Alþýðublaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 10. mars 1990 7 Áriö er 1984. Ólympíu- leikarnir eru í Los Angeles. Sovétmenn mæta ekki til leiks frekar en Bandaríkja- menn höfðu mætt fjórum árum áöur í Moskvu. Kalda stríöiö stendur enn. An- dropov er leiðtogi Sovét- manna en liggur fyrir dauðanum. Næstur í röö- inni sem leiðtogi er Mikha- il Gorbatsjov, að vísu með Chernenko millispilinu. Þaö var þá sem Margareth Thatcher bauð Gorbatsjov til London til viðræðna. Jafnvel þó hann væri enn ekki orðinn leiðtogi. Og hún lýsti yfir ánægju sinni með fund þeirra sem var langur og strangur. Járn í járn. Henni líkaði að tala við þennan mann. Mann sem gat talað beint og hik- laust án þess að vera stöð- ugt að líta á einhverja minnispunkta, mann sem gat talað án þess að vera stöðugt að ráðfæra sig við ráðgjafa sína, mann sem þorði að ræða hugmynda- fræði. Og Gorbatsjov spurði og spurði. Hvernig fóru Bretar að því að af- nema heimsveldið og koma á samveldinu, hvern- ig fer frú Thatcher að því að afnema miðstýringu spurði hann varfærnislega. Og vildi vita allt um málið. Frú Thatcher kepptist við að sannfæra þennan lág- vaxna Sovétmann um að Ronaid Regan væri maður sem hann gæti treyst. Strax eftir fundinn hitti Thatcher Ronnie vin sinn í Bandaríkjunum og eftir það gaf hún út hina frægu yfirlýsingu sína. „Mér líkar vel við herra Gorbatsjov. Ég held að við getum átt samstarf." Fimm árum síð- ar hrundi Berlínarmúrinn og öll austurblokkin í kjöl- farið. Gorbatsjov var maöur 9da ára- tugarins að mati flestra erlendra fréttaskýrenda. Það er hann, öðr- um fremur, sem stendur að baki þeim breytingum sem eru að verða í Evrópu, að austurblokkin er að hrynja, opnast og leitar leiða til að eiga samstarf við Vesturlönd. Þegar Gorbatsjov kom til valda ár- ið 1985 hefði enginn getað sagt fyr- ir þá þróun sem orðið hefur í Evr- ópu. Og það voru Sovétmennirnir sjálfir sem stóðu að baki þessari þróun, sama þjóðin og hafði við- haldið kalda stríðinu og marið önnur lönd í Austur-Evrópu undir járnhæl hervaldsins til fjölda ára. Perestroika — þ.e. hinar efnahags- legu umbætur — og glasnost, hin opna umræða, komu frá Sovét. Fyrst og fremst frá hinum nýja leiðtoga — manni sem hafði hald- ið sér saman í tuttugu og fimm ár, unnið verk sín í kommúnista- flokknum af fullkominni trú- mennsku. Flokkurinn hafði verið Gorbatsjov bæði móðir og faðir en um leið og hann komst til valda sneri hann baki við hugmynda- fræði hans. Samt stendur hann í andstæðunni miðri — hann er maður flokksins, alinn upp af hon- um, elskar hann og dáir en um leið veit hann að til að ná þeim árangri sem hann stefnir að verður hann sennilega að fórna flokknum. Af- nema völd hans — ef til vill leggja hann niður að lokum. Gorbatsjov er í þeirri stöðu að það sem skóp hann verður að víkja. Þolinmæðin þrautir____________ vinnur allar_________________ Ef lýsa ætti ævi Gorbatsjovs í einu orði, a.m.k. fyrir þann tíma sem hann varð leiðtogi, mætti Gorbatsjov og eiginkona hans, Raisa. Það þarf tvo til að stef na stöðugt fram á við, bæta við í sífellu. Margir segja að hún sé annar aðal hugmyndafræðingur perestroiku og glasnost um leið og hún er helsti bandamaður eigin- manns sins og ígiidi margra ráðgjafa og ráðherra. Saman hafa þau breytt ímynd leiðtoga Sovétrikjanna og heims- mynd gjörvallrar Evrópu á fáum árum. Madurinn sem breytti heiminum Eftir Kristján Kristjánsson nota orðið þolinmæði. Flann sat á strák sínum í tuttugu og fimm ár, þagði um hið hróplega óréttlæti sem fyrir augu hans bar. Reyndi að vinna innan kerfisins að breyting- um í stað þess að gera það sem margir hefðu gert í hans sporum, annaðhvort gefist upp ellegar leiðst út í mótmæli og verið sendir í útlegð. Gorbatsjov hefur lifað undir Stalín og Krúsjov og Bresjnev, lifað öld stöðnunar, hreinsana, gífurlegrar spillingar en virðist engu að síður hafa náð að komast sjálfur heill frá öllum þessum ósköpum. í það minnsta nógu heill til að halda heilbrigri hugmyndafræði og sjá annmarka þess kerfis sem hann hefur þó alla tíð unnið í. Flann hefur fyrirmynd- ir sínar frá Vestur-Evrópu sem hann heimsótti tíðum á 6da og 7da áratugnum, hann hreifst til að mynda mjög af Vestur-Þýskalandi. En um leið og Gorbatsjov er þol- inmóður er hann mikill diplómat, harðsnúinn samningamaður með sterka sannfæringu. Flann hefur óhemjulegt minni og þarf aldrei að fletta upp í skýrslum eða ráð- færa sig við aðra þegar hann ræðir málin. Þetta er annað en fyrri leið- togar Sovétríkjanna sem komu fram á þveröfugan hátt. Hann er lítt bundinn af hugmyndafræði kalda stríðsins og þorir að ræða vandamál Sovétríkjanna opin- skátt, bæði við sitt fólk og útlend- inga. Hann er alinn upp við fátækt þar sem hugsjónin um betra líf blundaði í öllurn en um leið gerði hann sér snemma grein fyrir sam- spili veruleika og hugsjóna, tók raunsæja afstöðu til manna og málefna. Það er fyrst og fremst það sem fleytti honum í gegnum valdavef Sovéska kommúnista- flokksins. Hann naut fjarlægðar- innar frá Moskvu og skaut skyndi- lega upp kollinum þar sem einn af æðstu mönnum ríkisins. Aðspurð- ur ságði hann; ,,það er víða hægt að fela sig í Sovétríkjunum." Æskuárín í Privolnoye Gorbatsjov er rétt tæplega sex- tugur, hann er fæddur í mars 1931 í þorpinu Privolnoye í héraðinu Stavropol í Suður-Rússlandi. U.þ.b. 24ja tíma lestarferð frá Moskvu-Stavropol átti eftir að koma verulega við sögu þessa unga metnaðarfulla manns sem alltaf hefur átt sér aöeins eitt markmið; að verða leiðtogi. Privolnoye er lítið þorp, í dag búa þar um 3.000 manns. í frjó- sömu landbúnaðarhéraði klúkir þorpið eins og þúst á óendanlegri sléttunni. Forfeður Gorbatsjovs sem hann segir vera Úkraínu- menn, voru ekki dæmigerðir rúss- neskir leiguliðar eða undirokaðir smábændur. Heldur kraftmikið duglegt fólk sem hafði ferðast um langan veg á 18du öldinni til að leita sér betri samastaðar en þau komu frá. Fólk sem Stalín sjálfur átti jafnvel erfitt með að kúga. Héraðið var forðabúr Sovétríkj- anna á Stalínstímanum, reyndar bæði fyrir hann og eftir og hinir harðduglegu bændur sem þar unnu fengu sjaldnast notið ávaxta vinnur sinnar. Fátæktin var því landlæg og í dag er fæðingarþorp Gorbatsjovs næsta óbreytt frá því sem það var fyrir 30—40 árum. Áróður ílokksins fyrir sameignar- búum skilaði sér. Bændurnir gáfu eftir sjálfstæði sitt; jjeir vita hins- vegar betur í dag. I æðum þeirra ólgaði frelsisþráin, hinsvegar horfðust þeir í augu við veruleik- ann. Eitt af því sem skóp leiðtoga Sovétríkjanna í dag. Flokkurinn eina leiðin út Gorbatsjov var óþolinmóður og metnaðargjarn, hann vildi ólmur gera eitthvað úr séi, sá ekki fyrir sér sjálfan sig í hlutverki forfeðra sinna. Hann fór því þá einu leið sem opin var út úr eymdinni, hann gekk í kommúnistaflokkinn. Hann var 14 ára gamall. Það var eina leiðin fyrir bóndason til að komast til metorða, í raun einasta leiðin upp úr drullunni. Hann var feikn- arlegur námsmaður og naut þar ótrúlegs minnis, maður með lím- Framhald á næstu sídu r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.