst tölvum áður. Aðgerðum er stjórnað með mús, þar sem ferðast er milli glugga á skjánum, og birtast allar upp- lýsingar jafnóöum, svo aö fátt eitt þarf að muna. Tannlæknaþjóninn skrif- uöu: Kristinn Johnsen og Örnólfur Rögnvaldsson ásamt Hængi Þorsteinssyni, tannlækni. „Þessi eini þarna“ Hann er Látúnsbarki. Hann heitir Bjarni. Hann er Arason. Hann er með nýja plötu. Hann er þessi eini þarna. Sagan er stutt. Hún er al- þekkt. Siðan Bjarni Arason sigraði í Látúnsbarkakeppni Stuðmanna hefur nafn hans verið á allra vörum. Lög hans hafa verið á allra vörum.: Slá í gegn — Bara ég og þú — í Réttó — Án þin og fleiri slík. Á skömmum tima hefur Bjarm skipao ser i hop fremstu dægurlagasöngvara landsins. Fyrstu plötu hans hefur verið beðið með mikilli eftir- væntingu. Nú er biðin á enda. Skífan gefur út fyrstu sólóplötu hans; „Þessi eini þarna“ sem inniheldur ellefu lög sem aðdáendur hans syngja líkast til það sem eftir lifir sumars. Lagahöfundar á plötunni eru Jakob Magnússon, Val- geir Guðjónsson, Ragnhildur Gísladóttir og Bubbi Morthens. Aukin heldur syng- ur Bjarni erlend lög við ís- lenska textá. Það stendur ekki á mér er til að mynda gamalt Badfinger lag sem Sverrir Stormsker gerði skemmtilegan texta við. Bjarni Arason fylgir sóló- plötunni eftir ásamt hljóm- sveit sinni Búningunum og spilar vítt og breitt um landið í sumar. Póstur og simi 150 MILLJÓN KR MÍNUS ÞRÁTT FYRIR 15% HÆKKUN 16. júli n.k. hækkar póst- og símaþjónusta að meðal- tali um 15%. Einstakir liðir hækka mismunandi. Hækk- anir þessar eru vegna breyt- inga á almennum forsendum frá fjárlagagerð þ.e. nýgerð- um kjarasamningum og gengisfellingum, sem hafa áhrif á greiðslustöðu stofn- unarinnar. Fjárlög 1988 gera ráð fyrir að greiðslustaðan verði í jafnvægi i lok ársins, en þrátt fyrir þessar hækkan- ir er áætlað að greiðslustað- an verði neikvæð um 150 milljónir í árslok, segir i frétt frá Pósti og sima. Stofngjald síma hækkar úr 6.650 kr í 7.710 kr, ársfjórð- ungsgjald úr 775 kr í 900 kr og verð á teljaraskrefi úr 1.90 kr I 2.21 kr. Fjöldi innifalinna skrefa er óbreyttur og með sama fyrirkomulagi og áður. Flutningsgjald innan sama símstöðvarsvæðis hækkar úr 3.325 kr í 3.855 kr. Stofngjald farsíma hækkar úr 7.300 kr í 8.470 kr og ársfjórðungsgjald úr 850 kr í 990 kr. Ársfjórðungsgjald fyrir númer í telexstöð og bæjar- línu hækkar úr 2.516 kr í 2.920 kr. Söluskattur er ekki innifalinn í framangreindum gjöldum. Þjónustugjöld til útlanda breytast einnig. Þannig hækka t.d. símtöl til Dan- merkur, Noregs og Svíþjóðar úr 45 kr á mín. f 50 kr, símtöl til Bretlands úr 51 kr í 57 kr og símtöl til Frakklands, Spánar og V-Þýskalands úr 59 kr í 66 kr. Símtöl til Banda- ríkjanna hækka úr 92 kr í 103 kr og til Kanada úr 80 kr í 90 kr. Meðaltalshækkun sím- gjalda til útlanda er tæp 12% en innanlands 16%, sem vegið gerir 15% hækkun að meðaltali. Sem dæmi um hækkun póstburðargjalda má nefna að 20 gr bréf innanlands og til Norðurlanda hækka úr 16 kr I 18 kr, og í 19 kr 16. októ- ber n.k. Burðargjald til ann- arra landa í Evrópu hækkar úr 21 kr í 24 kr. Innborgunar- gíróseðill hækkar úr 25 kr í 30 kr. Innrituð blöð og tímarit undir 20 gr hækka úr 4.00 - 4.60 kr og undir 100 gr úr 4.50 í 5.20 kr. Lektorsdeilan DÓMNEFNDIN SVARAR RÁDHERRA Bréf menntamálaráöherra til Háskólaráðs á mánudag- inn hefur verkað sem olía á eldinn i lektorsmálinu. í dag hefur rektor Háskólans og dómnefndin sem fjallaði um umsækjendur um lektors- stöðuna boðað fréttamenn til fundar til að svara árásum ráðherra á dómnefndarmenn og Háskólann. Birgir ísleifur hefur sakað dómnefndina um vanhæfni og hlutdrægni i störfum sínum og ætla dóm- nefndarmenn að kynna við- horf sín og svara fyrirspurn- um fréttamanna um málið. Enn heggur Birgir ísleifur í sama knérunn gagnvart Há- Hvemig sem á stendur- Við emm á vakt allan sólarhrínginn \ URE VFILL / 68 55 22 skólanum þegar hann ásak- aði Háskólamenn yfirleitt um að snúa bökum saman til að vernda stöðu sina og klíku- skap i viðtali á Stöð 2 i fyrra- kvöld þar sem ráðherra og rektor sátu ffyrir svörum. í bréfi ráðherra heldur hann fast við að Hannes Hólmsteinn hafi orðið fyrir valinu vegna þess að hann sé best menntaöur af umsækj- endum til að gegna stöðunni I stjórnmálafræðum og sé sá eini sem iokið hafi doktors- prófi i stjórnmálafræði. Þykir furðum sæta að ráðherra skuli halda þessari enda- leysu fram þar sem Hannes Hólmsteinn hefur aldrei numið stjórnmálafræði og sú grein er ekki einu seinni kennd viö Oxford háskóla. Hann er hins vegar menntaö- ur í stjórnmálaheimspeki en i Bretlandi og öörum vestræn- um rikjum er gerður skýr greinarmunur á þessum fög- U(n þ.e. „political Theory" (stjórnmálakenningar) og „political science" (stjórn- málafræði).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.