Alþýðublaðið - 24.12.1988, Side 2

Alþýðublaðið - 24.12.1988, Side 2
2 OöGi '■f&FW-jb '’i'ilBbiL-t'i'j'-1 Laugardagur 24. desember 1988 JlIÞYÐIfBLJyDIÐ Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Blaðamenn: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Friórik Þór Guómundsson, Haukur Hólm og Sólveig Ólafsdóttir. Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Þórdis Þórisdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. AÐ VARÐVEITA JOLIN í HJÖRTUM OKKAR Aöfangadagur jólaer f dag. Jólin eru tími fjölskyldunnar; tími samveru og hlýju, þegar viö köstum af okkur oki hvunndagsins, látum þras og þrætur lönd og leið, afhendum hvert ööru gjafir og höldum hátíð í bæ; hátíö friöar og Ijóss. Ekki eru þó aliir sem bera gæfu til aö halda slík jól. Hinirsjúku og þjáöu, þeirsem fjarri eru ættingjum á aðfangadag vegna starfa sinna á sjó eða á landi, eöa þeir sem enga fjölskyldu eiga og eru utangarös í ættarþjóð- félaginu íslenska. íslendingar halda jól aö kristnum sið. Við minnumst helgisagnarinnar um fæöingu Krists, og hugleiðum boðskap kristinnar trúar og kristinnar siö- fræði. Stundum vill hin kristna hugsun tapast í efnis- hyggju hátíöanna; glatast í kapphlaupi við tíma og peninga þar sem umgjörð jólanna verður innihaldinu æðri. En skyldum við ekki týna boðskap kristinnar siðfræði oftar en á jólunum? Eru íslendingar kristin þjóð í hjarta sínu? Ljáum við kjarna hinnar kristnu hugsunar einhvern timaáárinu? Eru helgidagarnir meiraog minna prjáldagar án hins upphaflega innihalds? íslenskt þjóðfélag er harðneskjulegt þjóðfélag. Við höfum skapað efnisleg. gæði með harðri vinnu og miklu kappi sem oft er meira en forsjáin. Þjóðfélagið okkar er samfélag hraða-og streitu. Við höfum lítinn tímaaflögu til aðsinnahinni andlegu hlið okkar. Að hugsa um okkur sjálf. Að hugsa um aðra. Við æðum áfram í leit að nýjum áfangasigrum. Við höfum kannski gleymt grundvallarreglu allra siðmenntaðra samfélaga; að hugsa um náungann. Enn skortir verulega á, að aldraðir fái þá umhyggju og aðbúnað sem nútíma- þjóðfélag á að geta veitt þeim. Dagvistunarmálin eru í rúst. Kfeilbrigðiskerfið og almannatryggingarnar götótt.. Við stöndum andspænis geysilegum vímuefnavandasem ógnar æsku landsins. Öll snúast þessi mál um mann- eskjur. Um okkur og náunga okkar. Hinn kristni boð- skapur; kærleikurinn og fyrirgefningin eru ekki glysorð sem dregin verða fram til skrauts á hátíðarstundum eins og jólunum. Hinn kristni boðskapur er varanlegt lögmál siðmenntaðra manna sem láta sér annt um aðrar mann- eskjur; sem forðast harða og miskunnarlausa dóma og sem einfalda ekki sérhverja manneskju niður í viðurnefni eða tiunda hið néikvæða um náungann. Hinn kristni boð- skapur er heimspeki auðmýktar og umburðarlyndis, skilnings og kærleika; óskin um að þú sért öðrum eins og þú vilt að aðrir séu þér. . Aðfangadagurjólaerídag. Frídagar jólaeru fáirí ár. Áður en við vitum af, höfum við sogast inn í hringiðu starfs og hvunndagsáhyggja á ný. Við ættum að reyna að varðveita jólin í sálu okkar þegar hátíðardögunum lýkur. Bera áfram í hjarta okkar óskina um mannkærleik, frið og umbyrðar- lyndi á jörðu. Alþýðublaðið óskar lesendum sinum gleði- legra jóla. FRETTASKYRING Ingólfur Margeirsson skrifar Utanrikisfulltrúi EB-nefndarinnar Willy de Clercq heilsar M. Kuranari utanrikisráðherrra Japans: Japanir óttast að innri markaður EB-landanna geri japönskum fyrirtækjum erfiðara fyrir. JAPANIR ÓTTAST EB 1992 getur orðið örlagaár japanskra fyrirtœkja Japanir bera mikinn kvíðboga fyrir árinu 1992- þegar hin 12 iönd Evrópubandalagsins verða að einum innri mark- aði. Japanir óttast einkum verndarstefnu EB-landanna og að erfiðara verði fyrir japönsk fyrirtæki og japansk- ar vörur að ryðja sér rúms í Evrópu. EB-umræðan hefur orðið æ háværari í Japan á undan- förnum misserum. Fyrir nokkrum árum var varla sála í Japan sem velti fyrir sér Evrópubandalaginu eða áhrif samstarfs EB-landanna á við- skiptalíf alheimsins. En nú er öldin önnyr.-Jáþanskir við- skiptajöfrar tala vart um ann- að en 1992 og þau áhrif sem EB getur haft á japanska við- skiptahagsmuni í Evrópu. SKIPTIREGLAN YLLI HSLA I JAPAN Eitt af áhyggjuefnum Jap- ana er skiptireglan svokall- aða. Það er að segja, að fyrir- tæki frá EB-löndunum eigi að hafa sömu möguleika í Japan og japönsk fyrirtæki í Evrópu. Peningaheimur Jap- ans, sem er mjög stranglega stýrður, myndi ruglast til muna ef evrópsk fyrirtæki ryddust inn ájapanskan markað. Japanir gera sér þó grein fyrir því að krafa EB- landanna um skiptireglu brýt- ur ekki l bága við alþjóðlegar viðskiptareglur eða sam- þykktir. Þar af leiðandi verður erfitt fyrir Japani að hafna þessari kröfu nema að missa mikla markaði í Evrópu á móti. En krafa EB- landanna um jafnan kvóta fyrirtækja er ekki aðeins beint gegn Japan heldureinnig Bandarlkjun- um. Og það er vissulega hætta á, að Bandaríkin og Japan fari í viðskiptastríð við Evrópu vegna þessa kvóta sem þýddi minni heimsvið- skipti. Japanir hafa lýst því yfir, að slíkt strlð myndi færa viðskiptaheiminn aftur á sið- ustu öld. ER EB NAFLASKODUNAR- BLOKK? En Japanir halda því einnig fram, að EB verði naflaskoð- unarblokk sem muni aðeins versla innbyrðis. 60 prósent af utanríkisverslun EB-landanna er til annarra EB-ríkja og nýlegar spár í Japan segja, að talan eigi eftir að hækka upp i 70 pró- sent. ^ Rikisstjórn Japans er enn- fremur tekin að urra á EB- löndin. í nóvembermánuði beindi ríkisstjórn Japans ádeilu sinni á EB-tolla til GATT, meö þeim rökum að verndartollar EB-landanna á japanskar vörur brytu í bága við alþjóðlegar fríverslunar- samþykktir. Sem dæmi má nefna, að EB-löndin ieggja toll á japanskar Ijósritunar- vélar sem fluttar eru til EB- landanna, nema að þær sam- anstandi minnsta kosti 40% af evróþskum samsetningar- einingum. Japanir hafa einn- ig i huga að kæra innflutn- ingshömlur EB-ríkjanna til GATT, en EB-löndin hafa 131 kvóta á innflutning 107 vöru- tegunda frá Japan til EB- landanna. Þessar vöruteg- undir spanna allt frá bifreið- um til Ijósmyndalinsa. Sem dæmi banna Frakkar innflutning ájapönskum Nissan-bilum sem framleidd- ir eru í Englandi, þar eð ein- ingarnar i bílunum eru aðeins 70% breskar. Talan þarf að vera 80% til að Frakkar viður- kenni bílinn sem breskan. HVERFA JAPÖNSK FYRIRTÆKI ÚR EVRÓPU? Japanir hafa lýst því yfir, að slíkar verndarsamþykktir EB-landanna muni fæla japönsk fyrirtæki frá því að fjárfesta í evrópskum fyrir- tækjum eða byggja japanskar verksmiðjur og framleiðslu- fyrirtæki i Evrópu. Og slík fælingarstefna geti reynst Evrópu dýrkeypt. Evrópu- menn benda hins vegar á, að Japanir hafi ekki efni á að snúa baki við sameinuðum Evrópumarkaði með 300 milljónir neytenda. Það sé of stór biti fyrir Japani að kyngja. í dag eru um 300 japönsk dótturfyrirtæki starf- rækt í EB-löndunum og er það aukning um 100 fyrirtæki frá árinu 1984. Að mati hags- munaaðila í EB-löndunum, hafa Japanir fullan áhuga á að halda áfram að fjárfesta í Evrópu og i raun séu fjárfest- ingar þeirra orðnar það mikl- ar að ekki verði aftur snúið: Sem dæmi má nefna, að um 20 % af erlendri framleiðslu Sony-samsteypunnar er í EB- löndunum. Sömu sögu er að segja um önnur japönsk stór- fyrirtæki. Og Japanir hafa áhuga á að kaupa evrópsk fyrirtæki og innlima þau inn í risasamsteypur sínar. PÓLITÍSKUR ÞRÝSTINGUR Hinn mikli áhugi Japana og áhyggjur þeirra vegna 1992 þegar innri markaður EB-landanna verður að mögu- leika, sýna vel hinn mikla styrk Evrópubandalagsins. Viðskiptasvæði heimsins verða þá eins og margir hafa spáð, skipt í þrjú sterk svæöi: Bandaríkin, Japan og Evrópu. En efalítið munu menn nýta sér áhyggjur Japana pólitísk og setja á þá ýmislegan þrýsting til að styrkja EB-löndin í sam- keppninni gegn USA og Japan. Hingað til hafajap- önsk fyrirtæki fyrst og fremst reynt að mæta banda- rískum kröfum en tekið aðra heimsmarkaði sem sjátf- gefna. Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokk- inn og Japanir greinilega farnir að bera virðingu fyrir EB-löndunum. Það er spurning hvort ís- lensk fyrirtæki hafi hugleitt þennan flöt á umræðunni um hugsanlega EB-aðild íslands.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.