Alþýðublaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 13. maí 1989 KINNOCK: Tveggja ára starf viö endurbætur á stefnuskrá Verkamannaflokksins er fariö aö bera ávöxt. Flokk- urinn er oröinn stærri en íhaldsflokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum og veldi járnfrúarinnar Thatchers ógnaö i fyrsta skipti undanfarin tíu ár. „MORGUNDAGURINN ER OKKAR!" „Vindarnir hafa breytt um stefnu, morgundagurinn er okkar.“ Þetta sagði formaður breska Verkamannaflokks- ins, Neil Kinnock, i fyrri viku er skoðanakannanir um fylgi bresku flokkanna lágu fyrir. Og foringi breskra jafnaðar- manna hafði ástæðu til að vera bjartsýnn: Verkamanna- flokkurinn hlaut 41,5% fylgi, íhaldsflokkurinn 37,5% og demókratar/SDP 18%. Þetta er mesti sigur Verkamannaflokksins i skoðana- könnunum frá síðustu kosningum og myndi gera hann að stærsta flokki á breska þinginu og aðeins sex þingmönn- um frá hreinum meirihluta i neðri deild þingsins. Breytingar á stefnuskrá Skoðanakönnunin, sem gerð var á vegum breska stórblaðsins The Sunday Times, er sú um- fangsmesta frá þingkosningum 1987 og náði til einnar milljónar kjósenda. Könnunin sýnir að Verka- mannaflokkurinn yrði stærsti flokkurinn í neðri deild þingsins og væri aðeins örfáum sætum frá hreinum meirihluta. Mörg lykil- kjördæmi, sem nú eru i höndum íhaldsflokksins, féllu í hendur Verkamannaflokksins samkvæmt skoðanakönnuninni. Helstu ástæður þess að jafn- byrlega blæs fyrir verkamanna- flokkinn eru þær að Verka- mannaflokkurinn hefur boðað víðtækar breytingar á stefnuskrá sinni, ekki síst hefur ný varnar- málastefna mælst vel fyrir meðal almennings. Hætt við einhliða útrýmingu kjarnavopna Stefna Verkamannaflokksins í varnarmálum, sem fylgt hefur verið undanfarin átta ár, byggist ekki síst á því, að Bretland eigi að hefja einhliða eyðileggingu kjarnavopna. En nú er slegið á aðra strengi. Kinnock boðar, að ríkisstjórn Verkamannaflokksins í nánustu framtíð muni „búa Bretiand vel vopnum". í stað þess að berjast fyrir eyðileggingu kjarnavopna, eins og að losa sig við kjarnakaf- báta Breta af gerðinni Polaris og Trident, segir leiðtogi Verka- mannaflokksins, að stefna beri kjarnavopnum Bretlands inn í meginviðræður stórveldanna um alhliða fækkun kjarnavopna. Til að friða heitustu friðarsinna flokksins og koma í veg fyrir inn- anflokksátök bætir flokksforyst- an við, að öll kjarnavopn á Bret- landi „skuli þó vera eyðilögð fyrir næstu aldamót". Verkamannaflokkurinn hyggst ennfremur mýkja stefnuna gagn- vart bandarískum herstöðvum á Bretlandi sem geyma kjarnavopn. í stað þess að krefjast tafarlausrar fjarlægingar á stöðvunum er nú talað um að „stefna að minnkun bandarískra kjarnorkuherstöðva og hugsanlega eyðingu þeirra“. Lyki latriðin Lykilatriðin í stefnubreytingu Verkamannaflokksins eru eftir- farandi: • Ríkisstjórn Verkamannaflokks- ins mun halda hinum þremur Tri- dent-kjarnakafbátum sem til staðar verða við næstu þingkosn- ingar, en hætta við byggingu hins fjórða eins og nú er fyrirhugað. • Sneitt er hjá fyrri fullyrðingu um að forsætisráðherra frá Verka- mannaflokknum muni aldrei ýta á kjarnorkuhnappinn. Hins vegar mun ríkisstjórn undir forystu Verkamannaflokksins „ekki hefja kjarnorkustyrjöld“ og reyna að sannfæra önnur lönd um hið .sama. • Hugtakið „einhliða eyðilegging breskra kjarnorkuvopna" er horf- ið úr stefnuskránni. I stað þess er talað um að Bretland „muni taka sjálfstæð skref til að fækka kjarnaoddum í kafbátum slnum og hætta öllum tilraunaspreng- ingum kjarnorkuvopna". Nýja stefnuskráin undirstrikar enn- f remur að Bretland muni verða vel varið í framtíðinni og að landið muni gegna skyldum sínum og skuldbindingum gagnvart NATO. Hins vegar segir að „vonandi leys- ast Atlantshafs- og Varsjárbanda- lögin upp samtímis“. Verkalýðsfélögin mikilvæg Það er hins vegar búist við að hin nýja stefna Kinnocks í varnar- og öryggismálum muni mæta harðri andstöðu innan Verka- mannaflokksins sér í lagi í röðum vinstra vængsins, sem berst fyrir einhliða afvopnun Bretlands. Þeir hópar eru þegar teknir að skipu- leggja sig gegn nýrri stefnuskrá formannsins, en hafa hingað til verið hliðhollir Kinnock. Búist er við að verkalýðsfélögin muni hafa afgerandi áhrif á fram- gang nýju stefnuskrárinnar og hvort hún verður samþykkt á næsta flokksþingi Verkamanna- flokksins. Sumir verkalýðsfor- ingjarnir hafa þegar snúið baki við stefnunni í varnarmálum. Stefna með___________________ svipmót lýðræðis Hinn mikli sigur Kinnocks í skoðanakönnuninni í fyrri viku er aftur á móti stórsigur fyrir nýrri stefnuskrá Verkamannaflokksins. Endurskoðunin á flokksstefn- unni hófst í októbermánuði 1987. Herkænska Kinnocks gekk út á að hafa sig lítið í frammi við mót- un nýrrar stefnuskrár. Þetta gerði Kinnock af tveimur ástæðum: Hann kærði sig ekki um að flokksfólk tortryggði hann fyrir að stjórna flokknum frá tindun- um, heldur vildi hann gefa stefnu- mótuninni svipmót lýðræðis. Síð- ari ástæðan var enn þýðingar- meiri: Kinnock vildi að kjósendur Verkamannaflokksins skildu, að ný stefna ætti sér rætur í öllum flokknum og að flokkurinn í heild væri tilbúinn í breytingar, en þetta væru ekki taugaveiklunar- brögð formannsins og forystunn- ar til að ná völdum í breskum stjórnmálum. En þó Kinnock hafi gefið vinnuhópum og nefndum flokks- ins fullt frelsi til mótunar nýrrar stefnuskrár hélt hann þó auga með vinnunni með aðstoð flokks- starfsmanna, sem sátu í flestöll- um hópunum. Þegar niðurstöður vinnuhóp- anna fóru að berast fyrir tveimur mánuðum lét Kinnock til skarar skríða og mótaði lokavinnuna. Þetta gerði hann með mislöngum viðræðum við formenn vinnu- hópanna; sérstaklega þeirra sem lagt höfðu fram tillögur sem ekki hugnuðust formanninum. Saumað að einkageiranum Aðrar helstu breytingar á stefnuskránni, auk þeirra sem fjalla um varnar- og öryggismál og getið er hér að ofan, eru þessar: • Skattamál: Verkamannaflokk- urinn hverfur frá hásköttunar- stefnu sinni og vill nú „réttlátt skattkerfi sem byggist á greiðslu- getu hvers og eins“. Tekjuskattur verði á bilinu 20—50% og veruleg lækkun yrði á jaðarskatti. ÖIl fjármyndun verði skattlögð á sama grundvelli og tekjuskattur. Hækkun á erfðaskatti og skattar lagðir á stórar gjafir. • Tryggingamál: Horfið verði frá núverandi kerfi almennatrygg- inga en í stað þess komi „félags- legar tryggingar" sem byggjast á auknum tryggingum til verr staddra og taki jafnframt mið af tekjum. Tryggingagjöld falla nið- ur þar sem tekjur eru mjög lágar eða engar. • Ríkisfyrirtæki: Horfið verði al- * FRETTASKÝRING INGOLFUR MARGEIRSSON Neil Kinnock, formaður breska Verkamannaflokksins: Nýjustu skoðanakannanir sýna gífurlega fylgisaukningu Verkamannaflokksins og gera hann að stœrsta flokki Bretlands. Fyrir- hugaðar breytingar á stefnuskrá flokksins hafa mcelst vel fyrir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.