Alþýðublaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 12. október 1988 7 UTLÖND Umsjón: Ingibjörg ' Árnadóttir 1 Karlmennirnir í Hallbergs-fjölskyldunni, faöir, synir og tengdasonur. BURT MEÐ PUTTANA Karlmennirnir i fjölskyldu Anne Hallberg, fara háðug- legum orðum um þau áform, að byggja skuli nýtt fangelsi í Little Falls. Þeir segja gamla fangelsið með sínum rimla- klefum sannarlega nógu gott fyrir afbrotamenn. Þeim er vel kunnugt um fæðið sem fangarnir fá, þvi Anne Hall- berg vinnur þar fjóra daga i viku. Lögreglustjórinn Paul Tschida, leggur mikla áherslu á, að fangarnir fái góðan og vel útilátinn mat, sem sára- bót fyrir hina lélegu aðstöðu, sem fangarnir, 18 að tölu búa við. Hallbergmennirnir hafa ekki áhuga á þurrkahjálp Reagan, en allt í kringum þá eru bændur að bíða eftir þeirri hjálp. Reagan forseti ætlar að skipta fjórum milljörðum dollara á milli þeirra bænda, sem tapað hafa yfir 35 prósent af upp- skeru sinni, vegna þurrkanna sem eru þeir mestu frá því ár- ið 1936. „Ríkisstjórnin mun ekki reka búskap okkar,“ segir John Hallberg elsti sonurinn í fjölskyldunni, 31 árs. „Við viljum ekki lenda í sömu súpunni og þeir bænd- ur sem tekið hafa ríkisstyrkt lán. Þá á maður á hættu að eftirlitsmenn komi til að vera með nefið ofan í reiknings- haldi okkar og fari að skipta sér af áætlunum okkar.“ Næst elsti sonurinn á bænum, Carl 28 ára, telur rík- isstyrktu lánin óréttlát. „Vegna þess að við viijum komast fram úr okkar vanda- málum sjálfir, neyðumst við til að taka dýr lán í bönkum." ELSKA KÝR Búgarður Hallbergfjöl- skyldunnar var grunnlagður í Minnesota, í sex mílna fjar- lægö frá Little Falls, árið 1906 af föður Morris Hall- berg, núverandi eiganda. Sænska fjölskyldubiblían liggurá borði í stofunni. Þeg- ar Hallberg bræðurnir byrj- uðu á að koma haustupp- skerunni í hús, fór yngsti meðlimur fjölskyldunnar í biblíuskóla, það er dóttirin Janelle, sem fjölskyldan von- ar að verði prestur. Þegar John hafði lokið her- þjónustu árið 1978, ákváðu hann, og Carl bróðir hans að reka búgarðinn með Morris föður þeirra. Þeir rækta mais og fleira, eiga 80 mjólkurkýr og naut og kalla samyrkjubú- skap sinn Pearl Valley Enter- prises. Morris Hallberg, sem er 70 ára, elskar kýrnar sínar. Hon- um finnst mjög notalegt að sitja í eldhúsinu, drekka kaffi og lesa blöðin. Synirnir hafa tekið við stjórninni, svo nú getur hann látið það eftir sér. Synirnir hafa lært af föður sínum að tala hver til annars af fyllstu kurteisi, tala út um hlutina og staðgreiða helst allt. Vegna þessa, kaupa þeir ekki nýjan Pick-up á þessu ári og taka sér ekkert frí. Þegar synirnir tóku við bú- skapnum tóku Morris og Anne Hallberg sér frí, í fyrsta skipti á ævinni. Þau fóru til Hawaii og þótti það dýrt en eiga dýrmætar minningar úr ferðinni, svo hún var þess verð. Þau skoða myndir frá Hawaii oft og segjast þá upp- lifa ferðina i annað sinn. STÓR BÚGARÐUR Pearl Valley Enterprises biða í ofvæni eftir úrslitum í forsetakosningunum, sem fram fara í nóvember. „Alltaf þegar nýr forseti sest við stjórnvölinn, breytist landbúnaðarpólitíkin. Reagan blandaði sér mikið í hana sérstaklega í sambandi við ódýru lánin. Nú hefur hann nóg að gera við að draga rik- ið út úr þessum afskiptum og tilhneigingin virðist vera, að sá sterkasti vinni eða lifi af. Þegar við stækkuðum kúabúið upp í 80 kýr, árið 1979, þótti bú okkar stórt, en nú er það svipað að stærð og annarra bænda hér um slóð- ir,“ segir John. „Ég vona að Michael Dukakis sigri í kosningunum. Ég reikna með að hann muni koma á kvótakerfi á mjólk og korn, og það væri miklu sanngjarnara," segir John. Á siðastliðnum tveimur ár- um, veitti bandariska þingið tíu milljarða dollara til styrkt- ar bændum. Á þessu ári veitti þingið 4 milljarða í þurrkahjálp eins og áður sagði. Hvað sem republikanar gera, er það ekki á þessa fjöl- skyldu sem þeir sækja atkvæði sín! Fjölskyldan hlær hressi- lega, þegar Gerry tengdason- urinn segir eftirfarandi sögu: Þrír bandarískir læknar Bandarískir bœndur hafa á undanförnum ár- um orðiö fyrir miklum efnahags- legum skakkaföll- um, ná síðast af völdum langvar- andi þurrka. Bœndurnir vilja samt ráða fram úr sínum vandamál- um sjálfir án af- skipta ríkisstjórn- arinnar. hittast á læknaþingi og fara að ræða um erfiðustu upp- skurði og aðgerðir sem þeir hafa fengist við. Sá fyrsti hafði gert ákaflega flókinn og vandasaman heilaskurð. „Sjúklingur minn er í dag auðugur fjölskyIdufaöir í góðri vinnu,“ segir hann. „Þetta er nú ekki neitt til að monta sig af,“ segir sá næsti. „Eg þurfti að gera aðgerð á fórnarlambi umferð- arslyss, og varð að leita að öðrum fætinum í skurði og öðrum handleggnum annars- staðar. í dag er þessi sjúkl- ingur minn spretthlaupari og er í Ólympíuliðinu." Þriðja lækninum finnst nú ekki mik- ið til þessa koma. Hann segir sögu af kúreka með Stetson hatt á höfði sér, sem ríður á múlasna út í eyðimörkina. Hann er með sprengiefni í vasanum. Það springur þegar múlasninn hrasar ofan í skurð. „Þegar ég kom út í eyði- mörkina var aðeins kúreka- hatturinn og rassinn á múl- asnanum sjáanlegt. Ég lapp- aöi nú samt þessu saman og kúrekinn er í dag forseti .. forseti Bandarikjanna!" Það eru svona sögur, sem gott er að hlýja sér við á svöl- um haustdögum. Það er svo sem ekki allt í lagi á bænum, maísinn eyðilagöur vegna þurrkannaog Hallbergfjöl- skyldan er ekki viss um að eiga nægilegt fóður handa öllum skepnunum. Eitt er þó vist, ríkisstjórnin blandar sér ekki í málefni Pearl Valley Enterprises! (Det fri Aktuelt.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.