Alþýðublaðið - 24.12.1988, Side 10

Alþýðublaðið - 24.12.1988, Side 10
10 Laugardagur 24. desember 1988 Treystiröu annarri íilmu fyrir dýrmœtu minningunum þinum? OLIS sendir öllum blóðgjöfum og velunnurum sínum bestu jóla- og nýjársóskir með þakklœti fyrir hjálpina á undanförnum árum. BLÓÐBANKI Kodak Filma vólympluleikanna ", 1988 ÁRSHATIÐ, fundur og þrettándagleöi Föstudaginn 6. janúar næstkomandi klukkan 20.00 stendur Félag frjálslyndra jafnaðarmanna fyrir fundi, árshátíð og þrettándagleði í Naustinu (Símon- arsal). Aðalræðumaður kvöldsins er utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibals- son. Veislustjóri er Stefán Friðfinnsson. Verður margt til gamans gert, skemmtiatriði og glatt á hjalla. Á matseðli kvöldsins veröur forréttur, aðalréttur og kaffi á eftir. Verði veitinga er mjög í hóf stillt, eða kr. 1.700 á mann. Skorað er á menn að taka maka og vini með sér. Láttu ekki tækifærið til að halda ærlega upp á þrett- ándann í góðum félagsskap fram hjá þér fara. — Skráðu þig sem fyrst, fyrir 3. janúar, hjá Karli Th. Birgissyni formanni F.F.J. í sima 15409, eða hjá Dóru á skrifstofu Alþýðuflokksins í síma 29244. Stjórnin Allir velkomnir. ATVINNA í BOÐI Oskum eftir að ráða 2 vél- stjóra á loðnuveiðiskip sem gert er út frá Aust- fjörðum. Upplýsingar gefur Emil í síma 97-61120. Oskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári. Fönn Skeifunni 11 UMRÆÐA eftir Örn D. Jónsson Platenhoes. Bombay. I INDVERSK TÓNLISTARBÖND Indverskar kvikmyndir eru sérstakar fyrir okkur á vestur- löndum. Þá á ég ekki viö „góðar“ myndir eins og lista- verk Satyajit Ray eöa annarra meistara indverskrar kvik- myndageröar heldur ævin- týramyndirnar þeirra. Indverj- ar eru afkastamestu kvik- myndaframleiðendur heims og eru afuröirnar aö uppi- stööu til hádramatiskar ástar- myndir sem fyrir óvana likjast sögum Þúsund og einnar nætur. Indversku myndirnar eru fjöldaframleiddar í orösins fyllstu merkingu. Leiktjöld eru margnotuö og tíökast jafnvel aö nota velheppnaðar upptökur, s.s. fjöldasenur og góðar útitökur í fleiri en eina mynd. Algengt er aö sýning- artíminn sé á fimmtu klukku- stund og þá fariö yfir lífs- hlaup heilu ættanna. Þessar myndir eru sjaldnast sýndar á Vesturlöndum nema fyrir fólk af indverskum uppruna því ekki er talið aö almennir kvikmyndahúsagestir hafi þolinmæði til aö sitja sýning- una út. Aftur á móti eru myndirnar vinsælar f öðrum heimsálfum eins og t.d. lönd- um Suður Ameríku þar sem ólæsi er mikið og tíminn er ekki metinn jafn grimmúö- lega til peninga og hjá okkur. Tónlistarmyndbönd hafa náð vinsældum á Indlandi rétt eins og á Vesturlöndum og fyrir nokkru síðan komst ég yfir nokkur þarlend mynd- bönd og haföi gaman af. Þaö er gefandi að kynnast ein- hverju nýstárlegu, þvi sem er ööru vísi eöa óvenjulegt. Tón- listarmyndböndin hafa það fram yfir kvikmyndirnar að þau eru niðursoðin innsýn í annan menningarheim. Nokk- uö sem auðveldar okkur meö- tökuna, er ööru vísi en ekki yfirþyrmandi. Reyndar hljóta indverskir menningarfrömuö- ir að lita myndböndin horn- auga því þau eru líklega meiravestræn en indversk í þeirra augum. Myndböndin voru fremur lík aö uppbyggingu. Kona og maður sungust á og meö hraðri klippingu var byggö upp dramatísk spenna á milli þeirra. Mikiö var um útitökur og þau svifu í faðm hvors annars eöa skildu. Myndmál- iö var sterkt en tónlistin minnti á sítarslagara blóma- tímans, margbrotið tónaflóö með líflegum áslætti undir. Þaö var eitthvað sérkenni- legt við uppbygginguna sem erfitt var aö koma auga á í fyrstu, en þegar gátan var leyst var sérstaðan augljós. Þaö er bannað aö kyssast í indverskum kvikmyndum og þá Ifka í myndböndum. For- boðnir ávextir eru eftirsóknar- verðir. Myndböndin voru textalaus og því var myndmálið eitt um aö miðla boðskapnum. Sjálf- sagt hafa finni drættir ástar- sagnanna týnst en sjaldnast fór á milli mála hvert umfjöll- unarefniö var. Vissulega er rangt að dæma umfangs- mikla myndbandagerð Ind- verja út frá fjórum eöa fimm eintökum, en umfjöllunarefni þeirra allra var, meö mátu- legri alhæfingu, kossar. Eöa réttara sagt tilhlaup til kossa. Stuttu eftir að ég haföi séö myndböndin spurði ég kunn- ingja minn sem þekkti vel til Indlands nútímans aö þvf hvort það væri satt að bann- aö væri að kyssa f indversk- um kvikmyndum. Hann sagöi aö kossinn gegndi ámóta hlutverk* og rúmsenur gerðu til skamms tíma í siðaðri vestrænum myndum, nokkuð sem ýjað væri aö en aldrei sýnt. Að hans sögn sýndu þeir ótrúlega hugkvæmni f aö prjóna í kringum þennan vendipunkt mannlegra sam- skipta; þegar parið féllst í faðma og munnar allt að því mættust hentist fílahjörö framhjá; sjarmörinn sveif nið- ur af þyrlu til elskunnar sinn- ar sem sat f aftursæti bíls, en þegar óskastundin nálgaðist neyddist þyrluflugmaðurinn að lyfta þyrlunni snögglega o.s.frv. o.s.frv. Vestrænar myndir er sjálf- sagt alveg jafn skondnar í augum Indverja og þá á ég ekki aðeins við allar þær Hollywood-myndir sem gerð- ar hafa verið þar sem blóma- rósin er að klæða sig f eða úr nælonsokkum, eða eilífar sturtuferðir fegurðardísanna. Merkilegastar hljóta glæpa- myndirnar að vera. Sú grein kvikmynda byggir á því að leikarar sýni sem minnst svipbrigði og mestu spennu- atriðin eru þegar hetjan hverfur inn í skúmaskot eða hleypur á eftir skúrknum upp stiga í stórhýsi. Frjálslyndið er reyndar bú- ið að ganga hart að kvik- myndalistinni, nú er leyfilegt að sýna allt, hvort sem það eru sundurskotnar andhetjur eða fólk í fjölgunarglímu. Þegar allt kom til alls var það baráttan við syndina sem gerði Indversku myndböndin skemmtileg og það sem gerði þau afkáraleg var hve syndin er meinlaus í okkar augum. Kossinn, jafnvel þó ástriðufullur sé er siðgæðis- megin i okkar menningu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.