Alþýðublaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 1
Þetta er hvorki þoka né hrímþoka sem sést á þessari mynd heldur hreinræktuð mengun frá út- blæstri bifreiða. í kuldastillum gerist slíkt stund- um, að enginn vindur er til að feykja staðreyndun- um burt, rétt eins og ómögulegt er að koma í veg fyrir mengunarmisturfrá Evrópu í hitamollum. En myndin talar sínu máli. Hún birtist sjálfsagt aldrei í kynningarritum um hið hreina og heilnæma land sem við búum í. A-mynd/E.OI. Upphaf aria Adolf Hitler og aðrir nasistar Þriðja ríkisins ráku þá kynþáttapólitík, að aríar væru æðsti kynstofn jarðar. Með orðinu aríi, áttu nasistar við þá sem ekki voru af gyðingaættum, væru hvítir á hörund, af ger- mönskum stofni og helst bláeygðir og Ijóshærðir í þokkabót. í Króníku Alþýðublaðsins í dag rekur Gunnar Dal rithöfundur hið raunverulega upphaf aríanna, sem var indó-evrópskur þjóðflokkur sem kom að vestan til Punjab í Pakistan fyrir mitt annað árþúsund f.Kr. Aríarnir fikruðu sig austur yfir Ganges-sléttuna og náði ríki þeirra að lokum yfir mestallt landsvæðið sem nú er Indland og Pakistan. Stéttaskipting aríanna ásamt trúarlegu og þjóðfélagslegu kerfi hefur markað indverskt þjóðfélag allt til okkar daga. Sjá Króniku bls. 3 Laxeldid: Uppbygging eða spjöll? Gjaldþrotin í laxeldinu koma nú með skömmu millibili og ekki horfur á að þeim linni á næstunni. Lindalax á Vatnsleysuströnd varð gjaldþrota nú í vikunni, en ekki er nema um mánuður síðan íslands- lax hlaut sömu örlög. Gjaldþrot Lindalax er vissulega ekki jafnstórt áfall fyrir þessa atvinnugrein, en hlýtur engu að síður enn að veikja tiltrú á henni. Jafnframt gjaldþrotaþróuninni í fiskeldi rísa nú stang- veiðimenn upp og gagnrýna ýmsa þætti fiskiræktar harðlega. Eink- anlega á þetta við um innflutning erlendra stofna. — Sjá ffréttaskýringu á bls. 7 Niöurfœrsla og ekki niöurfœrsla: ASÍ og VSÍ ræða efnahagsaðgerðir Rœtt um samninga sem verja eöa bœta kaupmáttinn án veröbólgu- hvetjandi áhrifa segir forseti ASI Viðræður Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasam- bands íslands að undanförnu hafa einkennst af því að við- ræðuaðilar hafa verið að merkja hin ýmsu teikna sem á lofti eru inn á „landakort möguleikanna“ og ekki er far- ið að ræða um neinar kröfur eða samningstíma sem í gildi á að vera. Viðræðuaðilar hafa að undanförnu boðað til sín hina ýmsu aðila í þjóðfélaginu í þessu skyni og hingað til hafa viðræðurnar einna helst líkst því að stjórnarflokkar séu að ráðskast saman um efnahags- aðgerðir. „Við erum vissulega að nokkru leyti að ræða um niðurfærslu en þó ekki þá niðurfærslu á launum og verðlagi sem til umræðu hefur verið áður. Aðalatriðið í okkar við- ræðum er að ná upp kaupmættin- um án þess að það leiði til aukinn- ar verðbólgu og við erum að reyna að ná yfirsýn yfir hvað fram- undan er í verðlagsmálum" sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ í samtali við Alþýðublaðið í gær. Viðræðuaðilar hafa meðal ann- ars kallað til sín fulltrúa Bænda- samtakanna og Verðlagsstofnunar og eftir helgi verður haldinn fund- ur með fulltrúum Seðlabankans. „Við höfum verið að skoða grundvöllinn að undanförnu, reyna að átta okkur á þróun bú- vöruverðs, hvaða áhrif virðisauka- skatturinn mun hafa, hvaða geng- isbreytingar koma til með að verða, hverju við megum búast við í vaxtamálum og svo framveg- is. Þetta er ekki umræða um sér- kröfur, um almennar kaupkröfur, um tryggingar á kaupmætti og viðmiðanir í því sambandi eða um samningstíma, en engu að síður er þetta mikilvæg vinna. Við erum að leitast við að finna grundvöll- inn,“ sagði Ásmundur aðspurður um vinnubrögðin. „Þetta eru vissulega umræður um að lágmarka eða bremsa af verðbólguhvetjandi samninga í al- mennum skilningi, þar göngum við út frá því að verja og bæta kaupmáttinn, en fyrst er að átta sig á grundvellinum."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.