Alþýðublaðið - 30.05.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.05.1990, Blaðsíða 8
MWDUtMÐIfl Miðvikudagur 30. maí 1990 RITSTJÓRN 27 681866 - 83320 FAX 82019 •••• •••• • •••••••••• •••• ••• •••• •• •••• •••• • • • •••• •••• • •• •••• •• • • •••• ••• • •••• • • MOSKVA — Róttæki umbótasinninn Boris Yeltsin var í gær kjörinn forseti lýðveldisins Rússlands. Kjör Yeltsins mun vera áfall fyrir Mikhail Gorbatsjov, forseta Sovétríkj- anna og er talið geta orðið stefnu stjórnar hans í efnahags- málum skeinuhætt. MOSKVA — Forseti Litháen, Kazimiera Prunskiene, hefur varað sovésk stjórnvöld við því að skortur á eldsneyti vegna efnahagsþvingana muni leiða til þess að loka verði kjarnorkuveri því sem sér helstu flotastöðvum Sovét- manna fyrir orku. Mjög er nú tekið að þrengja að Litháum vegna efnahagsþvingana Sovétmanna og hefur talsmaður litháískra stjórnvalda farið þess á leit við Bush Bandaríkja- forseta að hann fari fram á við Gorbatsjov að slakað verði á efnahagsþvingunum gagnvart Litháum. PARIS — Fjörutíu ríki, þar á meðai Bandaríkin, Japan og Sovétríkin skrifuðu í gær undir samkomulag um stofnsetningu Evrópu- banka sem stuðla mun að uppbyggingu og fram- kvæmdum. Undirskrift samningsins bindur enda á átta mánaða samningavið- ræður sem oft á tíðum hafa verið mjög erfiðar. Francois Mitterrand sagði þetta samkomulag marka tímamót, nú fyrst hefðu ríki Austur-Evrópu tækifæri til að velja sér framtíð. CAPE-CANAVERAL — Bandaríkjamenn hugðust skjóta á loft geimferjunni Columbíu í gær ef veður leyfði. Sjö manna áhöfn verður um borð í geimferjunni. Hafa áhafnir slíkra fara ekki verið fjölmennari síðan Challenger flaugin fórst viö flugtak árið 1986. Að sögn vísindamanna er nú unnið aö viögerð á hilunum í tölvubúnaði geimferj- unnar. HÖFÐABORG - f.w de Klerk, forseti Suður-Afríku hefur aflýst fyrirhuguðum fundi sínum með George Bush Bandaríkjaforseta sem vera átti í næsta mán- uði. De Klerk sagði fundin- um aflýst um ófyrirséða framtíð, eða þar til Banda- ríkjamenn stigju skref til að bættri sambúð ríkjanna. Andstæðingar aðskilnaðar- stefnu suður-afrískra stjórnvalda í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt Bush, Bandaríkjaforseta, mjög fyrir þá ákvörðun taka á móti de Klerk áður en hann ætti fund meö Nelson Mandela, leiðtoga Afríska þjóðarráðsins. 0SL0 — Norðmenn felldu í gær niður lög sem kveða á um að konungstign skuli erfast í karllegg. Með þessu hafa Norðmenn fellt síðasta vígi karlaveldisins. Norðmenn hafa lengi stært sig af því að vera leiðandi í jafnréttisbaráttu kvenna. Þrátt fyrir þetta mun norska prinsessan Martha Louise ekki taka við norsku krúnunni heldur yngri hróðir liennar prins Hákon Magnús, þar sem löginn gilda aðeins umþaubörnsemfæðast eftir 1990. Aðeinssjöaf 165þing- mönnum greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. PARIS — Forsætisráð- herra Póllands, Tadeusz Mazowiecki, leitar pólit- ískra lausna á bágu efna- hagsástandi landsins en Pólverjar eru skuldum vafnir við Vesturlönd. Mazowiecki fór þess á leit við Francois Mitterrand Frakklandsforseta að Frakkar afskrifuðu skuldir Pólverja við þá. TAIPEI — Þing Taiwans samþykkti í gær tilnefningu Hau Pei-tsun, varnarmálaráðherra landsins í embætti forsætis- ráðherra eftir að miklar óeirðir hafa geisaö þar síðustu daga. LISSABON — Forsætisráðherrar Portúgals og Grikk- lands lýstu því yíir í gær að ríkin tvö myndu vinna sameig- inlega að því aö vernda hagsmuni smærri ríkja efnahags- bandaiags Evrópu. ERLENDAR FRÉTTIR Umsjón: Laufey E. Löve Leidtogafundur stórveldanna: Bjartsýni ríkir um árangursríkan fund Búist var við að þúsundir Kanadamanna mótmæltu stefnu Gor- batsjovs í málefnum Eystrasaltsríkjanna við komu hans til Kan- ada í gær. (WASHINGTON, Reuter) Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, hélt í gær til fundar vid forsætisráð- herra Kanada á leið sinni til Washington þar sem hann mun hitta George Bush Bandaríkjaforseta að máli dagana 30 maí tii 3 júní. Bush kvaðst bjart- sýnn á að leiðtogafundur- inn myndi skila árangri þrátt fyrir þá staðreynd að sovésk stjórnvöld eigi nú við vaxandi efnahags og pólitísk vandamál að stríða. Mikil ólga ríkir nú innan- lands í Sovétríkjunum. Al- menningur hefur gripið til þess ráðs að hamstra mat- væli vegna fyrirhugaðra breytinga á efnahagskerfi landsins í átt til markaðsbú- skapar, en búist er við að breytingarnar leiði til stór- felldra hækkana á verði mat- væla. Þessi viðbrögð almenn- ings hafa leitt til mikils vöru- skorts og hafa verslanir grip- ið til skammtana. Þá hafa miklar óeirðir ríkt að undan- förnu í suöurhluta landsins milli Armena og Azera um yf- irráðarétt yfir héraðinu Nag- orno-Karabak. Sjálfstæðis- kröfur lýðveldanna í norðri hafa sömuleiðis gert sovésk- um stjórnvöldum erfitt fyrir. Bæöi stórveldin eru þó bjartsýn á að leiðtogafundur- inn veröi árangursríkur. „Gorbatsjov mun ekki láta vandatnál heima fyrir aftra sér í viöræðum við Bush Bandaríkjaforseta, staða hans heima fyrir er þrátt fyrir allt sterk," var haft eftir sov- (BAGDAD, Reuter) Fundur leiðtoga 16 arabaríkja hófst í Bagdad, höfuðborg Iraks, á mánudag. Á fund- inum ræða ieiðtogarnir hinn mikla straum sov- éskra gyðinga til ísraels- ríkis. Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu, krafðist þess á fundinum að hann tæki sameigin- lega afstöðu gegn land- námi sovéskra gyðinga í Israel. Þá lagði hann til að þau ríki verði beitt efna- hagslegum refsiaðgerðum sem greiði götu þeirra sov- ésku gyðinga sem hyggj- ast setjast að á hernumdu svæðunum. Arafat segir landnám gyðinga ógn við samkomulag Palestínu- manna og Israela um land- svæði til handa Palestínu- mönnum. Þrjú ríki, Algería, Öman og Marokkók, sendu fulltrúa síná til fundarins en Sýrland og Líbanon hunsuðu hann al- gjörlega. Ákvörðun þessara éskum embættismanni í gær. Hann sagði jafnframt að fundurinn væri vel undirbú- inn og ætti að geta skilað miklum árangri. Búist er við að eitt helsta umræðuefni leiðtoganna á fundinum verði fækkun lang- drægra kjarnorkuvopna og efnavopna ríkjanna. Telja stjórnmálaskýrendur likur á að slíkt samkomulag takist miklar. Þá er búist við að leið- togarnir ræði hernaðarlega stöðu sameinaðs Þýskalands. Einnig mun að sögn sovéskra embættismanna liggja fyrir talsverður fjöldi smærri sam- komulaga sem leiðtogarnir munu undirrita á fundinum. Þá munu leiðtogarnir reyna að komast að sam- komulagi um viðskipti rikj- anna en enn sem komið er hafa Bandaríkjamenn ekki viljað ganga frá slíku sam- komulagi. Munu Sovétmenn hafa hug á að komast í hóp þeirra ríkja sem fá svo nefnd hagstæðustu kjör í viðskipt- um við Bandaríkjamenn. Slík kjör myndu fela í sér lækkun á tollum á innfluttum varn- ingi. Bandaríkjamenn hafa nýlega veitt Kínverjum áframhald slíkra kjara til eins árs. Sú ákvörðun vakti tals- verða athygli þar sem senn er liðið ár frá blóðbaðinu á Torgi hins himneska firðar. Nikolai Shishlin, ráðgjafi miðstjórnar sovéska komm- únistaflokksins, sagði sjálf- stæðiskröfur Litháa vera mál yfirvalda í Moskvu en ekki þeirra í Washington. Hann varaði jafnframt við því að klofningsöfl í Eystrasaltsríkj- fimm ríkja að senda ekki leið- toga sína til fundarins er talin veikja mjög einingu Araba- rikjanna. Á fundinum ítrekaði Sadd- Yasser Arafat, leiðtogi PLO, krefst þess að Arabar beiti þau ríki efnahagslegum refsiað- gerðum sem greiði götu sov- éskra gyðinga sem hyggjast flytja til hernumdu svæðanna. unum gætu raskað valdajafn- vægi í Evrópu og í víöara samhengi. Ráðgert er að leiðtogarnir ræði einnig málefni Miðaust- urlanda. Mikill straumur sov- éskra gyðinga til hernumdu svæða ísraelsmanna hefur komið miklu róti á leiðtoga Arabaríkja. (BEIJING, Reuter) Kín- versk stjórnvöld hafa lýst am Hussein, forseti iraks, við- vörun til ísraelsmanna um að vopnuðum árásum verði svarað í sömu mynt, hvort sem kjarnorku eöa efnavopn- um yrði beitt. Leiðtogarnir biðu komu Muhammar Gaddafis, leið- toga Lýbíu frá Damaskus með eftirvæntingu, en þar hafði hann eytt tveim dögum til að reyna að telja Hafez al-Assad, forseta Sýrlands hughvarf. Allt kom þó fyrir ekki og mætti Gaddafi einn síns liðs til fundarins. Forsetar Sýrlands og íraks liafa átt í deilum síðan árið 1979 og segir Assad fundinn nú vera illa undirbúinn og áróðursherferð af hálfu Hus- seins, forseta íraks. Mat Sýr- lendinga er að nauðsynlegt sé að leysa deilur Sýrlend- inga og Iraka áður en hægt verði að setjast niður og ræða önnur mál. Næsti fundur leiðtoga ar- abaríkja verður haldinn í Ka- író í nóvember á þessu ári. Búist var við að þúsundir Kanadamanna myndu mót- mæla stefnu sovéskra stjórn- valda í málefnum Eystrasalts- rikjanna við komu Gorbat- sjovs til Kanada í gær. Forset- inn heldur síðan til Banda- ríkjanna í dag til fundar við Bush Bandaríkjaforseta. því yfir að sósíalismi geti verið ófullkominn og að Kommúnistaflokkur landsins sé mistækur, að sögn Yuan Mu, talsmanns stjórnarinnar. Þá segja stjórnvöld að hluti þeirra stúdentaleiðtoga sem reis upp á Torgi hins himneska friðar í maí í fyrra hafi haft jákvæð sjónarmið að leið- arljósi og einungis ætlað að auka veg lýðræðisins. Erlendir sendifulltrúar segja þessar yfirlýsingar stjórnvalda til þess ætlaöar að sýna Vesturlöndum fram á aukið frjálslyndi kínverskra stjórnvalda og til að milda þau öfl sem voru í forystu fyr- ir uppreisninni í fyrra. Það sé von kínverskra stjórnvalda aö meö þessu megi fá vest- ræn ríki til að létta af efna- hagsþvingunum gegn Kín- verjum og opna fyrir lánafyr- irgreiðslur. „Markmið flestra með þátt- töku í mótmælunum á Torgi hins himneska friöar var að vinna að framgangi lýðræðis- ins,“ sagði Mu. „Litlum hópi byltingarsinna tókst hins veg- ar að nota fjöldann í sína þágu,“ bætti hann við. Nýlega voru 211 látnir laus- ir af þeim sem hnepptir voru í fangelsi eftir stúdentaóeirð- irnar. Þá hafa kínversk stjórn- völd opinberlega lýst því yfir aö fræðimönnum sé frjálst að gagnrýna flokkinn. Fundur leiötoga sextán Arabaríkja: Ræða straum sovéskra gyðinga f/l ísrael Breytt afstaöa kínverskra stjórnvalda: Sósíalismi ófullkominn og kommúnislaflokkurinn misfækur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.