Alþýðublaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 28. nóv. 1989 Menn leggi spilin . . . fremst að segja þetta: Gætið nú að ykkur. Þið ætluðuð að fara fram með frumvarp með einu þrepi af því það fullnægði skilyrðunum um að afla nægilegra tekna í ríkis- sjóð til að eiga nóg fyrir niður- greiðslum, þið vissuð að það væri óvinsælt að fara upp í 26%, þið vilduð koma þeim óvinsældum yf- ir á aðra, þið vilduð hafa blóra- böggul. Þið genguð svo langt í því að þið voruð búnir að telja ykkar eigin flokksmönnum trú um aö ykkar dæmi gengju upp þótt þið hafið aldrei sýnt þau, þannig að þið félluð á eigin bragði að því leyti að málið var tapað á þingi. Þetta er lexia um vinnubrögð. I annan stað erum við að segja: Auðvitað er það ekki trúarbragða- atriði hvort virðisaukaskattur sé í einu þrepi eða tveimur. Það er reikningsdæmi. Það er spurning um hagkvæmni. Við höfum á und- anförnum árum verið í baráttu gegn skattundandrætti í sölu- skatti, sem hefur verið ofboðsleg- ur og hrært siðgæðisvitund flestra heiðarlegra manna. Við höfðum kjark til þess að taka upp þá bar- áttu. I fyrsta lagi aö koma upp kerfi sem býður upp á sem fæstar und- anþágur. Jafnframt að því breiðari sem stofninn er þeim mun lægri getur prósentan verið í heild sinni. Þetta hefur verið skoðun Alþýðu- flokksins. Jafnframt vildum við afla tekna til að eiga fé afgangs fyrir útgreiðslu til barnafjöl- skyldna og tekjulágra fjölskyldna í formi barnabóta, barnabótaauka, vaxtabóta og húsnæðisbóta, af því það eru tekjujöfnunaraðgerðir sem þú getur gert á útgjaldahlið. Auðvitað er hægt að koma á tveggja þrepa kerfi. Það er hins vegar ekki hægt að samræma þetta tvennt, það mun kalla á tekjutap, sem þýðir minna fé til niðurgreiðslna, sem þýðir að þú nærð ekki þessum verðlækkunar- áhrifum sem þú vonaðist eftir — nema þú farir út í aukna skattlagn- ingu til að rétta af halla ríkissjóös. — Felsl i þessari samþykkt þmg- flukksiris ekki uanlrausl á vinnu- brögd fjármálarádherra? ,,Nei. Það er ekki hægt að flokka þetta á nokkurn hátt undir van- traust á annan aðila þegar viö segjum: Þú hefur haldið því fram að þetta sé æskilegra kerfi. Nú tök- um viö undir með þér og segjum: Sýndu okkur fram á það með óyggjandi rökum. Þó ég hafi nú verið að taka til gamalkunnug dæmi þá er ég ekki óskeikull og ef þessir menn kunna þau ráð sem við höfum ekki hingaðtil komið auga á, en geta gengið upp þannig að allt fari saman þá er okkur að sjálfsögðu ekkert að vanbúanði að samþykkja það, en það er ekki fyrst og fremst okkar, heldur þeirra að leggja spilin á borðið." — En geturn uid sagl að stjárri- arsamstarfið riði til falls? ,,Ég held ekki. Ég neita því ekk- ert að auðvitað veldur þetta stjórninni vandræðum vegna þess að þeir sem í reynd voru búnir að hlaupast frá samkomulaginu eru um leið búnir að hlaupast frá for- sendum fjárlaganna. Þetta þýðir að ef menn ætla að standa við for- sendurnar um að halli verði ekki meiri og ætla jafnframt að boða gat á tekjuöfluninni með tveggja þrepa skatti verða menn að koma með aðrar tekjuöflunarleiðir. Menn verða að vera heiðarlegir. Auðvitað veldur þetta erfiðleik- um. Hins vegar hefur samstarfið milli einstakra ráðherra og flokka í þessari ríkisstjórn verið það ær- legt, við erum vanir að ræða mál í botn og ná að lokum niðurstöðu um ólíklegustu mál og ég held að það sé ekkert í þessu máli sem úti- lokar að við getum einnig gert það nú. Af fenginni reynslu hef ég trú á því að það sé fullur vilji á meðal forystumanna stjórnarflokkanna að halda þessu stjórnarsamstarfi áfram og trú á því að menn standi þannig að þeirri vinnu að menn geti náð árangri. Nú eru umskipti, varnarbaráttunni er nefnilega lok- ið." — Hvad tekur uið ef breytingin á virðisaukalögunum nœst ekki fyr- ir áramót? „Það má heita kaldhæðnislegt, að að óbreyttu ganga lög um 22% virðisaukaskatt, sem sett voru undir minni verkstjórn, með til- styrk Sjálfstæöisflokksins, í gildi um áramótin. Það frumvarp var eftir atvikum ásættanlegt þótt of mörg göt væru boruð í það í meö- förum þingsins. Kn í ljósi þess hversu illa var stjórnað áður fyrr og ekki tekið á útgjaldaþenslu rík- issjóðs þarf ríkið meiri fjármuni. Ætli það verði nú ekki flutt frum- varp um frestun á gildistöku virð- isaukaskattsins og að söluskattur verði áfram við lýði, þar til ég veit ekki hvenær, en í ályktun okkar segir þangað til niðurstööur eru fengnar af nýjum athugunum, sem í reynd njóta meirihlutafylgis, ekki bara í orði heldur líka í verki." Jónína M. Guðjónsdóttir fyrrverandi formaður verkakvennafélagsins Framsóknar, lést aö Hrafnistu i Hafnarfirði 24. nóv. síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn 30. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd vina og ættingja Þórunn Valdimarsdóttir Kristín Bjarnadóttir RAÐAUGLÝSINGAR Lausar stöður Viö námsbraut í sjúkraþjálfun í læknadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar tímabundin lektors- staða í sjúkraþjálfunarfræðum. Gert er ráð fyrir að ráða í stöðuna til þriggja ára og til greina gæti komið að skipta stöðunni í tvær hálfar lektorsstöður. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 20. des- ember nk. Við í Verkmenntaskóla Austurlands, Neskaupstað: Islenskukennara vantar frá næstu áramótum Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverf- isgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 15. desember nk. Félagsfundur í Iðju, félagi verksmiðjufólks verður haldinn í Sókn- arsalnum, Skipholti 50a, fimmtudaginn 30. nóvem- ber 1989, kl. 5 síðdegis. Dagskrá: 1. Kjaramál 2. Félagsmál 3. Önnur mái í lok fundarins verður sýndur leikþátturinn: Karlar óskast í kór Höfundur og leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir Leikendur: Bessi Bjarnason, Ólafía Hrönn Jónsdótt- ir, Sigurður Skúlason. Leikþátturinn er saminn fyrir Menningar- og fræðslusamband alþýðu og Jafnréttisráð og fjallar um jafnréttismál og stöðu karlmannsins í því sam- bandi. Verkið er gamanleikur með alvarlegum und- irtón. Illii aiH FITJUM - 260 NJARÐVÍK PÓSTHÓLF 260 SÍMI 92-16200 Efnisútboð - röraefni Vatnsveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í rör og tengihluti í aðveituæðar vatns- veitunnar. Um er að ræða um 15.700 m af rörum úr ducktile járni, polyethylem plasti (PE-HD) eða öðrum viðurkenndum efnum. Þvermál röranna er frá Ö350 mm til Ö600 mm. Útboðsgögn eru afhent á Verkfræðistofu Suðurnesja hf., Hafnargötu 58, Keflavík og á Verkfræðistofu Njarðvíkur, Brekkustíg 39, Njarðvík gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á Verkfræðistofu Suður- nesja hf. föstudaginn 15. desember 1989 kl. 11.00. Vatnsveita Suðurnesja. Alþýðuflokkurinn hlustar Efnahags- og atvinnumá! Málstofa um efnahags- og atvinnumál, verður hald- in í Keflavík, fimmtudaginn 30. nóv. kl. 20.30 í Fé- lagsmiðstöð Alþýðuflokksins í Keflavík, að Hafnar- götu 31 (3. hæð). Hópstjóri: Birgir Árnason Við leitum svara: Á að byggja álver? Á að beita handafli á vexti? Á að afnema verðtryggingu? Á að leyfa innflutning á búvöru? Á að setja hátekjuþrep í staðgreiðslu? Á að selja veiðileyfi? Notið tækifærið og hafið bein áhrif á stefnu og starfshætti Alþýðuflokksins. Er ekki kominn tími til að tengja F.U.J. Reykjavík og Hafnarfirði Opinn fundur um stjórnmálaviðhorfið verður hald- inn í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði fimmtudaginn 30. nóv. nk. kl. 20.30. Frummælendur verða alþingismennirnir Árni Gunnarsson og Karvel Pálsson. „Á að selja veiðileyfi? Á að fresta Vsk?" Eigum við að semja við EB eða kannski bara OPEC? Já, á fimmtudaginn kl. 20.30. Stjórnirnar Kratakaffi miðvikudaginn 29. nóv. kl. 20.30 í félagsmiðstöð jafnaðarmanna, Hverfisgötu 8—10. Gestir fundarins verða: Bjarni P. Magnússon borgarfulltrúi Arnór Benónýsson og ræða þeir um komandi borgarstjórnarkosningar. Alþýðufiokksfélag Reykjavikur Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Heldur jóla- og afmælisfund í veitingahúsinu A. Hansen þriðjudaginn 5. desember nk. kl. 19.00. Matur, tískusýning, söngur, upplestur (jólasaga), happdrætti o.fl. Miðaverð kr. 850,- Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 1. desember hjá Elínborgu Magnúsdóttur í síma 50698 Ingibjörgu Daníelsdóttur í síma 50704 Dagbjörtu Sigurjónsdóttur í síma 50435 Iðjufélagar fjölmennið Alþýðuflokkurinn Skemmtinefndin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.