Alþýðublaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 13. des. 1989 UMRÆÐA Sá sem ekkert getur kennir! Er íslenska þjóðin virkilega svona fljót að gleyma? Þessi spurning kemur alltaf í huga minn þegar ég sé niðurstöður úr þessum blessuðu skoðanakönnunum. Og sama dag og skoðanakannanir eru birtar, slær hægri pressan upp stríðs- fyrirsögnum um komandi stórsigra íhaldsins ef kosið yrði þann dag. „Bjargaöi Sjálfstæðisflokkurinn husnæðismálum fólksins i landinu? Ég er nú hræddur um ekki. Lánveitingar úr húsnæðiskerf inu voru snaraukin til fólks án tillits til heimilisaðstæðna og/eða hvort fólk var að kaupa í fyrsta sinn eða minnka viö sig. Það fengu allir jafnmikið og þeir sem voru að fara úr stórri skuldlausri eign, þökkuðu pent og fóru í heimsreisur og keyptu sér jeppa og fleira í þeim dúr," segir Ingi H. Guðjónsson m.a. í umræðugrein sinni. Snúum okkur að spurningunni hér í byrjun greinarinnar. Þú sem lest þetta, staldraðu nú við og hugsaðu málið. Hvernig var þetta í ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokksins í einu mesta góð- æri Islandssögunnar? Fengu allir sinn skerf af þessu góðæri? Var t.d. ríkissjóður rekinn hallalaus á meðan sjálfstæðismenn voru meö tékkheftið? Fór verðbólgan niður fyrir 10% eins og stefnt hefur verið að hjá flestöllum ríkisstjórnum síðustu ára? Var auðveldara að eignast þak yfir höfuðið? Lítum nú aðeins nánar á þetta. Meðan þessi ríkis- stjórn sat að völdum var metár eft- ir metár hvað varðar fiskveiðar. Verð á afurðum var gott og þar fram eftir götunum. Hvert fóru þessi verðmæti? Stjórnlaus fjórfesting Stjórnlaust tóku menn að fjár- festa og spreða peningum í hitt og þetta og fólk flykktist til útlanda og keypti nýja bíla, stundum einn og stundum tvo og jafnvel þrjá. Hömlulaus innflutningur á alls konar drasli sem fyllti hillurnar í búðunum og gerði ekkert annað en auka á viðskiptahallann sem var þó mikill fyrir. Nei, þessu mátti víst ekki stjórna samkvæmt frjáls- hyggjubókum Sjálfstæðisflokks- ins. Ekki kvörtuðu stóru fjármagns- eigendurnir. Þeir fengu að braska að vild með sínar vaxtatekjur og okurlánastarfsemi blómstraði eins og frægt er orðið. Menn sátu í stjórnum bæði banka og fyrirtækja og sömdu við sjálfa sig um fyrirgreiðslur fyrir fyrirtækið og urðu svo bara sárir og svekktir þegar einhver spuröi hvort þetta teldist nú eðlilegt. Rík- issjóður var ætíð rekinn með halla í þessu mikla góðæri, bæði í tíð Alberts Guðmundssonar og Þor- steins Pálssonar sem beið þó lengi eftir að fá stólinn sinn en gaf fyrst fyrrverandi formanni flokksins vænt spark með þökk fyrir öll liðnu árin. Húsnæöismál og Sjálfstæöisflokkurinn Bjargaði Sjálfstæðisflokkurinn húsnæðismálum fólksins í land- inu? Ég er nú hræddur um ekki. Lán- veitingar úr húsnæðiskerfinu voru snaraukin til fólks án tillits til heimilisaðstæðna og/eða hvort fólk var að kaupa í fyrsta sinn eða minnka við sig. Pað fengu allir jafnmikið og þeir sem voru að fara úr stórri skuldlausri eign, þökk- uðu pent og fóru í heimsreisur og keyptu sér jeppa og fleira í þeim dúr. Jóhanna Sigurðardóttir nú- verandi félagsmálaráðherra lýsti því strax yfir að þetta húsnæðis- kerfi væri gagnslaust og myndi á örfáum árum hrynja eins og spila- borg. Og hvað kom á daginn, bið- tími eftir lánum jókst og jókst á meðan Sjálfstæöisflokkurinn sat við völd og það var ekki fyrr en Al- þýðuflokkurinn tók við þessum málaflokki og setti reglurnar um forgangsröð að um hægðist. Hikandi íhald Hvað með eitt brýnasta hags- munamál neytenda og um leið skattborgara hér á landi? Land- búnaðarmálin. Hvað hefur Sjálf- stæðisflokkurinn viljað gera í þeim efnum? Ekki neitt. Því þar eru hagsmunaaðilar sem ráöa ferðinni og vilja halda óbreyttu ástandi. Ingi H. Gudjónsson skrifar Sjálfstæðisflokkurinn fór í aðra stjórn eftir kosningarnar 1987. Var hann eitthvað betri þar? Nei. Þá kom ennfrekar í ljós aö hann var líka gjörsamlega gagns- laus í að takast á við efnahagsleg- ar þrengingar sem og efnahags- lega uppsveiflu. Því þá komu allir þeir hagsmunaaðilar sem að Sjálf- stæðisflokknum standa, fram og neituðu að leggja sinn réttláta skerf á vogarskálina til að rétta efnahaginn við eftir gegndarlausa eyðslu þessara sömu aðila nokkr- um misserum áður. Þegar taka þurfti erfiðar ákvarö- anir og óvinsælar ákvarðanir þá var Sjálfstæðisflokkurinn tvístíga og hikandi og dró á eftir sér lapp- irnar í bókstaflega öllu og því fór sem fór, blessað íhaldið hrökklað- ist frá með skömm og sagði eins og litla gula hænan. Ekki ég, og lét síðan sína fyrrverandi samstarfs- flokka um að standa í eldlínunni og stjórna landinu á erfiðum tím- um, hlutur sem íhaldið treysti sér ekki til, en kemur nú upp sem frelsandi engill og hrópar skattpín- ing, skattpíning en gerir sér enga grein fyrir því að þjóðin er að súpa seyðið af fjögurra ára frjálshyggju- sukki sem Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði á árunum 1983—1987. Er íslenska þjóðin virkilega svona fljót að gleyma? Von að ég spyrji. BÓKAFRÉTTIR Út er komin hjá Bókaútgáfunni Reykholti bókin Kristján Thorlac- ÍU8: Þegar upp er staðið Kristján er hreinskilinn og afar opinskár í þessari bók. Margt af því sem fram kemur um nærri 30 ára starfsævi Kristjáns sem formaður BSRB á því eftir að vekja athygli. Má þar nefna misjöfn samskipti Krist- jáns við yfirmenn og viðsemjendur. Þar koma fram nöfn eins og Gunnar Thoroddsen, Grundartanga-Jón Sig- urðsson, Höskuldur Jónsson, Magn- ús frá Mel o.fl. Kristján færir rök að því að Ögmundur Jónasson hafi lengi verið formannskandídat Al- þýðubandalagsins og þegið BHMR- laun hjá Sjónvarpinu þótt hann væri í BSRB. Sama gildir reyndar um Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræð- ing. Þá segir frá því að „verkalýðs- flokkarnir" séu oft verri viðsemj- endur en íhaldið og að stærstu áfangarnir í kjarabaráttu BSRB hafi náðst í samningum við hægri stjórn- ir. Enn má nefna uppistandið þegar Stefán Jónsson og Jón Múli Árnason útvarpsmenn ruku á dyr á BSRB- þingi, og minnisstætt er þegar sá þriðji, Björgvin Guðmundsson, bauð sig fram gegn Kristjáni með stuðningi Bjarna Benediktssonar. Eftirminnileg er frásögn Kristjáns af því þegar forstjóri Skipaútgerðar ríkisins háði stríðsleik gegn BSRB með stuðningi ráðuneytisstjóra samgönguráðuneytisins, Olafs Steinars Valdimarssonar. Um lífeyr- issjóðamál kemur fram það álit Kristjáns að BHMR-menn séu fastir í skotgröfunum og ASÍ-menn þjáðir af öfund. Hjá Almenna bókafélaginu er kom- in út Skýrl og skorinort — Minn- ingabrot Sverris Hermannsson- ar. Eins og titillinn gefur til kynna er hreinskilni eitt megineinkenni þess- ara minningabrota sem Indriöi G. Þorsteinsson hefur fært í letur af sinni kunnu frásagnarsnilli. í fyrri hluta bókarinnar segir frá uppvaxtarárum Sverris vestur við Djúp, menntaskólaárum á Akureyri og háskólaárum í Reykjavík. Síðari hluti fjallar um stjórnmálamennina, kosningaferðalögin og framboðs- fundina í Austurlandskjördæmi og síðast en ekki síst innri málin í flokki Sverris sjálfs, Sjálfstæðisflokknum. Frásögninni lýkur þegar Sverrir verður bankastjóri 1988.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.