Alþýðublaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. maí 1989 7 Erfiðleikar Sambandsins: 1200 mill|'óna króna tap. Skipulagsbreytingum slegið ó frest. Lappað upp á innan ramma núverandi fyrirkomu- lags. Einblint ó að Landsbank- inn yfirtaki Samvinnubank- ann. Mólið til skoðunar í Landsbankanum, en stutt ó veg komið. Hugmynd reifuð um sölu eignarhuta í íslensk- um aðalverktökum. Næsta lota verður um mannaskipti í stjórn. Kreppa Sambandsins heldur áfram. Tap SÍS var ríflega millj- arður á seinasta ári, samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins. Af einstökum deildum var tapið langmest hjá verslunardeild og iðnaðardeild, en stærsti hlutinn er skrifaður á fjárhagsdeildina, að- alsjóð, þar sem lán fara í gegn sem ekki eru merkt ákveðnum deild- um. SÍS gerir tilraun til að losna við Samvinnubankann. Lands- bankinn, aðallánadrottinn, kann- ar hvort hagur sé af yfirtöku Sam- vinnubankans. Sú athugun er skammt á veg komin. A sama tíma og SÍS vill selja eignir er þrýst á að lagt verði fram 90 millj- óna viðbótarhlutafé í Álafoss. Framkvæmdastjórn SÍS er and- víg hugmyndinni og telur Sam- bandið ekki hafa efni á hlutafjár- aukningunni. Framkvænidasjóð- ur, sem á helming í Álafoss á móti SÍS, afneitar þessu og vill að hlutafjáraukning skiptist jafnt milli eigenda. Boðað hefur verið til skyndifundar um Álafossmálið i stjórn Sambandsins á þriðjudag. HUGMYNDAFRÆÐILEG KREPPA Engar líkur eru á að takist að snúa við rekstrinum á þessu ári, því meinsemdir liggja of djúpt, í innviðunum sjálfum. Menn segj- ast ætla að snúa bökum saman, í anda samvinnuhugsjónarinnar, en virðast ekki reiðbúnir að gera nauðsynlegan skurk. Sérslök skipulagsnefnd sem stofnuð var á seinasta aðalfundi fékk frí frá störfum eftir áramót, þegar Ijóst var að ekki var meirihluti i stjórn Sambandsins fyrir hugmyndum sem Valur Arnþórsson, þáverandi stjórnarformaður og formaður skipulagsnefndar, talaði fyrir varðandi nýtt fyrirkomulag. Á næstunni virðast litlar líkur á að samkomulag takist um einhverja aðra lausn. Menn virðast ætla sér að halda friðinn eftir mikla og langa orrahríð og reyna að lappa upp á innan núverandi ramma. Samvinnuhreyfingin á við að stríða hugmyndafræðilega kreppu. Rekstursumhverfi er allt annað en fyrir nokkrum árum síðan. Hún hefur verið að missa ýmsa hluti sem henni voru áður hagstæðir. Samvinnumenn segja að löggjafinn hafi ekki hlúð nægilega að þessu formi og gert nauðsynlegar breytingar í takt við tímann. Einn viðmælenda blaðs- ins benti t.d. á þann leik sem ýmis hlutafélög geta stundað: Aðili sem fer í 400 milljóna króna gjald- þrot, sem innifelur svo og svo mikinn söluskatt, getur byrjað aftur með hreint borð. Slikt gætu samvinnufélögin ekki leyft sér. AFVOPNAÐ TIL FREKARI FJÁRMÖGNUNAR Áður fyrr kom nýtt fé inn i gegnum stofnsjóði og innláns- deildir. Það gerist ekki í dag. Á sama tima eru hlutafélögin að endurskipuleggja sig og fara út i hlutafjáraukningu. í raun eru samvinnufélögin afvopnuð til frekari fjármögnunar og innan hreyfingarinnar er engin sam- staða um úrbætur á þessu lykilat- riði. Það er mjög stutt siðan að allt virtist leika í lyndi hjá SÍS. Þetta er skip með mörghundruð manna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.