Alþýðublaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 16. des. 1989 9 Alþingi í vikulokin É É Í ii Í tffl É -nmi új ti3 ih a líi tti Fjárlagafrumvarpiö til annarrar umræöu: Hrákasmíð eða vandaðri vinnubrögð Þingmál vikunnar 1 vikunni kynnti Sighvatur Björgvinsson formaður fjár- veitinganefndar á Alþingi þær breytingartillögur sem nefndin leggur til að gerðar veröi á fjárlagafrumvarpinu. Margar breytingar eru lagðar til og er þar um leiðréttingar á einstökum liðum að ræða Sighvatur sagði að ,,með þeirri breytingu sem hæstvirtur fjár- málaráðherra hefur gert með því að leggja fyrir Alþingi í upphafi haustþings bæði ríkisreikning sl. árs og frumvarp til fjáraukalaga líðandi árs, þá hefur ráðherrann gerbreytt aðstöðu fjárveitinga- nefndar og Alþingis til þess að áætla réttar.' Pálmi Jónsson, Sjálfstæðis- flokki, segir fjárlagafrumvarpið sem fjármálaráðherra Ólafur Ragnar lagði fram í upphafi þings í haust hina mestu hrákasmíð. Pálmi segir það skýringuna á þeim fjölda breytingartillagna sem fjár- veitinganefnd flytur nú við aðra umræðu málsins. Byggt á niðurstöðum reynslunnar Það gefur auga leið að allar upp- lýsingar um rekstur ríkisins og stofnana þess nýtast betur til fjár- lagagerðar eftir því sem þær eru nýrri og gleggri. Sá ósiður hefur tíðkast á Alþingi að ríkisreikning- ur hefur ekki verið lagður fram fyrr en eftir dúk og disk. Nú bar svo við í haust að ríkisreikningur síðast liðins árs var lagður fram. Það er nýbreytni og raunar sjálf- sagður hlutur enda ein af megin forsendum fyrir því að leggja fram raunhæfar áætlanir um rekstur og fjármálaumsvif ríkisins á næsta ári. Því skyldar Alþingi bæði fyrir- tæki og sveitarfélög að hafa þann háttinn á. Þá hefur fjármálaráðherra lagt fram frumvarp til fjáraukalaga fyr- ir liðandi ár þar sem teknar eru inn þær breytingar sem orðið hafa eða eru fyrirsjáanlegar á þessu ári. Það ásamt fyrirliggjandi ríkis- reikningi s.l. árs á að gefa allar for- sendur fyrir réttari áætlun í fjár- lögum um útgjöld ríkisins en ella. Hinar mörgu breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið eru því vonandi fyrirboði þess að fjárlög verði marktækari en verið hefur um langt skeið. Hefðbundin stjórnarandstaða Andstaða stjórnarandstöðunnar að langstærstum hluta. við fjárlagafrumvarpið er hefð- bundin og hvaða stjórnarandstaða sem væri, hér á landi, gæti notað ræðu Pálma Jónssonar í megin dráttum og eins þótt Pálmi væri orðinn fjármálaráðherra. Það er því sjálfsagt fyrir Sighvat að halda ræðu Pálma til haga. Alltént þótt- ist Asgeir Hannes Eiríksson kann- ast við ræðu Pálma og hafði eftir mönnum sem vel þekktu til á Al- þingi að Pálmi hefði flutt sömu ræðuna oft áður. Nokkur helstu gagnrýnisatriði stjórnarandstöðunnar eru m.a. að erlendar skuldir hafi stóraukist og greiðslubyrði af erlendum lánum hækkað. Allir geta verið sammála um að slíkt er afar slæmt en það er ekki ný bóla í íslensku efnahagslífi. í nefndaráliti stjórnarandstöðunn- ar eru þessar tölur að sjálfsögðu settar fram sem hlutfall af lands- framleiðslu annars vegar og út- flutningstekjum hins vegar en hvoru tveggja hefur dregist mjög saman að undanförnu. Því sýna þær tölur meiri hækkun skulda og greiðslubyrðar en ella. 1 gagnrýni sinni bendir stjórnar- andstaðan á hallann á ríkissjóði, fjölgun gjaldþrota, rýrnandi kaup- mátt, aukið atvinnuleysi, aukna skattheimtu rikisins, meiri verð- bólgu og slæma stöðu atvinnuveg- anna. Allt þetta hefur glumið t eyr- um landsmanna í mörg, mörg ár nema þá helst að atvinnuleysi hef- ur nánast ekki þekkst hér um langan tíma fyrr en nú. Endurspeglar Alþingi vilja almennings?______________ I könnun sem birtist fyrir nokkru kom í ljós að það var al- mannavilji að lækka skatta og skera niður útgjöld ríkisins. Þegar hins vegar var spurt um afstöðu til einstakra málaflokka vildu flestir auka útgjöld til flestra þeirra. Svip- uð afstaða virðist koma fram hjá stjórnarandstöðunni. Hún vill lækka útgjöld ríkisins, lækka skatta og verja meiru til hinna ýmsu málaflokka. Flokkarnir sem nú eru í stjórnarandstöðu virðast ekki hafa mótað neina heilsteypta stefnu í ríkisfjármálum. T.d. skeði það á Alþingi í vikunni þegar greitt var atkvæði um þátt menntamála í fjárlögum klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn í þrennt. Sumir greiddu atkvæði með, aðrir á móti og enn aðrir sátu hjá. Það getur varla talist ósanngjörn krafa að flokkur sem nýtur fylgis u.þ.b. helmings þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum geti sagt til um hvort hann sé fylgjandi niður- skurði til menntamála, andvígur eða hvort hann hafi yfirleitt ein- hverja fastmótaða afstöðu þeirra mála. Kvennalistinn greiddi atkvæði gegn þeim sparnaðarhugmynd- um, þ.e.a.s. niðurskurði til mennta- mála og virðist því hafa sem flokk- ur tekið afstöðu gegn þeim. Hvort og hvar kvennalistinn vill skera niður í staðinn er hins vegar ekki ljóst. Of feit og löt? Það er í þriðju og lokaumræd- unni sem endanlega verður geng- ið frá því hvernig fjárlög koma til með að líta út fyrir næsta árið. Enn eru nokkur mál sem fjárveitinga- nefnd hefur ekki tekið afstöðu til en munu liggja fyrir við 3. um- ræðu. Þá hefur stjórnarandstaðan lýst því yfir að það verði ekki fyrr en við lokaumræðuna sem hún muni taka endanlega afstöðu til einstakra þátta fjárlagafrumvarps- ins. Kvennalistinn hefur þó þegar lagt fram ákveðnar breytingartil- lögur við frumvarpið og ganga þær fyrst og fremst út á að styrkja atvinnulíf kvenna. Eftir að breytingartillögur fjár- veitingarnefndar hafa verið sam- þykktar við aðra umræðu hefur fyrirhugaður fjárlagahalli aukist um rúman milljarð. Nú leitar ríkis- stjórnin logandi Ijósi að liðum sem hægt er að skera niður til að mæta þessari hækkun. Það er annað hvort að skera niður, að auka tekj- urnar eða sætta sig við meiri halla en lagt var með í upphafi þings. Það verður fróðlegt að sjá hvort stjórnarandstaðan komi til með að hafa mótað sér heildstæða stefnu um fjárlög ríkisins fyrir lokaaf- greiðslu málsins eða hvort hún lætur sér nægja að koma með breytingartillögur við einstaka liði án þess að taka afstöðu til heildar- dæmisins, þ.e.a.s. tekjuöflunar rík- issjóðs í heild og útgjalda þess. Þá reynir á hvort Asgeir Hannes Ei- ríksson hafi haft lög að mæla þeg- ar hann sagði að stjórnarandstað- an væri of löt og feit til að hreyfa sig. Frumvörp Frumvarp um breytingu á lög- um um kjarasamninga opinberra starfsmanna vegna breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga. Starfsmenn sem nú vinna hjá sveitarfélögum en flytjast til ríkis- ins geta valið um hvort þeir verði áfram í sama stéttarfélagi eða fari í stéttarfélag ríkisstarfsmanna. Þá geta menn í viðkomandi störfum í framtíðinni valið um hvort þeir ganga í bæjarstarfsmannafélög eða félag rikisins. Stjórnarfrumvarp Frumvarp um bifreiðargjald sem gerir ráð fyrir sérstakri hækk- un á bifreiðargjaldi. Stjórnarfrumvarp Frumvarp um tekjustofna sveitarfélaga sem fela í sér tækni- legar breytingar er varða gjald- stofn fasteignaskatts og innheimtu aðstöðugjalds. Stjórnarfrumvarp Frumvarp um tekjuskatt og eignarskatt þar sem við bætist: Eignarskatti af íbúðareign einstak- linga skal reikna með sama frá- drætti og af eign hjóna. Eignar- skattur af íbúðareign barns, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuár- inu.skal reiknaður með sama hætti. Flm: Guðmundur H. Garðarsson og fleiri Frumvarp um breytingu á lög- um um viðskiptabanka sem sett eru til að gefa kaupendum Útvegs- bankans svigrúm til að koma rekstrinum í eðlilegt horf. Stjórnarfrumvarp Frumvarp um lánskjör og ávöxtun sparifjár sem felur m.a. í sér afnám lánskjaravísitölu og set- ur skorður á hækkun vaxta. Flm: Eggert Haukdals Frumvarp um fiskveiðisjóð ís- lands um að sett verði á fót sérstök þróunardeild er hafi það hlutverk að veita lán til markaðsmála, rannsókna og þróunarverkefna á öllum sviðum sjávarútvegs. Stjórnarfrumvarp Frumvarp um skattskyldu orkufyrirtækja sem kveður á um að felld verði niður undanþága orkufyrirtækja frá tekjuskatti. Stjórnarfrumvarp Þingsályktanir Tillaga um nám og námsefni fyrir fatlað fólk í heimavistarskóla. Kannað verði hvernig nýta megi aðstöðu í héraðs- og heimavistar- skólum landsins þannig að fötluðu fólki gefist kostur á að stunda fjöl- breytt nám að loknum grunn- skólanámi. Flm: Guðni Ágústsson og fleiri Fyrirspurnir TH hagstofuráðherra um hvaða áhrif niðurfelling söluskatts (virðisaukaskatts) á tryggingaið- gjöld bifreiða hafi á útreikning lánskjaravísitölunnar og hvaða áhrif hefur álagning bifreiðagjalds á vísitölu? Frá Hreggviði Jónssyni Til fjármálaráðherra um sér- stakan skatt á verslunar- og skrif- stofuhúsnæði, skil hans og fleira. Frá Inga Birni Albertssyni Til forsætisráðherra um hvað liði framkvæmd þingsályktunar sem samþykkt var í fyrra um setn- ingu laga eða reglna um skoðana- kannanir. Frá Þórhildi Þorleifsdóttur Til forsætisráðherra um húsameistara ríkisins og rétt hans til að sinna sams konar störfum og hann er ráðinn til hjá hinu opin- bera og hvort hann hafi hlotið sér- staka þóknun fyrir störf við Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Frá Guðna Ágústssyni Til viðskiptaráðherra um skuldbindingar ríkissjóðs vegna sölu Útvegsbankans. Frá Guðna Ágústssyni Til fjármálaráðherra um upp- hæðir skulda og eigna ríkisins í Seðlabanka íslands og um vaxta- kjör. Frá Ásgeiri Hannesi Eiríkssyni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.