Alþýðublaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. des. 1989 7 UTLOND Vandane Shiva segir í bók sinni aö „græna byltingin" komi ekki til góða þeim sem hún var ætluð FRAMFARIR GETA VERIÐ HÆTTULEGAR Vandana Shiva heldur því fram, að fjörutíu ára nýtískuleg tækniþróun hafi gert þriðja heiminum meira illt en hundraða ára nýlendustjórn. Hin indverska Vand- ana Shiva er smá- vaxin, fíngerö og klœdd „sari“. Hún hefur ákveönar skoö- anir og hefur látiö þœr í Ijós í bókum sínum. Nýjasta bók hennar „Til livets opphold“ er nýkomin út í Noregi og þar er hún haröorö gegn nýstárlegri vestrœnni „framþróun“. „Þetta er hörð umsögn" segir blaðamaður Arbeiderbladet við Shiva. „Já, en sönn" svarar Shiva og vísar til margra ára rannsókna sinna og samtala við almenning í indverskum þorpum, þar sem hún segir „grænu byltinguna" hafa mistekist hrapalega. „Hún hefur hvorki orðið bænd- um til góðs né konunum. Þeir bændur sem voru auðugir fyrir græddu mest á henni. Konunum sem mest unnu að landbúnaðin- um var ýtt til hliðar með tilkomu vélvæðingar og ræktunaraðferða. Þessi gjörnýting landsins hefur of- gert því og skilið eftir sig hálfgerð- ar eyðimerkur. Mikill jarðvegur hefur verið eyðilagður með tilbún- um áburði sem gerir moldina súra. Allt þetta er gert í nafni „framfara" og er þess vegna erfitt við að eiga.“ Vandana Shiva stjórnar rann- sóknarstofnun í Dehradun í Norð- ur-lndlandi. Hún er lærð í heim- speki og hefur doktorgráðu í eðlis- fræði. Menntun sína fékk hún að mestu leyti í Kanada en það voru athuganir í þorpum og sveitum í Indlandi sem opnuðu augu henn- ar fyrir því að nútíma framfarir eru ekki alltaf af hinu góða. „Það kemur iðulega í ljós að hinn almenni maður eða kona hafi af brjóstviti sínu mestu vit- neskju um hvernig á að með- höndla jarðveginn og náttúruna, svo ekki geri illt verra. Ég held því fram, að það eigi að taka meira til- lit til reynslu þessa fólks, ljá því eyra áður en áætlanir eru gerðar. Neikvæður árangur „grænu bylt- ingarinnar" er t.d. sá að konurnar misstu völdin í framleiðslu mat- væla sem þær báru áður ábyrgð á. Nú er sú ábyrgð, já og völd sem henni fylgja, komin í hendur eigin- manna þeirra." „Það hefur verið hugsað meira um ágóða og dreifingu og minna um hvað það er raunverulega sem fátækt fólk hefur þörf fyrir í lífs- baráttunni. í nútíma vestrænu þjóðfélagi gera menn sér yfirleitt ekki Ijóst að það er engin: algild regla, um það hvernig menn kom- ast af. I vestri gildir ein aðferð sem er ekki þar með sagt að passi þjóð- félögum, sem hafa allt öðruvísi menningu og að mörgu leyti allt aðrar þarfir. (Arbeiderbladet, stytt.) INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR SJÓNVARP Stöð 2 kl. 15.00 HETJAN ffff (The Man Who Shot Liberty Valance) Bandarísk bíómynd, gerö 1962, leik- sljóri John Ford, aðalhlutuerk John Wayne, James Stewarl, Vera Miles, Lee Marvin. Hér eru eintóniir hörkuleikarar á ferð í þessum vestra sem var feikn- arlega illa tekið á sínum tíma en þykir í dag vera klassískt meistara- verk frá hendi leikstjórans John Ford. James Stewart leikur blíðlynd- an lögfræðing sem ætlar sér að koma skikk á vestrið, gera það mönnum bjóðandi. Hann neyðist til að fá hjálp frá manni sem hugsar dá- lítið öðru vísi en hann sjálfur og beitir öðrum aðferðum. Þeir sem á annað borð geta verið við sjónvarp á þessum tíma dags, og eiga afrugi- ara, ættu ekki að missa af þessari mynd, einum besta vestra sem gerð- ur hefur verið segir kvikmynda- handbókin. Sjónvarpið kl. 17.45 TÓLF GJAFIR TIL JÓLASVEINSINS (Tolv klappar ðt julgubben) Fyrsti þáttur af tólf í finnskum barnamyndaflokki sem segir af Villa litía sem er finnskur strákur sem á heima í sama þorpi og jóla- sveinninn. Hann ákveður að gefa jólasveininum gjafir af því hann heldur að sveinka hljóti að þykja leiðinlegt að fá engar gjafir sjáflur, en dreifa samt til allra heimsins barna. Þættir þessir verða á dag- skránni á hverjum degi fram til jóla og verða vafalítið til að stytta ein- hverju barninu langa bið eftir jólun- um. Sjónvarpið kl. 20.40 ÁTALI HJÁ HEMMA GUNN í þessum þætti verða fastir liðir eins og venjulega, þar á meðal falin myndavél, spurningaleikur og bros- keppni. Ýmsir tónlistarmenn koma í heimsókn, þar má nefna Hallbjörgu Bjarnadóttur, HLH-flokkinn, Ríóið sem einu sinni var tríóið, Bjartmar Guðlaugsson og svo Sverrir Storm- sker og Richard Scobie. Umsjón hef- ur Hemmi Gunn. Sjónvarpið kl. 21.55 BÝKÚPAN (La Colmena) Spœnsk kvikmynd, gerd 1982, leik- stjóri Mario Camus. Myndin er gerð eftir sögu Camilo José Cela, nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum árið 1989. Höfundur- inn tók við þessum verðlaunum sín- um sl. laugardag í Stokkhólmi þar sem Karl Gústaf Svíakóngur afhenti verðlaunin í hagfræði, læknisfræði, bókmenntum, eðlisfræði. Hvað um það — sagan gerist árið 1942 í Madr- id, og er borgin og það andrúmsloft sem í henni ríkir, einskonar baksvið myndarinnar. Miðpunktur hennar er kaffihúsið Býkúpan og eru sögu- persónurnar flestar fastagestir þar. Ein saga hefur verið þýdd á íslensku eftir þennan höfund, Camilo José Cela, en það gerði Kristinn R. Ólafs- son og kom bókin út á síðasta ári og heitir José Duarte og hyski hans í ís- lensku þýðingunni. STÖÐ 2 17.50 Tólf gjafir til 15.00 Hetjan Aðalhlut- jolasveinsins 1. þátt- verk: John Wayne, ur Barnaefni i 12 þátt- James Stewart, Vera um. Villi litli er finnsk- Miles og Lee Marvin. ur strákur sem á Leikstjórn: John Ford. heima í sama þorpi og jólasveinninn. 17.55 Töfraglugginn 17.00 Santa Barbara 17.45 Jólasveinasaga 1800 18.S0 Táknmálsfréttir 18.10 Júlli og töfra- 18.55 Yngismær (40) Ijósiö 18.30 í sviösljósinu 1900 19.20 Poppkorn 19.19 19.19 19.50 Tommi og 20.30 Murphy Brown Jenni 21.05 Framtiöarsyn 20.00 Fréttir og veður 22.00 Ógnir um óttu- 20.40 Á tali hjá bii Hemma Gunn Meöal 22.50 í Ijósaskiptun- efnis verða fastir liðir um ■ ■ eins og falin mynda- vél, spurningaleikur og broskeppni. Þá koma ýmsir tónlistar- menn í heimsókn. 21.55 Býkúpan Spænsk kvikmynd frá árinu 1982. Leikstjóri Mario Camus/Myndin . er gerð eftir sögu ■ ■ ■■ :■■. . • ■:., ' Camilo José Cela, nóbelsverðlaunahafa i bókmenntum áriö . 1989. ' 2300 23.00 Ellefufréttir 23.10 Býkúpan, 23.15 Flugfreyjuskól- inn 1 þessari gaman- framhald mynd ferðumst viö 00.00 Dagskrárlok með níu nýbökuðum flugfreyjum og flug- þjónum. Bönnuð bómum 00.50 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.