Tíminn - 26.05.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.05.1968, Blaðsíða 5
26. maí 1968. TÍMINN 5 I SPEGLITIMANS I ctag tnttugasta og sjotta maí er H-dagur hcr á landi. Fyr ir númum átta mánuðum, nán- ar tiltcldS 3. september 1967 stóðu Svíar í sömu sporum og við nú. f tilefni dagsins birtum viiS hér nokkrar glefsur frá H- dieginum í Svílþjóð. ★ Þegar þessi mynd er tekin vantar Mufekuna fimm míniútur í fimm sunnudagsmiorguiniiiin 3. septemtoer 1967, H-dag Sví- þjöðar. Myndin er tekin á Stureplan í Stokkhólmi, en þangað komu étta ungling- ar sem þótti það tilihlýða að dansa H-umferðina inn í land- ið. Um sama leyti ræsfeti sam- göngumálaráðherra Svía Olif Palme sig í útvarpinu til þess að bjóða Svía velfcomna i hægri umferðina. Óttaslegnir miðaldra borgarar vöknuðu enn fyrr þennan morgun en aðra morgna til þess að sitja við útvarpið og hlusta á ráð- herrann færa rök fyrir hægr; umferð. Og þeir hristu haus inn yfir orðum hans og einn sjötugur svartsýnismaður lét svo ummæiit að maðu-r ætti hvort sem er að hverfa brott úr þessum heimi og þá vœri þetta se-nnilega ennþá fínni dánarorsök en kransæðastífla. En sem sagt, það var unga'fólk ið sem var úti um miðja nótt og dansaði o-g (meðan það dansaði þarna á Stóratorgi voru tendruð ljós á tvö hundr uð o-g sjiö götuvitum borgar- innar, sem allir höfðu verið færðir á hægri vegarbrún. Og skömmu síðar voru bifreiðir Stokkhólms-búa sm-átt.og sm-.itt færðar yfir til hægri. * Hægri umferðarerindrek- ar feng-u óteljandi spurningar frá útlendum blaðamö-nnum, á blaðamannafundi í stjórn- arráðinu. Ein þeirra var; — Haldið þér að fæðingum fjölgi níu mánuðum eftir H- da-g? Erindrekinn vísaði sp-uf’iing unni frá sér og vísaði á skóia- yfirvoldln: Fu-lltrui þeirra vís aði einnig spurnin-gunni frá sér o-g sagði að það væri bez-f að tala við læknayfi'rvöld. Inn an skólann-a hefðu ekki verið gerðar neinar sérstakar ráð- stafanir. Olof Palme samgöngiumála ráðherra h-afði hugsað sér íið fá n-ofckuirra tíma svefn áður en hægri umferðin g-en-gi i garð klukkan fimm u-m morg- uninn. En hann hafði annað að gera. Síminn heima hja honum hringdi stanzlaust og han-n fékk að svara ýmsum spurningum. E-inn kátur náungi hringii meða-1 annarra og sagð- ist hafa verið að velta því fyr- ir sér, hvort það hefði ekki verið- betra að k-oma á h-æg. i umferð árið 1939. Jú yfir- menni-rnir voru efcki alveg frá því. — Þá hafði ég. rétt fyr- ir már, sagði maðurinn og þakkaði kærlega fyrir svarið og la-gði á. Aðrir bringdu og skömmuðust. Þeir vildu ■ alls ekki að þiessi breyting ætti sér stað. Klufck'an rúmlega fimm fór ráðherrann svo í reynsluakst- ur í hægri umferðinni og 1 fylgd með honum var blaða- maður frá Aftonhladet. BLaða- maðurinn spennti öryggisólina fast um sig og leit svo _ á ráð- herrann og sagði: — Ég ve>t nú ekki hvort ég þori áð aka með þér. Ráðherrann varð hálfsár á svi-pinn leit á blaða manninn og sagði: — Ég hef bara einu sinni ien-t í árekst-ri. Það var árið ‘ 1947 og þá var það við spor vagn. Nú eru engir sporvag’i ar lengur. Ferði-n gekk ekki ýkja gre.ð lega, því að öðyu hverj-u þurfti ráðherrann að stoppa til þess að leyfa blaðaniönnum að tak.a mynd-ir af sér við stýrið i hægri umferðinni. Það er hægt ýmislegt að segja um hægri umferð. en hún varð brátt vinsæl. Fáir óku á vin-st-ri kanti. Einn reyndi í Dölunum og hann komst aðeins nokkur hundnið metra áður en hann var star.z aður. Þegar lögregla-n náði tali af bílstjóran-um, kom í ljós að hann var einn sá fyllsti öku maður, sem tekinn hafði ver- ið við stýrið þar í landi. ITann var reyndar ekki fyrsti, sem var tekin-n fullur undir stýri. Hinn fyrsti var tek i-nn tuttugu og fimm mín-úit- um eftir H-tima í Gautaborg. Hann hafði verið að halda upp á H-daginn og inmbyrt of mik ið af dýr-um veigum og síðan skellti hann sór í hæ.gri um- ferðina án þess að bl'ána eða blikna. Hann var auðvitað ekki lengi á hægra kantinum, van- inn gerði allrækilega vart við sig og náunginn fékk alvar- lega áminningu frá lögregl unpi. ★ Þegar klukkuna vantaði fimm-tán mínútur í sex um morguninn kom norskur hjól- reiðamaðu.r hjólandi á vinstri vegarbrún á þjóðvegi utan við Karlstad. Eftirlitsmenn kom-u auga á hann otg ófcu á eftir hon um og sögðu: — Heyrðu væni minn. Hér er hægri umferð núna. — Á það hef ég aldrei heyrt minnzt, svaraði sá norski hin-n rólegasti og færði sig yfir á hinn vegarhelminginn. ★ í Karlstad hringdi væntanleg ur faðir á fæðingardeildina þar laugard-aginn fyrir breytinguna. Má ég ekki koma með konuna mina núna. Ef hún veikist á morgun er engin leið að koma henni á fæðingardeildina, heilu og höldnu. ★ Koslnaður við breytinguna í Sviþjóð var 600 milljónir árið 1967. Hefði breytingin hins vegar átt sér stað 1945 hefði fcostnaðurinn verið 60 milljón ir sænskra króna. ★ Ungar og fallegar stúlkur voru umferðarverðir víðs v-egar um landið. Hér sjáum við eina í starfi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.