Alþýðublaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 3
3 Laugardagur 10, september 1988 '______________ FRÉTTIR 50% VEROBÓLGA HJÁ VAL Verölagsstofnun hefur nú til athugunar hækkun á salar leigu iþróttafélaganna, sem gildi tók 1. september siðast- liöinn. Kvörtun barst um mikla hækkun á teigunni og hvort hún stangist ekki á við verðstöðvunarákvæði frá 15. ágúst. Samkvæmt upplýsingum Verðlagsstofnunar skiptir öllu máli hvenær viðskipta- mönnum — leigjendum sal- anna — var tilkynnt um hækkun leigunnar. Ábending barst um mikla hækkun á salarleigu í nýja iþróttahús- inu hjá Val að Hlíðarenda og fyrirspurn um hvort hún stæðist ákvæði verðstöðvun- arlaga. Hjá Val fengust þær upplýsingar að leiga sam- kvæmt nýrri gjaldskrá hefði hafist í júlí og væri því fylli- lega lögleg. A hinn bóginn eru tímar á sumrin lausa- tímar og leigan frá sept- ember til maí umsamin í ein- um pakka. Á skrifstofu Vals fékkst staðfest að lágmarksleiga fyrir siðasta vetrartímabil hefði verið 1.800 krónur á tímann en flestir tímar leigðir á 3.200 krónur. Nú er lág- marksverðið á timann 3.000 krónur en betri tímarnir leigðir á 4.800 krónur. í fyrra tilvikinu er um 67% hækkun að ræða milli ára en 50% í síðara tilvikinu. Ekki er Ijóst á þessari stundu hvort hækk- unin er innan eða utan ramma verðstöðvunarlaga eða hvort tilvikið nær til fleiri aðila en Vals, en í öllu falli virðist Ijóst að hækkunin hjá Val er langt umfram almenna verðlagsþróun í landinu og •spilar þar sjálfsagt inn í mikil eftirspurn eftir leigu á íþróttasölum, en takmarkað framboð. Þaö voru mikil viðbrigdi fyrir grunnskólakrakkana aö koma úr hrörlegu skólahúsnæðinu viö Öldugötuna i nýja Vesturbæjarskólann viö Framnesveg sem tók til starfa fyrir helgina. A-mynd/Magnús Reynir Aðalstrœti 8 BREYTINGARNAR NÁ OF SKAMMT Ljóst er að lykilmenn Sjálf- stæðisflokksins hafa þrýst á um samþykkt á byggingar- leyfi fyrir Aðalstræti 8 og reynt að stýra málinu í gegn- um þykkt og þunnt, jafnvel í blóra við skipulagslög. Ganga málsins í gegnum kerfið hefur verið þyrnum stráð og klofnuðu bæði skipulagsstjórn rikisins og Byggingarnefnd Reykjavíkur við afgreiðsluna. í skipulagsstjórn voru deildar meiningar um málið. Umsögn skipulagsstjóra lá til grundvallar við samþykkt þeirra Sigurgeirs Sigurðs- sonar, formanns Sambands sveitarfélaga (og bæjarstjóra sjálfstæðismanna á Sel- tjarnarnesi), formannsins Hermanns Guðjónssonar, vita- og hafnarmálastjóra og Garðars Halldórssonar, húsa- meistara ríkisins — þar sem miðað var við nú ógilta minnispunkta forstöðumanns Borgarskipulags. Á móti var Guðrún Jónsdóttir, arkitekt, en Helgi Hallgrímsson verk- fræðingur og varamaður vegamálastjóra sat hjá. I Bygginganefnd Reykja- víkur hlaut málið að lokum samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur: full- trúar sjálfstæðismanna greiddu atkvæði með leyfis- veitingunni, þeir Hilmar Guð- laugsson, Gunnar Hannes- son og Haraldur Sumarliða- son, en á móti voru Gissur Símonarson og Gunnar H. Gunnarsson. Guörún Jónsdóttir sagði ( samtali við blaðið að meiri- hlutinn í skipulagsstjórn hefði staðfest aö breytingar hefðu orðið en ekki það miklar að það útilokaði sam- þykki, en að hún hefði látið bóka að minnispunktar for- stöðumanns Borgarskipulags gætu ekki breytt neinu. „Það er skýrt hvaö þarna var stað- fest með landnotkunina í deiliskipulaginu og ég taldi að frávikin væru það mikil, að það væri fullkomlega eðlilegt að afturkalla leyfið. Afstaða mín í grundvallaratriðum er sú, að það hafi komið skýrt fram á staðfestum uppdrætti deiliskipulags til hvers var ætlast og ég taldi óverjandi að fara strax út fyrir ramma glænýs skipulags — nema því yrði þá breytt. Ef þetta yrði með þessum óbreytta hætti yrði grundvellinum kippt undan Kvosarskipulag- inu. Rétta röðin er að gera fyrst aðalskipulag, sem er gróf áætlun, síðan deiliskipu- lag, sem er nákvæmara, og eftir það er ekki hægt að vitna i aðalskipulag," sagði Guðrún. Gunnar H. Gunnarsson sagði að hann og Gissur Símonarson hefðu bókað meö mótatkvæðum sínum í Bygginganefnd, að í fyrsta lagi væri augljóst að nýtingin væri of mikil á lóöinni. „í öðru lagi er hvað landnotkun- ina varðar fyrirskipað í deili- skipulagi, hæð fyrir hæð, í hverju húsi, hvað eigi að vera. Það var gert ráð fyrir mjög háu hlutfalli íbúða. Það er vikið hróplega frá því í þessu máli, þannig að hlutfall ibúða fór úr nálægt 80% niður! 2%. Forstöðumaður Borgar- skipulags ritaði bréf í nafni borgarinnar um að einungis hefði verið farið fram á stað- festingu á landnotkun Kvos- Happdrætti Háskólans á teikniborðinu á ný Afturköllun félagsmálaráð- herra á byggingarleyfinu að Aðalstræti 8 er þegar farin að hafa áhrif á önnur mál. Á miðvikudag kom til af- greiðslu i Byggingarnefnd Reykjavíkur umsókn Happ- drættis Háskólans um leyfi fyrir fimm hæða skrifstofu- húsnæði á horni Vonarstræt- is og Suðurgötu. Málinu var frestað — vegna þess að það vantaði ibúðir i húsið. Þegar málið kom til af- greiðslu kom fram fyrirspurn fráGunnari H. Gunnarssyni um hvort gert væri ráð fyrir íbúðum í byggingunni í sam- ræmi við deiliskipulag — þar sem kveðið er á um íbúðir á tveimur hæðum af fimm. Svc reyndist ekki vera — íbúðirn- ar höfðu alveg gleymst. í Ijósi þróunar mála meö Aðalstræti 8 var umsvifalaust samþykkt samhljóða að fresta málinu. Það liggur þvi fyrir Happ- drætti Háskólans að innrétta í byggingunni viðunandi magn af íbúðum eins og samþykkt deiliskipulag kveð- ur á um. Nýr Vesturbœjarskóli opnaður HANNADUR FYRIR HÁLFOPIÐ SKÓLASTARF Nýbyggður Vesturbæjar- skóli á horni Framnesvegar og Sólvallagötu var formlega afhentur og opnaður til skólahalds s.l. fimmtudag. Vesturbæjarskólinn, sem er hannaður, og verður starf- ræktur, sem hálfopinn skóli er 2629 fermetrar að stærð á þremur hæðum. Skólinn var byggður fyrir tilstuðlan skóla málaráðs og skv. ákvörðun þess og borgarráðs. Hönnun hans hófst af krafti á miðju ári 1986 og skólabyggingin var boðin út í apríl 1987. Heildarkostnaður Vestur- bæjarskóla með lóð og bún- aði er áætlaður 150 milljónir kr. miðað við verðlag í sept. 1988. arinnar i heild, en ekki land- notkun einstakra húsa. Við Gissur vorum ósammála um að hann hefði heimild til að tala í nafni borgarinnar og vildum aö staðið yrði viö landnotkunina samkvæmt Kvosarskipulaginu, enda stæði varla steinn yfir steini í skipulaginu ef þetta yrði leyft. í þriðja lagi lá fyrir að á uppdrætti var gert ráð fyrir tveimur byggingum á líkani sömuleiðis, sem nú er orðið að einni byggingu — sem er augljóst brot á skipulaginu. Þær breytingar sem nú hafa komið til kasta Bygginga- nefndar ganga einfaldlega of skammt og þá gat nefndin ekki afgreitt málið, því þá mátti búast við nýrri kæru og nýjum úrskurði úr sömu átt,“ sagði Gunnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.