Alþýðublaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 8
ÚTLÖND limsjón: Ingibjörg Arnadóttir Hann er ungur, fallegur og ríkur. Hann er meðal hinna auðugustu í bandaríska þinginu. Þar til á síðustu vikum, var hann svo til óþekktur í bandarísku sviðsljósi. Hann er nú varaforsetaefni í Bandaríkjunum. George Bush kynnir varaforsetaefni sitt, hinn fjörutíu og eins árs gamla Dan Quayle. MAÐUR KVENHYLLINNAR Bandaríkjamenn viröast sammála um, að Dan Quayle sé svar stjórnmálamanna viö Robert Redford. Ljósskollitaö háriö og karlmannlegt útlitið er taliö gefa vonir um, aö konurnar muni hópast á kjör- stað og greiða republikönum atkvæði sitt, viö forsetakosn- ingarnar þann 8. nóvember. Þetta með konurnar er ekki sterka hlið Georges Bush. Þó hann sé alltaf að draga konu sína og börn fram í sviðs- Ijósið, er eitthvaö sem vantar. Hvernig sem hann sjálfur og starfsfólk hans lýsa fjálglega reynslu hans, er hann ein- hvernveginn eins og hann sé að biðja afsökunar á sjálfum sér. Eiginkonan er ósköp venjuleg hvíthærð ömmu- týpa, sem að því er mörgum finnst vantar allan stíl. Þegar Bush kom til New Orleans ásamt fjölskyldu sinni, á flokksþingið var mikill spenningur meðal við- staddra í sambandi við vara- forsetaefnið, og þegar Bush tilkynnti að Quayle yrði vara- forsetaefni sitt, var hrópað: „Hver er hann, hver er hann“. Fyrstu áhrifin sem fólkinu fannst það verða fyrir, þegar Quayle birtist, var krafturinn í honum, þegar hann fleygði af sér blazerjakkanum, sló í bakið á Bush og sagði: „Go get them“. Dan Quayle er mjög auðugur, hann er erfirigi mikils dagblaðaveldis i Indiana, afi hans stofnsetti það. Fréttastofan bandaríska AP hefur slegið því föstu, að Quayle sé i auðugasta þriðja hluta bandaríkjaþings. Þegar Bush tilkynnti opin- berlega að Quayle væri vara- forsetaefni sitt, lagði hann mikla áherslu á það, að Quayle væri fjölskyldufaðir sem ætti fallega konu og þrjú börn._ Flestir republikanar sem tóku til máls á flokksþinginu lögðu einnig njikla áherslu á fjölskylduna. Quayle er and- vígur frjálsum fóstureyðing- um, hærri sköttum og þykir ákaflega íhaldssamur. Bush segir hann vera „mann fram- tíðarinnar". Vegna þess að Quayle er aðeins fjörutíu og eins árs, er það von Bush og allra republikana, að hinir ungu muni kjósa hann. „Hann er ungur og fram- farasinnaður, hann er kraft- mikill og hann er fjölskyldu- faðir. Hann er framtíðin" sagði Krista Cutting, korn- ungur stuðningsmaður republikana og sjálfboðaliöi á flokksþinginu. Kathy Newton, ákafur republikani, var fokreið þegar hún heyrði talað um það að vonir stæðu til að konur myndu þyrpast á kjörstað og kjósa Quayle. „Þaö er vissu- lega satt að hann er glæsi- legur maður, en ef menn halda að nú á tímum jafn- rétisbaráttu kvenna, séu konur svo skyni skroppnar að þær kjósi menn eftir útliti, þá vanmeta þeir sömu menn konurnar. Reagan hefur gefiö konum mikla möguleika og við vonum að Bush haldi því áfram, hvort sem varaforseti hans er glæsilegur eða ekki“, sagði hún í samtali við blaða- mann De fri Aktuelt. Eldri maður úr kennara- stétt frá Tucon Arizona sagði, að hann undraðist útnefning- una. „Það má vel vera að við séum hálf hissa yfir vali Bush, en við sættum okkur við það. Quayle er meöal annars valinn vegna búsetu sinnar í Mið-Vesturríkjunum, og talið er að hann muni fá mörg atkvæði þar“ sagði Robert Brayden, republikani og fulltrúi á landsþinginu. Það liðu ekki nema tólf klukkustundir frá útnefningu Dan Quayle, þangað til bandarískar fréttastofur fóru að grafast fyrir um fortíð Quayle, og fljótlega komu á kreik sögur sem settu dökk- an blett á ímynd hins glæsi- lega heimilisföður. Þær voru kveðnar niður tafarlaust, sem staðlausir stafir og mannorð Quayle varð aftur tandur- hreint. Ein sagan var sú, að þegar Quayle var meðlimur Fulltrúadeildar bandaríska þingsins, fór hann til Florida til að spila golf yfir eina helgi. Tveir karlkyns pólitíkusar voru á ferð með honum, ásamt konu sem heitir Paula Parkinsons, en hún vann sem ráðgjafi hjá stóru vátryggingarfélagi. Þessi fjögur bjuggu saman í sumarhúsi og sagt var að frú Parkinsson hefði reynt að beita þá félagana þrjá, pólit- iskri pressu. Sama árið kom frú Parkinson fram sem mið- opnudama í Playboy! Hinn nýi blaðafulltrúi Quayle, James Barker gaf þá út tilkynningu um, „að það væri ekki fótur fyrir þessari sögu“, og á blaðamannafundi sem Quayle hélt skömmu seinna sagði Dan Quayle að hann hefði aðeins hitt þessa konu einu sinni og þar að auki hefði hann verið að spila golf alla helgina. Meðal þeirra republikana sem leggja mikið upp úr útliti og glæsimennsku hátt- settra manna, ríkir mikil ánægja með valið á Dan Quayle hins glæsilega fjölskylduföður. Hann hefur nefnilega, segja þeir, það sem Bush hefur alls ekki. Persónutöfra eða útgeislun! (Charisma:) (Det fri Aktuelt.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.