Tíminn - 26.05.1968, Page 8

Tíminn - 26.05.1968, Page 8
(Sxj Við glldistöku hægri umferðar vill framkvæmdanefndin þakka þeim fjelmörgu stofnunum, félöguim eg fyrirtækjum, auk þúsunda einstaklinga, sem undan- farna mánuði hafa lagt af mörkum óeigingjarnt starf að undirbúningi breyting- arinnar. % Nefndinni hefur frá upphafi verið Ijóst, að við gildistöku hægri umferðar bæt- ist við nýtt, en tímabundið tilefni til umferðarslysa, sem rekja má beint til breyt ingarinnar sjálfrar. Starf nefndarinnar liefur því frá öndverðu beinzt að því marki að bæta svo umferðarhætti manna, að við byggjum við eigi minna um- ferðaröryggi eftir gildistöku hægri umferðar en fyrir hana. í daglegu lífi kemsf ekkert okkar hjá að vera vegfarandi í einhverri mynd, og því snerta umferðarmálin hvern einstakling í landinu. Umferð í nútíma þjóðfé- lagi krefst umgengishátta, þar sem tillitssemi við aðra skipar öndvegi, auk þekk- ingar á umferðarreglum. Því ræðst ekki af sltarfi eins fremur en annars, hvort breytingin verður þjóð- inni til farsældar, heldur er samstillt átak landsmanna forsenda þess, að svo verði. | Framkvæmdanefnd'hægri umferðar árnar landsmönnum allra heilla og óskar þess, að vegfarendur allir sem einn rækti með sér háttvísi og virðingu fyrir um- hverfi sínu og samforðamönnum. Reykjavík, 26. maí 1968. FRAÍMKVÆMDANEFND HÆGRI UMFERÐAR iii

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.