Alþýðublaðið - 27.06.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.06.1989, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 27. júní 1989 MNMLMB Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreif ingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blaö hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Steen Johanson Siguröur Jónsson Filmur og prent, Ármúla 38 Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Askriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. HARRETTAR AÐGERÐIR FJÁRMÁLARÁÐHERRA Aðgerðir fjármálaráðherra gegn þeim fyrirtækjum sem skulda söluskatt hafa vakið miklar umræður. Hægripressan hefur geyst fram svo og fréttastofa ríkissjónvarpsins og gert þessar aðgerðir tortryggilegar. Fréttaflutningur hægripress- unnar hefur verið á þann veg, að það er engu líkara en þær sjálfsögðu aðgerðir að innheimta söluskatt séu grimmdar- verkeinræðisherra. Hið slaþpaog hræsnisfulla andrúmsloft í skattamálum landsmannaerfyrir löngu orðið að landplágu. Skattsvik hafaverið hafin upp til skýjannaeins og hverönnur hreystimennska og þjóðaríþrótt. Undanlátssemi og undan- þágur í söluskattskerfi hafa verið með endemum. Á sama tíma og heiðarlegt alþýðufólk og daglaunamenn greiða rík- inu skatt með skilum hefur stór hópur þjóðfélagsþegna get- að komist hjá því að greiða í hinn sameiginlega sjóð landsmanna. Vmis fyrirtæki, stór og smá, hafa einnig getað hliðrað sín- um skattamálum á þann veg, að þau hafa líkt og aðrir skatt- svikarar komist hjá því að greiða skatt að fullu. Þeir skattgreiðendur, hvort sem um einstaklinga eða fyrirtæki er að ræða, sem ekki greiða þau opinberu gjöld sem þeim ber, eru að fremja þjófnað. Þessi þjófnaður er ekki aðeins alvar- legur vegna þess að hann er lögbrot, heldur einnig vegna þess að slíkur þjófnaður bitnar á öðrum skattgreiðendum í formi hærri skattálagningar. Skattþjófarnir njóta hins vegar þeirra þjóðfélagslegu hlunninda sem heiðarlegir skattgreið- endur borga fyrir þá. Þetta er kjarni málsins. Kjarni málsins er ekki eins og hægripressan hefur hamrað á, að Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra beiti hótunum, þvingunum og lögreglu til að koma starfsemi fyrirtækja á kné. Varla er hægripressan orðin talsmaður þess að sum fyrirtæki komist upp með það að greiða ekki skattinn sinn — þó ekki væri nema í nafni frjálsrar samkeppni og með tilliti til þeirra fyrirtækja sem standaí skilum við ríkið. Kjarni málsinser, að sátími er liðinn að fyrirtæki, stóreðasmá, geti komist upp með að þurfaekki að borga þann skatt sem þeim ber. Allir réttlátir menn hljóta að vera sammála um jafneinfaldan hlut. Ólafur Ragnar Grímsson er kannski fyrsti fjármálaráðherrann sem stígur óhikað skrefið út til fulls — að loka þeim fyrirtækjum sem ekki standa í skilum við sameiginlegan sjóð allra lands- manna. Þettaerkjarni málsins — og þess vegnaeru aðgerðir fjármálaráðherra ekki aðeins réttlætanlegar, heldur hár- réttar. VONDUR DOMUR Nýverið varfelldurdómur í Sakadómi Reykjavíkur yfir Halli Magnússyni blaðamanni vegnaskrifahans um framkvæmdir í Viðeyjarkirkjugarði. Þessi dómur er sérlega vondur, einkum vegna þess að hann gefur fordæmi um beitingu umræddrar greinar hegningarlaga til að forða embættismönnum frá gagnrýni. Dómur sakadóms er tilræði við tjáningarfrelsið og mannréttindin í landinu. Aðför gegn tjáningarfrelsi með dómum eða með öðrum hætti er aðför gegn skoðanaskipt- um og þar með frelsinu og lýðræðinu. Blaðamannafélag ís- lands hefur mótmælt dómnum og 30 íslenskir rithöfundar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir telja umrætt ákvæði hegningarlaganna verstu ólög og hættulega atlögu gegn málfrelsinu. Alþýðublaðið tekur undir þau sjónarmið. ONNUR SJONARMIÐ DV er blað sem hefur auglýsinga- málin á hreinu. Nýjasta auglýsing blaðsins er hinn svokallaði DV-bát- ur, sem gerður er úr gömlum DV- blöðum. Þessum báti var ráðgert að tveir menn sigldu frá Akranesi til Reykjavíkur en ekki tókst betur en svo að báturinn var varla fyrr kom- inn úr höfn en mennirnir komust að þeirri niðurstöðu að ráðlegast væri að stökkva í sjóinn. DV var að sjálfsögðu með mik- inn uppslátt vegna þessa máls í blaðinu i gær. Grípum niður í þessa merku „frétt“: „Stýrisbúnaðurinn reyndist inönnunum tveimur strax erfiður og nánast ónothæfur. Reynt var af mætti að stýra með seglunum. Fimm tii sex vindstiga hliðarvindur var og varð hann til þess að siglingin var talsvert erfið. Ekki var hægt að festa seglið að neðanverðu — og urðu tnennirnir því að halda í það með höndum. Eftir um þriggja tíma vist um borð og aðeins þriggja mílna siglingu var sýnt að bátnum yrði sennilega aldrei siglt til Reykja- víkur — a.m.k. ekki við þessar að- stæður. Grindin í bátnum var orðin tals- vert löskuð og þófturnar löngu brotnai svo mannskapurinn varð að hafast við liggjandi á hnjánum og gat nánast ekkert skipt um stell- ingar og gerðust menn því æ stirð- ari. Atökin við seglin voru talsvert farin að segja til sín, svo og hreyf- ingarleysið — og enn voru ófarnar um sjö inílur til áfangastaðarins — Reykjavíkur. Eftir stuttar umræður þótti sýnt að skynsamlegast væri að yfirgefa bátinn — þrátt fyrir að ekki hefði komist einn dropi af úfnu Atlants- liafinu í gegnum klæðninguna — sem gerð var úr gömlum DV-blöð- um.“ Þarna sannaðist það sem áður hefur verið sagt í Alþýðublaðinu: Vilji menn ná heilir í höfn er ekki hægt að reiða sig á hægripressuna. Hún hefur slagsíðu og vantar kjöl- festu eins og Dagfinnur segir í dag. FLOSI Ólafsson fer á kostum í pistli sínum í síðustu PRESSU. Þar gerir hann grein fyrir því hvering á að komast lífs af í kjarnorkustyrj- öld. Flosi vitnar í handhægar Ieið- beiningar um slíka lífsbjörg sem er að finna á gulu síðunum i síma- skránni. En gefum Flosa orðið: „Fyrst er í símaskránni lauslega drepið á sprengistyrk kjarnavopna, sem mældur er í tonnum af sprengi- efninu TNT, en tonn af TNT nægir til að jafna venjulega járnbrautar- stöð viö jörðu. Vinsælasta atómsprengjan í dag er hinsvcgar 5 mcgatonn, scmsagt fimm milljón tonn af TNT, lítil og hagnýt sprengja, létt í meöförum og nægir til að rústa fimm milljón járnbrautarstöövar. Nú kemur aö því, í leiöarvísi símaskrárinnar, hvernig hyggilegast sé að bregðast við ef verið er að kasta slíkum sprengjum á mann þar sem maður er staddur. Undirliðnum „Viðbrögð til varn- ar“ eru nokkur þjóðráð tilgreind svo maður verði ekki fyrir óþæg- „varpa sér flötum bakvið húsgögn og hylja bert hörund". Ef maður afturámóti verður fyrir kjarnorkusprengju á víðavangi á að finna sér góða laut og leggja sig þar og halda kyrru fyrir þar til hætt er að kasta kjarnorkusprengjum á staðinn. Þegar svo — cinsog það er orðað í símaskránni — „frumáhrif kjarnasprengjunnar eru gengin yfir“ á að fara inní næsta nærliggj- andi hús, þar oní kjallara og inni herbergið sem er fjarst öllum út- veggjum." Og áfram heldur FIosi: „Fjórðu greinina undir „Við- brögðum til varnar“, í símaskránni á blaðsíðu 861, má ég til með að birta orðrétt: Þeir sem fá á sig gcislavirkt úrfall á leið í skjól eiga að bregða klút fyrir vit sér. Áður en farið er inní skýli verður að afklæðast menguð- um fötum fyrir utan og dusta ryk úr höfði sér svo sem kostur er og fara helst í steypibað. Og að lokum er lögð áhersla á það að vera ekki mikið á ferli ef um síendurteknar kjarnorkuárásir sé að ræða.“ Um þetta er ekki miklu meira að segja. Flosi: Hagnýtar leiðbeiningar um hvernig lifa á kjarnorkustyrjöld af. indum af kjarnorkusprengjunum. í fyrsta lagi á maður að snúa sér undan þegar sprengjan springur fyrir framan mann svo maður blindist ekki af glampanum, en ef tnaður er svo heppinn að vera inn- andyra, tildæmis heiinahjá sér, á að EINN MEÐ KAFFINU Roskinn maður kom með konu sinni á Tryggingastofnun til að fá greiddar barnabætur. Maðurinn var í fleginni skyrtu og blöstu grá bringuhár við. Afgreiðslustúlkunni varð lit- ið á bringu mannsins og spurði hvort hann væri að ná í ellilíf- eyrinn sinn. Þá gall í eiginkon- unni: „Blessaður hnepptu lengra niður og fáðu örorku- styrk líka!!“ 1 DAGATAL Kjölfestuna vantar Aðalfrétt DV i gær var sú að DV-báturinn hefði sokkið þrjár mílur út af Akranesi. Þessi tíðindi koma kannski ein- hverjum spánskt fyrir sjónir. Málið er þetta í hnotskurn: Ein- hverjum dverghögum íslendingi var farið að leiðast að sjá DV safnast í stafla heima hjá sér, svo hann tók sig til og bjó til bát með víkingalagi úr gömlu blöðunum. Blöðin Iimdi hann saman og festi á pappagrind. Síðan var meining- in að sigla bátnum frá Akranesi og áleiðis til Reykjavíkur. Þremur mílum fyrir utan Akra- nes sáu skipverjas sér hins vegar ekki annað fært en stökkva út- byrðis. DV segir að báturinn hafi alls ekki lekið en pappakjölurinn hafi brotnað. Með öðrum orðum DV er pottþétt en vantar kjölfestu. Mér varð svona hugsað til mál- anna í stærra sanhengi þegar ég las þessa frétt. Hægripressan er oft dugleg við að auglýsa mátt sinn og megin. En þeir sem láta tæla sig um borð verða að vera undir það búnir að stökkva útbyrðis. Það vantar kjölfestuna í bát- inn. Hins vegar þýðir ekkert að koma frumefni eins og vatni inn i blaðið; það er eins og að skvetta vatni á gæs. Mér varð líka hugsað til gusu- gangsins í blaðinu vegna þess að Ólafur Ragnar fjármálaráðherra hefur látið loka stórfyrirtækjum sem neita að greiða söluskatt. Það finnst leiðarahöfundi DV afskap- lega vont mál og segir aðgerðir fjármálaráðherrans hvorki mann- eskjulegar né geðslegar. Eg var einmitt að lesa leiðarann þegar Bella frænka kom í heim- sókn. Bella er fráskilin móðir með fjögur börn og býr í kjallaraíbúð þegar hún kemur heim úr fisk- vinnslunni og sjoppuvinnnunni. „Sæl Bella mín,“ sagði ég, „finnst þér þetta ógeðslegt og ómanneskjulegt hjá honum Ólafi Ragnari að loka öllum þessum stóru fyrirtækjum?" Bella skellti sér niður í sófann og kveikti í sígarettu. Hún blés frá sér reyknum og sagði: „Ekki þótti neitt ógeðslegt að innsigla sjopp- una sem ég vann í fyrir nokkrum árum. En það var náttúrulega bara Stebbi Frímanns sem átti hana og hann er náttúrulega ekk- ert númer. Þeir báru nú út sjón- varpstækið mitt vegna þess að ég hef ekki haft efni á að greiða af- notagjöldin að undanförnu. Það þótti nú ekkert ómanneskjulegt þótt krakkarnir grenjuðu yfir að missa af barnaefninu." Bella drap í sígarettunni og fékk sér kaffisopa. „Og ekki þótti það neitt tiltökumál þegar kagg- inn hans Nonna var boðinn upp vegna þess að hann skuldaði fimmþúsundkall í skatt. Og ég er nú á síðasta séns vegna fasteigna- gjaldanna á kjallaraíbúðinni. Málið komið í lögfræðing og borgardómara og hvað þetta lið heitir allt saman! Og ekki hafa blöðin vælt yfir því neitt sérstak- lega.“ Bella setti bollann frá sér og kveikti í nýrri sígarettu. „Það er ekki verið að skrifa um okkur aumingjana þótt það sé verið að húkka okkur daglega fyrir að standa ekki í skilum við ríkið,“ hélt hún áfram. „Öllum er and- skotans sama um það. Þessir rit- stjórar skrifa aldrei um venjulegt fólk. Maður þarf víst að reka milljónafyrirtæki til að þessir herrar fari að vorkenna manni að svíkja undan skatti. “ Meira nennti Bella ekki ræða þessi mál og fór að segja mér að hún hefði bara verið einni tölu frá því að hreppa bónusvinninginn í lottóinu. Ég lagði hins vegar frá mér DV. Það er rétt sem Bella segir. Það vantar kjölfestuna í hægri- pressuna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.