Alþýðublaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 28. nóv. 1989 3 Flokksstjórnarfundur Alþýöuflokksins: Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og formað- ur Alþýðuflokksins, gerði á flokksstjórnarfundi Alþýðu- flokksins á laugardaginn grein fyrir könnunarviðræðum EFTA-ríkjanna við Evrópubandalagið. Þá skýrði hann einnig frá stöðu mála um upptöku virðisaukaskatts og þeim hrær- ingum sem nú eiga sér stað innan stjórnarflokkanna. Á fundinum var einnig rætt um starfsemi flokksins og hafði Guðmundur Einarsson, formaður framkvæmdar- stjórnar, framsögu um þau mál. Umræður á fundinum voru líflegar en auk flokksstjórnarmanna tóku sveitarstjórnar- menn Alþýðuflokksins þátt þykkti eftirfarandi ályktun: ,,I allri Evrópu veröa nú miklar breytingar sem munu hafa af- drifarík áhrif á stjórnmálalega og efnhagslega framvindu í álfunni í framtíðinni. Þessar breytingar varöa Islendinga miklu. Flokksstjórn Alþýðuflokksins fagnar þeirri frelsis- og lýðræðis- þróun sem nú er iiafin í Austur- Evrópu. Náin samvinna og sam- skipti allra Evrópuþjóða gefa betri vonir um framfarir og frið en um langt árabil. Lyfta þarf Grettistaki til að rjúfa þá stöðnun sem ríkt hef- ur í Austur-Evrópu um langt skeið. Flokksstjórn hvetur til þess að ís- lendingar leggi sitt af mörkum til að styðja þróunina í lýðræðis- og frelsisátt í Austur-Evrópu. Islendingar eiga að taka þátt í sameiningarþróuninni í Evrópu. Þeir eiga verulegra hagsmuna að gæta í myndun sameiginlegs í fundinum. Fundurinn sam- markaðssvæðis EFTA- og Evrópu- bandalagsríkjanna þar sem lang- stærstur hluti utanríkisviðskipta þjóðarinnar er við ríki á þessu svæði. Flokksstjórnin lýsir ánægju sinni með það hvernig Jón Bald- vin Hannibalsson, utanríkisráð- herra, hefur haldið á íslenskum hagsmunum og veitt EFTA-ríkjun- um forystu í könnunarviðræðum við Evrópubandalagið á þessu ári. Flokksstjórnin telur að íslend- ingar eigi fyrir sitt leyti að stuðla að því að á næsta ári hefjist samn- ingaviðræður EFTA og Evrópu- bandalagsins um sameiginleg málefni. í þessum viöræðum eiga Islendingar að halda fast fram kröfunni um fríverslun með fisk á hinu sameiginlega markaðssvæði á grundvelli Oslóar-yfirlýsingar leiðtoga EFTA-ríkjan'na frá því í mars sl. Auk þess verði haldið FRÉTTIN BAK VIÐ FRÉTTINA i Evrópusamvinnu áfram tvíhliða viðræðum við Evr- ópubandalagið og einstök ríki þess til að tryggja útflutningshags- muni Islendinga. Þá er mikilvægt að íslendingar taki fullan þátt í samstarfsáætlun Norðurlanda til að treysta stöðu Norðurlandanna í þróuninni í Evrópu. Flokksstjórnin telur mikilvægt að ríkisstjórnin hafi samráð við Al- þingi og hagsmunasamtök launa- fólks og atvinnurekenda til að stuðla að sem mestri einingu um meðferð málsins. Flokksstjórn Alþýðuflokksins hafnar því afdráttarlaust að láta veiðiheimildir í skiptum fyrir að- gang að mörkuðum fyrir sjávaraf- urðir enda eiga íslendingar lífsaf- komu sína undir því að sitja einir að takmörkuðum fiskstofnum við landið. Þá minnir flokksstjórnin á að það er skylda íslendinga gagn- vart þjóðum heims meðal annars samkvæmt Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna að varðveita og nýta skynsamlega auðlindir ís- landssmiða." Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins flytur ræðu sína á flokksstjórnarfundinum. Ljósm.: G.T.K. REYKÁS Í STIÓRNINA Nú er allt aö verða vitlaust útaf viröisaukaskattinum og kannski ekki seinna vænna ef ástæöa er til látanna. Ég skil bara ekki hvers vegna menn eru að f jarg viðrast útí skatt sem á að auka tekjur ríkis- sjóðs og kaupmátt almennings ef marka má fjármálaráðherra. Svo er framkvæmdin svo einföldl Jón borgar Páli og Eiríkur rukkar Karl og svo borgar Pétur Bjarna sem sækir loks endurgreiðslu til ríkis- ins. ,,A allra nœstu dögum verða teknar upp við- rœður við Stein- grím um að Ragn- ar Reykás fái þarna stól og að bílstjórinn at- vinnulausi aki Ragnari til og frá kokkteilboðumF í þessu máli er það Ólafur Reyk- ás Ragnarsson og hans menn sem ég treysti á eins og fyrri daginn, enda hafa þeir aldrei brugðist trausti mínu. Ef það á að halda þessum látum áfram sé ég ekki framá annað en það verði að fjölga í ríkisstjórninni og fá Ragnar Reykás sem ráðherra til að leggja áherslu á alvöru málsins. Skammstafanir sameinast Allt í einu hafa ótal skammstaf- anir sameinast gegn þessum fram- faraskatti pg nægir þar að nefna BSBR, ASÍ og VSÍ fyrir nú utan bændur og neytendur sem enn eru án skammstafana að mestu. Þetta fólk sem þarna er að baki virðist alls ekki vilja kjarabætur á við virðisaukaskatt. Liðið situr bara við tölvurnar sínar og reikn- ar og reiknar út eitthvað neikvætt. Reykásarnir i fjármálaráðuneyt- inu hafa hins vegar miklu betri tölvur og reikna hina í drep á allra næstu dögum. Enda er það auð- skilið mál að það er út í hött að mótmæla verðlagshækkunum þegar þær hafa aukinn kaupmátt í för með sér. Heilbrigð skynsemi .. ■ "" .... Eg verð að segja það eins og er, að þeir sem nú hamast gegn virð- isaukask^itti og framkvæmd hans hafa engin haldbær rök nema kannski heilbrigða skynsemi. Og skítt með alla skynsemi því tölvu- gáfur eru gull. Hitt er svo annað mál og óskylt þessu, að skattar eru alltaf til bölv- unar eins og allir vita. Þess vegna fer þeim sífjölgandi semíráða því sjálfir hvað þeir borga í skatta hafi þeir aðstöðu til. Hinir stritast við að borga og borga, enda eiga þeir ekkert betra skilið, aumingjarnir þeir arna. En skattkerfið hefur ekkert með heilbrigða skynsemi að gera frekar en svo mörg önnur kerfi að öðru leyti en því að það verður að skaffa fólki vinnu við eitthvað. Þá er ekki verra að koma upp skatta- og sjóðakerfum en ein- hverju öðru. Þarna vinnur fjöldi fólks við að reikna út og suður, rukka einn og borga öðrum og allt er þetta af hinu góða. Óskiljanlegt upphlaup Auðvitað þurfa menn alltaf að vera að mótmæla hinu og þessu til að viðhalda lýðræðinu. En það kann ekki góðri lukku að stýra þegar vinnuveitendur og verka- lýðsrekendur standa sameigin- lega að mótmælum. Hvað þá þeg- ar bændur og neytendur leggjast á eitt. Ef aðilar sem hingað til hafa haft atvinnu af því að vera á móti hvor öðrum sameinast þá er fátt eftir. Svo ekki sé nú talað um þeg- ar opinberir starfsmenn eru farnir að rífa kjaft eftir að Ögmundur var kosinn formaður. Og eitthvað voru kratar að röfla um daginn út af virðisaukaskattinum, en það tekur nú enginn mark á þeim eftir að upp komst að Jón Baldvin hef- ur ekki týnt neinu brennivíni. Þegar á allt er litið mætti ætla að öll þessi samtök og skammstafanir væru á móti ríkisstjórninni í þessu skattamáli. Það fer að verða erfitt að stjórna þessu landi svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Fólkið virðist ekki kunna gott að meta. En þetta er tíðarandinn. Mótmæla og mót- mæla. Meira að segja Lúðvík er kominn á fjalirnar á ný og mót- mælir Ólafi Reykás vegna þess eins að Alþýðubandalagið hafi ekki lengur nein trúarbrögð. Allir móti öllum Aður en ég fór að vitkast sem drengur tók ég stundum þátt í fót- bolta með jafnöldrum. Ef ekki var skipt liði var ákveðið að allir væru á móti öllum. Eitthvað viðlíka virðist vera uppá teningnum um þessar mundir. Þeir hjá Trygginga- stofnun eru á móti því að brottrek- ið fólk frá sjúkrasamlögum fari að vinna við hliðina á tryggingafóiki. Astæðan er sú að sjúkrafólkið er á hærri launum en tryggingafólkið. Sjúkrafólkið er hins vegar bálreitt yfir því að loka á sjúkrasamlögum og það þurfi að fara að vinna við hliðina á tryggingafólki sem hefur minni tekjur en bótaþegar. Svona grasserar öfundin og ólundin alls staðar og við af Reykásættinni vit- um varla okkar rjúkandi ráð. En meðan Ólafur frændi er í ríkis- stjórninni er þó alltaf von því hann er mikill mannasættir. Stendur þó alltaf fast á sínum grundvallar- skoðunum eins og við Reykásar gerum alltaf. Sjaldan er ein báran stök, eins og þar stendur. Hef ég þegar drep- ið á dæmi þvt til sönnunar. En síð- asta áfallið er að Stebbi Valgeirs hefur heimtað opinbera rannsókn á sjálfum sér. Raunar beindi hann þessari kröfu til ríkissaksóknara sem er ekki enn búinn að átta sig á málinu og lái honum hver sem vill. Mér skilst á fréttum að allir ís- lenskir fjölmiðlar hafi lagst á eitt við að ófrægja Stefán og hans óeigingjörnu störf i þágu lands og þjóðar. Þegar Jónas frá Hriflu fékk hina frægu heimsókn á sínum tíma kom það víst í dönsku blöð- unum líka, en kannski að Stefán verði aldrei jafn frægur og Jónas í dönsku blöðunum. Nú er nóg komið Við komum saman, nokkrir af Reykásættinni og urðum sammála um að nú væri nóg komið af rugl- inu. Þessi mótmæli gegn skatti sem bætir hag fólks eru óþolandi. Og bara mótmæli yfirleitt. Að vísu þarf fólk auðvitað að hafa leyfi til að mótmæla. Það viðurkennum við og mótmæli geta meira að segja verið nauðsynleg. En svona getur þetta ekki gengið lengur. Ragnar Reykás sjálfur er tiibúinn að fara inn í stjórnina og styðja við bakið á frænda sínum Ólafi. Nú á að stofna ráðuneyti um- hverfismála. Er þá ekki jafn nauð- synlegt að stofna ráðuneyti mót- mælamála? Ég fæ ekki betur séð því það er siaukin nauðsyn þess að mótmæla mótmælum og alls kon- ar ofsóknum á alla kanta. Á allra næstu dögum verða teknar upp viðræður við Steingrím um að Ragnar fái þarna stól og hann Ragnar er tilbúinn að láta bílstjór- ann atvinnulausa aka Lödunni sinni til og frá kokkteilboðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.