Alþýðublaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 9. júní 1989 Heimir Pálsson, forseti bæjarsljórnar i Kópavogi, afhendir Erlu Indriða- dóttur verðlaun í nafnasamkeppni. Úrslit í samkeppni um nafngiftir í Smárahvamms- landi Eins og fram hefur komiö í fjölmiölum efndi Frjáls fram- tak í vetur til verðlaunasam- keppni um tillögur að nöfn- um á götur og eða bygginga- reiti í landi fyrirtækisins í Smárahvammslandi í Kópa- vogi. Mikill fjöldi tók þátt í samkeppninni og bárust til- lögur frá 330 manns. Gerðu sumir margar tillögur þannig að nöfnin skiptu þúsundum. Dómnefnd skipuðu Heimir Pálsson, forseti bæjarstjórn- ar I Kópavogi, tilnefndur af bæjarstjórn, Guðrún Kvaran, ritstjóri á Orðabók Háskóla íslands, tilnefnd af heim- spekideild háskólans og Hall- grimur T. Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri byggingasviðs Frjáls framtaks. í mati sínu á tillögum lagði dómnefnd áherslu á að nöfn- in tengdust landsháttum, lítil hætta væri á ruglingi vegna líkingar við önnur gatnanöfn og kostur væri á að fylgja sömu hugmyndum við nafn- giftir á öðrum hlutum Smára- hvammslandsins, ef svo sýndist. Nokkrar tilögur báru að mati dómnefndar af og voru allar mjög svipaðar. í öllum var síðasti liður heitanna -smári og forliðir sóttir í ein- kenni lands. Dregið var úr nöfnum þessara höfunda og kom upp nafn Erlu Indriða- dóttur. Hlaut hún að launum flugmiða fyrir tvo til einhvers af áfangastöðum Flugleiða. Tillögur dómnefndar um nafngiftir í Smárahvamms- landinu verða lagðar fyrir bæjaryfirvöld í Kópavogi næstu daga. Neytendafélag stofnað á Suðurnesjum Miðvikudaginn 7. júní 1989 var stofnað neytendafélag á Suðurnesjum. Stofnfundur- inn var haldinn í húsakynnum verkalýðsfélaganna í Keflavík. Nafn félagsins er Neytenda- félag Suöurnesja, og er starfssvæði þess, eins og nafnið gefur til kynna, Suður- nes öll. Á fundinum kom fram mik- ill áhugi á öflugu neytenda- starfi á félagssvæðinu. Fé- lagsmenn í hinu nýja félagi eru nú tæplega eitt þúsund. Stjórn félagsins er þannig skipuð: Drífa Sigfúsdóttir, Keflavik, formaður. Aðrir í stjórn: Þórný Jó- hannsdóttir Garöi, Halldór Levi Björnsson Keflavik, Guð- björg Ásgeirsdóttir Grindavík, Auður Ingvarsdóttir Keflavik. Til vara: Halldór Pálsson Keflavik, Kristján Gunnars- son Keflavík. Skoöendur reikninga: Magnús Óskar Ingvarsson, Jón A. Eyjólfsson. Rósa Ingólfs sýnir á ísafirði Laugardaginn 10. júni opn- ar Rósa Ingólfsdóttir sýningu á grafíkmyndum í Slunkaríki, ísafirði. Rósa útskrifaðist frá aug- lýsingadeild MHÍ1968, og nam einnig leiklist og söng á árunum 1969-71. Hún hefur starfað sem teiknari hjá Rík- issjónvarpinu síðan 1978, og einnig á fyrstu árum þess. Ýmsar stofnanir og fyrir- tæki eiga verk eftir Rósu þ.á m. Seðlabankinn, Reykja- víkurborg, Landlæknisemb- ættið, Krabbameinsfélagið, Fjármálaráðuneytið, Sjón- varpið, Landsbankinn, Fjár- festingarfélagið og fl. Á sýningunni í Slunkaríki verða nokkrar myndraðir sem hún hefur unnið fyrir Sjón- varp, og eru þær allar til sölu. Þetta er önnur einkasýning listakonunnar en hún hélt sögusýningu á myndröð í Viðeyjarnausti í Viðey sl. sumar er fjallar um miöalda- sögu Viðeyjar, og sem er í eigu Reykjavikurborgar. Sýningin í Slunkaríki stendur yfir til sunnudagsins ,25. júní og er opin fimmtu- daga-sunnudaga kl. 16-18. Þórsmerkurferð Útivistar að komast í gang Þórsmerkurferðir Útivistar eru byrjaðar af fullum krafti og hafa raunar verið farnar frá hvítasunnu. Farið er um hverja helgi I sumar og haust og er brottför á föstudags - kvöldum klJ20. Gist er i tveim- ur skálum Útivistar ( Básum á Goðalandi og er gistiað- staðan eins og best gerist í óbyggðum. Nýlega var reist viðbygging við stærri skálann er hýsir eldhús og borðstofu. Einsdagsferðir verða á sunnudögum og í júlí og ág- úst verða ferðir á miðviku- dögum. Miðvikudagsferðirnar eru sérstaklega ætlaðar sum- arleyfisfarþeoum, en eru jafn- framt dagsferóir. Með sumarleyfi f Þórsmörk gefst fólki kostur á að upplifa náttúrufegurð og friðsæld Þórsmerkur á ódýran og þægilegan máta. Fjöldi sum- arleyfisdaga er að eigin vali, en tilvalið er að dvelja í hálfa viku t.d. frá miðvikudegi til sunnudags eða sunnudegi til miðvikudags. Útivist hefur umsjón með tjaldsvæðum í Básum og Goðalandi og er hópum bent á að panta fyrirfram. Skálarn- ir eru einnig leigðir út fyrir sérhópa ef aðstæður leyfa. Nánari upplýsingar veitir skrifstofan í Grófinni 1 (Vest- urgötu 4). Nýir stjórnar- menn í íslenskum Aðalverktökum Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur f dag skipað Stefán Friðfinnsson, viðskiptafræðing og aðstoð- • Krossgátan i 2 r- r <4 5 ' ■ ' *) - ■ 6 n 7 6 9 ! 10 J k 1 □ □ V. li. □ □! Lárétt: 1 góðvild, 5 flytja, 6 spíra, 7 lengdarmál, 8 bleyður, 10 kind, 11 fljótið, 12 mjög, 13 dregur. Lóörétt: 1 kjass, 2 heiðurinn, 3 átt, 4 vesallrar, 5 sjaldgæft, 7 gripur, 9 hæfileiki, 12 einnig. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 skálm, 5 ólum, 6 sál, 7 ok, 8 knappa, 10 ei, 11 rið, 12 róni, 13 torfu. Lóðrétt: 1 sláni, 2 kula, 3 ám, 4 mokaði, 5 óskert, 7 opinu, 9 próf, 12 rr. armann utanríkisráðherra og Ragnar H. Halldórsson, húsa- smíðameistara og formann bæjarráðs Njarðvíkur, sem fulltrúa rikisstjórnarinnar í stjórn íslenskra Aðalverktaka sf., fram yfir næsta aðalfund félagsins. Jafnframt hefur utanríkis- ráðherra skipað Stefán Frið- finnsson, formann stjórnar félagsins til sama tíma. RAÐAUGLÝSINGAR L LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í frá- gang lóðar umhverfis stjórnstöð fyrirtækisins Bústaðavegi 7 í Reykjavík í samræmi við útboðs- gögn nr. 0212. Útboðsgögn verða afhent frá og með fimmtu- deginum 8. júní 1989 á skrifstofu Landsvirkjun- ar, Háaleitisbraut 68,103 Reykjavík gegn óaftur- kræfu gjaldi að upphæð kr. 1000,-. Lóðin er samtals um 4.900 m’ og felst verkiö m.a. i frágangi á jarðvegsyfirborði, gróðursetningu trjáa og runna, lagningu gangstíga, lagningu snjóbræðslukerfis, malbikun bílastæða, setja upp lýsingu og annast um viðhald lóðar fram til haustsins 1992. Miðað er við að verkið geti hafist 26. júní n.k. og að 1. verkáfanga verði lokið fyrir 15. september n.k. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, | Háaleitisbraut 68,103 Reykjavík föstudaginn 16. j júní 1989 fyrir kl. 10:30, en tilboðin verða opnuð þar sama dag kl. 11:00 að viðstöddum bjóð- endum. Reykjavík 6. júní 1989 Menntamálaráðuneytið Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fjölbrautaskóla Suðurlands eru lausar til umsóknar eft- irtaldar kennarastöður: Islenska, enska, danska Vz staöa, sálar- og uppeldisfræði Vz staða, stærð- og tölvufræði, raf- greinar, fagteikning tréiðna> Vi staða, lögfræði Vi staðaog þá eru laus hlutastörf I veitingatækni og fatagerö. Við Menntaskólann á Akureyri vantar kennara I stærðfræði og sögu. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 20. júní n.k. Menntamálaráðuneytið Fundir á Norðurlandi vestra Sauðárkrókur Fundurmeð alþingismönnunum Jóni Sæmundi Sigurjónssyni og Karli Steinari Guðnasyni í Hótel Mælifelli laugardaginn 10. júnl 1989 kl. 17.00. Siglufjörður Fundurmeð alþingismönnunum Jóni Sæmundi Sigurjónssyni og Karli Steinari Guðnasyni í Borgarkaffi sunnudaginn 11. júní 1989 kl. 20.30. Fram þjáðir menn ... Stjórn SUJ helduropinn fund kl. 12. nk. laugar- dag í Félagsmiðstöð Alþýðuflokksins, Hverfis- götu 8-10. Fundarefni: Allt mijli himins og jarðar. Væntanlega mun Birgir Árnason skýra viðbrögð írana við fráfall Khomeinis. Stjórnin. Kópavogur Alþýðuflokksfólk Kópavogi. Fundur mánudaginn 12. júní nk. kl. 20.30 að Hamraborg 14 Kópavogi. Fundarefni: Skipulagsmál Dagvistun Bæjarmálaumræða Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.