Alþýðublaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 12. október 1988 ■Étabcmn ?i0^hi [einar már gucmundsson] Leitin að dýragarðinum Leitin að dýragarðinum, sagnasafn eftir Einar Má Guðmundsson er bók októ- bermánaðar í bókaklúbbi Al- menna bókafélagsins. Sög- urnar í bókinni eru átta og nefnast: Sending að sunnan, Malbikunarvélin, Garðyrkju- mennirnir, Austrið er rautt, Regnbogar myrkursins, Þegar örlagavindar blása, Æðahnút- ar og eiturlyf og Leitin aö dýragarðinum. Eins og sjá má af titlunum er þetta sagnasafn fjölbreytt. Einar leiðir i því fram margar og ólíkar persónur. Meðal annars Ágúst, fyrrum hafnar- verkamann sem reynir fyrir sér sem sölumaður um allt land, þrjá bræður sem bregða búi og flytja til Reykjavíkur, sérvitringana Jakob og Ólaf, hjónin Niku- lás og Nönnu og námsmann sem sér loks fyrir endann á doktorsritgerð sinni um port- konur á miðöldum eftir nær tveggja áratuga háskólanám. Nafn sitt dregur bókin af lokasögunni sem fjallar um ungan og andlega sinnaðan Fransmann sem kemst að þeirri níðurstöðu að eyja úti í hafi með rúmlega 200.000 íbúa hljóti að vera stærsti dýragarður i heimi. Útgáfa þessarar bókar markar ákveðin tímamót í starfsemi bókaklúbbs Al- menna bókafélagsins. Með henni er verið að bjóða klúbbfélögum, fyrstum og á góðu verði, verk sem er með- al þeirra sem mesta athygli mun vekja á þessu hausti í íslenskri bókaútgáfu. Þrjár bækur um íslenskt mál Bókaútgáfan Iðunn hefur sent frá sér þrjár nýjar bækur um íslenskt mál og mál- notkun. Bókin Mál og samfélag skiptist i tvo hluta. I fyrri helmingi bókar gerir Indriði Gíslason grein fyrir ýmsum hugiökum og forsendum íslenskrar málstefnu og skoðar málið ekki síst í félagslegu Ijósi. M.a. eru þar kynntar hugmyndir boð- skiptamálfræðinnar. Aftan við þennan hluta hefur svo veriö felldur meginhluti Álits- gerðar sem Baldur Jónsson, Guðmundur B. Kristmunds- son, Höskuldur Þráinsson og Indriði Gíslason skrifuðu um málvöndun og framburðar- kennslu í grunnskólum. „Um ÞýðingarT Lengi hafa menn árangursiaust spurt eftir einhvers konar leiðbein- ingum fyrir þá fjölmörgu sem fást við þýóingar erlendra texta á íslenska tungu. Mjög fátt hefur verið ritað um þýð- SMÁFRÉTTIR ingarfræði á Islensku og í fá hús að venda til leiðsagnar. Bók Heimis Pálssonar og Höskulds Þráinssonar er því frumsmið, þar sem fjallað er allrækilega um vanda þýð- enda, gildrur og glappaskot, bent á hvernig hægt sé að varast þau og sýndur fjöldi dæma um góðar og mis- góðar þýðingar. Bókin ætti t.d. að koma að góðum not- um fyrir hina fjölmörgu sem fást við þýðingar á dagblöð- um og öðrum fjölmiðlum. „Eitt verö ég að segja þér“ — eftir Ásgeir S. Björnsson og Baldur Hafstað fjallar um þá góðu og gömlu list að segja sögur. Greindir eru mismunandi flokkar munn- legra sagna, allt frá fjasinu í heita pottinum eða sauma- klúbbnum til dramatískra til- þrifa í mergjuóum draugasög- um. Leiðbeint er um bygg- ingu sagna og framsagnar- hátt, auk þess sem leitast er við að hvetja menn til dáöa, þótt ekki geti allir farið í fötin hans Vellygna-Bjarna — enda kannski ekki æskilegt. Bör Börsson bókaklúbbsbók hjá AB Bók ágústmánaðar í Bóka- klúbbi Almenna bókafélags- ins er Bör Börsson en líklega eru fáar bækur til á íslensku sem lýsajafn skemmtilega nýríkum og fáfróðum athafna- manni. Sagan sló rækilega í gegn er Helgi Hjörvar las þýðingu sína á henni í útvarp árið 1944. Fundum og mannamót- um var aflýst á upplestrar- tíma og göturnar tæmdust svo helst mætti jafna við Eurovisionkeppni nútímans. Þá voru persónur sögunnar einnig óspart heimfærðar upp á samtíma íslendinga. Johan Falkberget, höfund- ur verksins, var meðal virt- ustu skálda sinnar kynslóðar í Noregi á fyrri heimingi þessarar aldar. Saga hans um Bör Börsson kom fyrst út 1920 og var prentuð i mörg- um útgáfum. Urðu vinsæld- irnar slíkar að Falkberget bætti síðar við annarri sögu um Bör. Bör Börssson er 206 bls. að stærð. Setning og umbrot: Prentþjónustan hf. Prentun: Prentberg hf. Bókband: Félagsbókbandið-Bókfell. Kápuútlit Guöjón Ingi Hauks- son. „Gluggar mót sól“ Ljóðabókin „Gluggar mót sól“ er prentuð hjá Prenthús- inu í ágústmánuði 1988, og er fyrir börn og fullorðna. „Gluggar mót sól“ er önnur Ijóðabók höfundar. Fyrri Ijóðabókin „Opnir gluggar'1 var prentuð hjá Letri 1976. Aðrar bækur sem út hafa komið á prenti eftir Guðrúnu eru barna og unglingabækur. Þær heita: „Dúfan og galdra- taskan", Gunna og kisa“, „Söngur þrastanna" og „Söngur lóunnar". Einnig hafa komið út á prenti tvær þýdd- ar bækur: barnabókin „Rauð- hetta“ og unglingabókin „Systir síðlokka". Auk þess hefurGuðrún þýtt ..Vasilísu fögru“ sem eru rússnesk ævintýri og frásögnina „Afrískir skóladrengir segja frá“, en verk þessi hafa verió lesin inn á snældur hjá Blindrabókasafni Islands. Höfundurog þýðandi þess- ara verka, Guðrún Guðjóns- dóttir er fædd í Reykjavík 24. des. 1903. Foreldrar hennar eru Guðjón Brynjólfsson verkamaður, fæddur 23. nóv. 1865 í Svarfhóli í Hraun- geröishreppi í Flóa og kona hans Guðlaug Eyjólfsdóttir fædd 7. jan. 1873 i Norður- koti á Miðnesi. Hún var Rang- æingur í báðar ættir. Guðrún hefur stundað rit- störf frá fimmtugsaldri ásamt húsmóöurstörfum, myndvefn- aði, sem sjá má í Frikirkjunni í Reykjavík og víðar, málun á leður, fata og prjónahönnun. Járngresið eftir William Kennedy Nýlega kom út hjá Al- menna bókafélaginu bókin Járngresið eftir bandaríska rithöfundinn William Kennedy í þýðingu Guðbergs Bergssonar. Þessi bók hefur vakið miklaathygli erlendis, fengið frábæra dóma, og fært höfundi sínum Pulitzer verðlaunin — æðstu bók- menntaverðlaun Bandaríkj- anna. Um byggingu verksins hefur Guðbergur Bergsson þýðandi þess skrifað: „Hið marg- flókna net tíma og atburða, sem er þó sáraeinfalt, sést aðeins við lestur þessa snilldarverks. En ef ég ætti að lýsa söguþæröinum, gerð bókarinnar, dyttu mér helst í hug mörg marglit net, sem hengd hafa veriö til þerris, hvert fyrir framan annað. Les- andinn sér í gegnum einfalda möskvana, en hann festist í neti frásögunnar, þótt hann viti alltaf engu að síður að hann er frjáls fiskur sem syndir að eigin vild um sögu- slóðirnar." Járngresið er 233 bls. að lengd og var bókin unnin í Prentsmiójunni Odda. Guð- jón Ingi Hauksson hannaði bókarkápu. Why were you born? The purpose and meaning of your life on earth. Further information is available in different languages, french, arabic etc.: UNlVERSAL LIFE, dept. E, P.O. Box 5643, D-8700 Wuerzburg, West-Germany. KRATAKOMPAN Alþýðuflokksfélag Garða og Bessastaðahrepps Fundur í bæjarmálaráöi fimmtudaginn 14. okt. kl. 20.30. F.U.J. Hafnarfirði Aðalfundur Aöalfundur F.U.J. Hafnarfiröi verður haldinn laugar- daginn 29. okt. n.k. kl. 14.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Stjórnin. Kratakaffi Muniö kratakaffiö miövikudaginn 12. okt. kl. 20.30 í Félagsmiöstööinni Hverfisgötu 8-10. Gestur fundarins: Ingólfur Margeirsson ritstjóri Alþýðublaðsins. Komum, spjöllum og spáum í pólitíkina. Alþýðuflokkurinn. Flokksþing Alþýðuflokksins 44. flokksþing Alþýöuflokksins veröur haldið 18., 19. og 20. nóv. n.k. á Hótel íslandi. Nánari upplýsingarverðasendarformönnum félaga, félagasambanda og kjördæmisráða. Skrifstofa Alþýðuflokksins. □ 1 2 3T“1 n 5 6 □ 7 r 9 10 □ 11 □ 12 13 □ □ • Krossgátan Lárétt: 1 hóp, 5 ílát, 6 vogur, 7 hræðast, 8 stunduðu, 10 átt, 11 eyri, 12 staki, 13 kappsamur. Lóðrétt: 1 fagra, 2 hárknippi, 3 einnig, 4 klunni, 5 þráður, 7 kvæðið, 9 eydd, 12 ekki. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 borga, 5 játa, 6 ata, 7 kg, 8 nurlar, 10 úr, 11 æki, 12 óð- ar, 13 rólan. Lóörétt: 1 bátur, 2 otar, 3 Ra, 4 angrir, 7 kakan, 9 læðan, 12 ól. • Gengií Gengisskráning 181 - 1988 Kaup Saia Bandaríkjadollar 48,120 48,240 Sterlingspund 81,178 81,381 Kanadadollar 39,530 39,629 Dönsk króna 6,6736 6,6902 Norsk króna 6,9492 6,9666 Sænsk króna 7,4767 7,4953 Finnskt mark 10,8525 10,8796 Franskur franki 7,5223 7,5410 Belgiskur Iranki 1,2216 1,2246 Svissn. franki 30,2442 30,3196 Holl. gyllini 22,7136 22,7703 Vesturþýskt mark 25,6053 25,6691 itölsk lira 0,03436 0,03445 Austurr. sch. 3,6398 3,6489 Portúg. escudo 0,3115 0,3122 Spánskur peseti 0,3871 0,3881 Japanskt yen 0,35824 0,35913 irskt pund 68,626 68,797 SDR 24.11 62,1311 62,2860 ECU - Evrópumynt 53,1317 53,2642 • Ljósvakapunktar • RUV 12.10 Undankeppni HM í knattspyrnu. íslendingar og Tyrkir berjast í Istanbul. Ef marka má íþróttasíður hinna dagblaðanna eru Tyrkir sigur- vissir fyrir þennan leik og veifa óhikað fimm puttum til merkis um fimmmarka-sigur. Tyrkir hafa unnið frækna sigra undanfarið á Grikkjum og Austur-Þjóverjum, þannig að okkar menn ætla líklega ekki að skammast sín fyrir tap. • Stöð 2 18.40 Þeir sem enn eru í stuði fyrir fótbolta geta bætt vió vænum skammti. Stöðin sýnir brot úr spænska fót- boltanum. Kannski verða lát- in fylgja með brot úr kennslu- stund sem frammarar máttu þola gegn Barcelona á dög- unum. Fram tapaði sem kunnugt er með engu marki gegn fimm. Gleymum því. • Rás 1 19.40 Kviksjá. Þáttur um menninguna í umsjá Friðriks Rafnssonarog Halldóru Frið- jónsdóttur. ® Rás 2 20.30 Vernharður í Utvarpi unga fólksins. Kappar og kjarnakonur. Vernharður fjall- ar um þætti i íslendingasög- unum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.