Alþýðublaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 9. júní 1989 ÍIDYÐIIBLMÐ Utgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Auglýsingastjóri: Steen Johansson Dreifingætjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarslminn er 681866 Áskriftargjald 900 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. LÝÐRÆDISBYLTING í KOMMÚNISTARÍKJUM M ikil umbrot eiga sér nú staö í þeim ríkjum heims sem búa viö stjórn kommúnista. Lýðræðislegarframfarirog umbætur gerast í Sovétríkjunum þessa dagana, Kína rambar á barmi borgarastyrjaldar eftir grimmdarverk kínverska alþýðuhers- ins á Torgi hins himneska friðar í Peking, og merkilegar end- urbætur á stjórnarfari eiga sér stað í Austur-Evrópu, einkum Póllandi. Athyglisvert er að athuga í þessu sambandi að öll þessi um- brot á svæði kommúnistaríkja heims eru andmæli við ríkj- andi kerfi kommúnismans, uppreisn gegn stalínisma. Frjáls- ræðisþrá íbúa kommúnistaríkja heimsins og krafa um lýð- ræði verður ekki lengur stöðvuð. Nú, í lok tuttugustu aldar, þegar fjarskipti og tækni rýfur einangrun og verndarhjúp kommúnistaríkjanna í heiminum, rýs kúguð og blekkt alþýða þessara landa upp og mótmælir. En það er einniq athyalis- vert, að forysta Sovétríkjanna, og þá einkum MikaílGorbat- sjov leiðtogi hefur haft geysileg áhrif á umbótaölduna I ríkj- um kommúnismans. það leikur enginn vafi á því, að þjóðir Sovétríkjanna hafa gripið það tækifæri sem Sovétleiðtoginn hefur rétt þeim. Það er einnig vitað mál, að perestrojkunni verður ekki snúið við. Slíkt gæti kostað borgarastyrjöld. Ahrif leiðtoga Sovétríkjanna eru gífurleg í Austur-Evrópu. Með sanni má segja að hann sé lénsherra Austur-Evrópu. Fyrirmæli Moskvu um glasnost og perestrojku í ríkjum Aust- ur-Evrópu eru því skipun sem heimaríkum ráðamönnum kommúnistaríkjanna mun reynast erfitt að mótmæla eða standagegn. Umbæturnarmunu því streymayfir Austur-Evr- ópu meðan sú lína er ofan á í Kreml. r I fyrsta skipti frá tímum Lenins fara saman óskir valdahaf- anna í Moskvu og alþýðunnar. Segja má, að eftir byltinguna 1917 hafi ráðamenn Kommúnistaflokksins og alþýðan í Sov- étríkjunum gert með sér félagssáttmála; almenningur gaf eftirfrelsi sitt en fékk í staðinn vernduð lífsskilyrði, mat og : atvinnu ásamt félagslegu öryggi. AlþýðaSovbétríkjanna hef- j ur staðið við sinn hluta samningsins og reyndar ekki átt ann- ! arra kosta völ. Ráðamennirnir í Kreml hafa hins vegar ekki | staðið við sinn hluta; skortur hefur ávallt verið á vörum í Sov- étríkjunum, atvinnan stopul og lífskjörslæm, þótt félagslegt öryggi hafi verið sæmilegt. Sama sagan gerðist í Kína eftir valdatöku Maós formanns. En einnig þar varð stalínisminn ofan á; menningarbyltingin og blómin þúsund voru alþýðu- hreyfingar skipulagðar af valdamönnum. Alþýðan gaf frelsi sitt eftir en fékk svikna vöru; spillingu, slæm lífskjör, þving- anir. Deng Xioping reyndi að rjúfa þennan vítahring. Hann átti þó nær einungis við efnahagslífið en gleymdi glasnost- inu; hinu virka lýðræði, tjáningar- og prentfrelsinu. Uppreisn námsmannanna í Peking erfyrst og fremst andóf gegn and- legri kúgun; andóf sem ekki er skipulagt á skrifstofum flokksforystunnar, heldur sprottið úr þjóðarvitund. Hinn glæsilegi sigur Samstöðu í Póllandi í nýafstöðnum þingkosningum þar í landi, gefur enn eina glögga vísbend- ingu um lýðræðisbyltinguna í kommúnistaheiminum. Þrátt fyrir fasísk kosningalög og stjórnlög Póllands sem tryggja Kommúnistaflokknum og gömlu valdastéttinni meirihluta- völd, eru úrslitin í þingkosningunum slík, að heimurinn spyr nú hvort kommúnistarnir f Póllandi neyðist fyrr eða síðar til að afsala sér völdum. Ef Kreml lætur þróunina halda áfram, mun hiðsamagerast í öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Fái frjáls vilji alþýðunnar að ráða i frjálsum kosningum, bendir allt til þess að alræði kommúnismans verði gert brottrækt. I ÖNNUR SJÖNARMIÐ AD vera lýðræðislega kosinn á þing er ekkert smámál lengur. Það er að segja fyrir pyngjuna. Áður þótti nóg að hafa góða stefnuskrá, hafa þéttan þjóðfé- lagshóp á bak við sig, og kunna nokkurn veginn að koma fyrir sig orði. Hefðu menn útlitið með sér sakaði það ekki. En nú er öldin önnur. Alla vega ef maður á að trúa viðmælendum PRESSUNNAR sem kom út í gær. Þar segja framkvæmda- og kosningastjórar flokkanna ekki sínar farir (og sinna flokka) slétt- ar. Það kostar nefnilega peninga að reka kosningar í dag. Mikla peninga. Ástandið er að taka á sig sömu mynd og í Bandaríkjunum. Því meiri peningar í kosninga- sjóði, því meiri möguleikar á góðri útkomu í kosningum. Pen- ingarnir tryggja lýðræðið. Athyglisverðir hlutir koma fram í grein PRESSUNNAR, eins og það að það var Framsóknar- flokkurinn sem sveik samkomu- lag flokkanna um að auglýsa ekki í sjónvarpi. Þegar auglýsingaher- ferðin um „klettinn i hafinu“ fór af stað, komu hinir flokkarnir á eftir. Lesum hvað Kjartan Gunnars- son framkvæmdastjóri segir: „Eg tel að eftir þessi svik sé úti- lokað að tryggja með neinum hætti að slíkt samkomulag náist fyrir næstu kosningar," segir Kjartan Gunnarsson. „Eg get að minnsta kosti ekki mælt með því við Sjálfstæðisflokinn að slíku samkomulagi verði treyst.“ Ef slíkt samkomulag yrði gert yrði það að vera með samþykkt kjör- dæmasambandanna, því þau spila aðalhlutverkið í öllum und- irbúningi og framkvæmd kosn- ingabaráttunnar. “ HEYRUM hins vegar hljóðið í framsóknarmönnum samkvæmt PRESSUNNI: „Framsóknarmenn segja sögur af útgjöldum flokksins vegna kosningabaráttunnar stórlega t ýktar, en andstæðingar flokksins segja að kostnaðurinn hljóti að hafa hiaupið á tugum milljóna. „Sjónvarpsauglýsingarnar og all- ar aðrar auglýsingar á vegum flokksins voru heimatilbúnar," segir Eiríkur Valsson. „Allar hug- myndir og textar voru unnin af okkur sjálfum, en svo voru keypt- ir menn til að mynda það. Þetta var allt unnið á sem ódýrastan hátt. Þar að auki var þetta keyrt á tiltölulega skömmum tíma á með- an aðrir, t.d. Alþýðuflokkurinn, voru búnir að vera með herferð í gangi í heilt ár. Þetta stóð bara yfir í þrjár vikur hjá okkur. Auk þess er birting í sjónvarpi ekki svo dýr miðað við dagblaðaauglýs- ingar. Heilsíðuauglýsing í Morg- unblaðinu kostar nú um 170.000 krónur og það var okkar mat að miðað við áhorfendafjölda væri talsvert ódýrara að fara með þetta í sjónvarp." Framsóknarmenn halda því fram að kosningabarátt- an á landinu öllu hafi kostað flokkinn innan við 10 milljónir króna.“ EN hvað segir Ámundi Ámundason, sem annaðist kosn- ingabaráttu Alþýðuflokksins í síðustu kosningum: „Ég held að auglýsingar Fram- sóknarflokksins hafi haft stór- kostleg áliril'," segir Ámundi Ámundason. Flokkurinn stóð illa áður en hann fór af stað með „klettinn í hafinu“ og lionum tókst að rétta sinn hlut. Það var ekkert nýtt í þessari kosningabar- áttu annað en auglýsingarnar. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að flokkar eigi ekki að auglýsa í sjónvarpi. Það er hættulegt lýð- ræðinu ef kosningar fara að snú- ast um fjármagn og auglýsinga- gerð, þar sem hinir fjársterku ráða ríkjum. Nýjar hreyfingar og flokkar hafa þá ekki bolmagn til að láta í sér heyra.“ En því miður virðist sem Iýð- ræðislegar kosningar séu að þró- ast í peningakosningar. EINN MEÐ KAFFINU Presturinn og leikarinn rif- ust. „Ef ég eignaöist son sem væri fábjáni, þá myndi ég látahann læratil prests," hrópaöi leikarinn. „Faöir Yðar hefur greini- lega ekki verið Yöur sam- mála,“ sagði presturinn rólega. ÐAGATAL Þögnin er þjóðarnauðsyn Það er stundum erfitt að vera til á þessu landi. Allt er tengt saman eins og köngulóarvefur; er dregið í einn þráð titrar allt netið. Tökum bara mjólkuraðgerðir þeirra kjarabræðra Ögmundar og Ásmundar. Um leið og þeir hvöttu launþegar til að hætta að kaupa mjólk í þrjá daga, kölluðu þeir reiði kúabænda yfir sig. Gott ef ekki Mjólkursamsölunnar einnig, vöruflutningamanna og dreifingaraðila. En hvað var hægt að gera? Ef þeir kjarabræður hefðu beðið fólk um að hætta að kaupa bens- ín, hefðu þessir forystumenn launþegagreyfingarinnar verið níddir niður af bensínfélögum, bensínafgreiðslufólki og olíu- flutningafyrirtækjum. Ég tala nú ekki um ef þeir hefðu sagt fólki að hætta að éta sælgæti í þrjá daga. Það hefði verið aðför að íslenskum iðnaði. Það er erfitt að hætta einhverju á íslandi án þess að fjöldi manns missi vinnuna eða bíði af því var- anleg mein. Hvað ef allir hættu að drekka vín? Ekki myndi aðeins barþjón- ar, veitingafólk, ölgerðarmenn, áfengisráðunautar og meðferðar- læknar missa vinnu sína. Ríkið myndi glata sinni stærstu tekju- lind — og fara sennilega á haus- inn. Ólafur Ragnar þyrfti að fá sér vinnu erlendis. Þetta er erfitt mál. Langeinfald- ast er því að brúka kjaft en gera ekkert. Þetta hafa allir verkalýðs- leiðtogar gert gegnum á'rin. Þeir hafa birst einu sinni á ári í ein- hverjum ræðustól niður á Lækajrtorgi og brúkað kjaft. Síð- an hafa þeir horfið inn á kontór- ana sína á nýjan leik. Og allt fallið i ljúfa löð. Verðbólgan hefur haldið áfram. Vöruverð hækkað. Kaupmáttur rýrnað. Launaskriðið farið af stað. Taxtafólkið orðið eftir. Og svo er kominn 1. maí og ein- hver forystumaður kemur út af kontórnum og heldur ræðu. Lífið á íslandi heldur áfram sinn gang. Og nægan fisk að fá — næga vinnu að fá. Þegar leiðtogar launþegahreyf- ingarinnar eru aftur á móti farnir að blása í herlúðra á öðrum dög- um en 1. maí og fólk meira að segja farið að taka mark á þeim, þá er málið orðið allsnúið. Fólk hættir til dæmis að kaupa mjólk og kippir grunninum und- an kúabændum sem alltaf hafa staðið í fastar, fjórar framsóknar- fætur. Og aldrei þurft að óttast samkeppni. En nú er samkeppnin komin. Ekki frá Hagkaup í þetta skipti. Nei, frá Vierkalýðskontórun- um. Það er sem sagt erfitt og nær ómögulegt að draga í spotta á ís- landi án þess að hópur manna velti um koll. Allir eru bundnir saman í sömu líflínuna þegar upp er staðið. Eins dauði er annars út- för, eins og skáldið sagði. Þess vegna er best að halda kjafti. Það hafa allir góðir ráðamenn skilið. Það hafa allir góðir stjórnar- andstæðingar skilið. Það hafa allir verkalýðsforingj- ar skilið. Það hef ég skilið og set hér með punkt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.