Alþýðublaðið - 27.06.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.06.1989, Blaðsíða 8
MÞYBUBUBIB Þriöjudagur 27. júní 1989 Keflavík og Njarðvík greiða: llla hugsaðar og óréttmætar aðgerðir segir bœjarstjórinn í Keflavík um lokunarherferð fjármálaráðherra Bæjaryfirvöld í Keflavík og Njarðvík greiddu í gær söluskattsskuld þá sem ríkiö setti upp vegna raforkusölu til götulýsingar. Það gerðu þau til að koma í veg fyrir að bæjarskrifstofunum í við- komandi bæjarfélögum yrði lokað. Aðspurður sagði Guðfinn- ur Sigurvinsson, bæjarstjóri í Keflavík, að þessar lokun- arhótanir rikisvaldsins væru óréttmætar og illa hugsaðar. Það væri greiddur söluskatt- ur af raforkusölu til íbúa Keflavíkur, og litu bæjaryfir- völd á málið þannig að rök- styðja mætti að þar væri einnig að finna greiðslur fyr- ir götulýsingu. Það væru engir taxtar til um hana sér- staklega. Guðfinnur vildi jafnframt taka fram að Keflavíkurbær hefði ekki kært þessar kröfur ríkisins til skattanefndar, því þeir litu á kæru Hafnarfjarð- ar og Grindavikur sem prófmál. Um l'ramhald málsins sagði Guðfinnur að það væri nú i höndum lögmanns bæj- arins, Jónasar Aðalsteins- sonar. Jón Baldvin ávarpar ferðafélaga i Skiðaskálanum í Hvera- Ferðalangar áðu í Herdísarvik og hlustuðu á upplestur dölum. Gunnars Eyjólfssonar úr verkum Einars Benediktssonar. Gunnar las m.a. Ijóðið Útsæ eftir Einar. A Iþýðuflokksfélag Reykjavíkur Góð ferð í suður Góö þátttaka var í ferð sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur stóð fyrir um helgina. Kratar á öllum aldri eyddu laugardegi saman á ferð um Reykjanes og Suðurland. Fyrsti áfangi var Stefánshöfði við Kleifarvatn. Síðan voru skoðaðir hverirnir í Krísuvík og Krísuvíkurkirkja. í Herdísarvík nutu ferðalangar lestrar Gunn- ars Eyjólfssonar úr verkum Einars Benediktssonar, sem eins og flestum er kunnugt var búsettur í Herdísar- vík síðustu ár ævi sinnar. Þá var haldið til Þorlákshafnar og m.a. skoðuð fiskeldisstöð. í Hveragerði var garðyrkjuskólinn heimsóttur, en síðan gengið um fagra Stokkseyrarfjöru. Á heimleið var að sjálfsögðu ekið yfir hina nýju Óseyrarbrú og síðan haldið til Skíðaskálans í Hveradölum þar sem Jón Baldvin Hannibals- son, formaður flokksins, ávarpaði ferðafélaga. „Hættuleg aðför að málfrelsi1 Útvegsbankinn seldur á 767 milljónir? Talnauppstilling sem gefur ekki rétta mynd segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra um ful/yrðingar fyrrum bankastjóra Utvegsbankans „Þessi talnauppstilling Halldórs Guöbjarnasonar gefurað mínu mati ekki rétta mynd af kaupunum á hlut ríkisins í Útvegsbankanum. Viðskiptaráðuneytið mun Húsbréfakerfið: Framkvæmdanefnd hefur hafið störf Framkvæmdanefnd um húsbréfakerfið hefur hafið störf. Formaður hennar er Rannveig Guðmundsdóttir en aðrir í nefndinni eru: Ei- ríkur Guðnason, formaður Verðbréfaþings, Hilmar Þór- isson, skrifstofustjóri Hús- næðismálastofnunar, Jó- hann Ágústsson, Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Jóhannes Siggeirsson, Sam- bandi almennra lífeyris- sjóða, Már Guðmundsson, efnahagsráðunautur fjár- málaráðherra, Pétur H. Blöndal, formaður lands- sambands lífeyrissjóða, Sig- urður B. Stefánsson hag- fræðingur, Yngvi Örn Krist- insson hagfræðingur, Þór- ólfur Halldórsson, formaður félags fasteignasala, og Grét- ar J. Guðmundsson, yfir- maður ráðgjafarstofnunar Húsnæðisstofnunar, mun starfa með nefndinni en þó utan við hana. Nefndin mun fjalla um óvissuþætti húsbréfakerfis- ins, sem tekur gildi í haust. gera grein fyrir þessum mál- um á næstunni," sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra í samtali við Alþýðu- blaöið í gær. í DV í gær hélt Halldór Guðbjarnason, fyrrverandi bankastjóri Útvegsbankans, því fram að 76,8% hlutur rík- isins í bankanum hefði verið seldur Iðnaðarbanka, Versl- unarbanka og Alþýðubanka á of lágu verði, á 767 milljón- ir króna, en ekki 1.450 millj- ónir í heild eða 1.000—1.100 milljónir þegar dregnir Itafa verið frá sérstakir frádráttar- liðir. Sagði Jón að þessar töl- ur stæðu áfram fullgildar, eins og nánar yrði gerð grein fyrir. Prestastefnan sett í dag Síðasta prestastcfna sem herra Pétur Sigurgeirsson biskup stýrir, Prcstastefna 1989, verður sett í dag. Um helgina var séra Olafur Skúlason settur inn í emb- ætti biskups, en hann tekur ekki formlega við fyrr en 1. júlí. Prestastefnan verður hald- in í Kirkjuhvoli, safnaðar- heimili Garðasóknar í Garðabæ, og stendur í þrjá daga. Aðalmál Prestastefnu 1989 er safnaðaruppbygging. Framsögu flytja séra Gunnar Kristjánsson, séra Bernharð- ur Guðmundsson fræðslu- stjóri, séra Kristján Valur Ingólfsson og Ragnheiður . Sverrisdóttir djákni. Hitastig í nokkrum landshlutum kl. 12 i dag. Alls 30 rithöfundar sendu frá sér samciginlega yfirlýs- ingu í gær vegna dóms scm felldur var i Sakadómi Reykjavíkur 20. júní sl. yfir Halli Magnússyni blaða- manni, vegna skrifa huns um framkvæmdir í Viðeyjar- kirkjugarði. Dómurinn var kveðinn upp á grundvelli 108. greinar hegningarlaga. í yfirlýsingunni segir að þessi grein virðist til þess eins fall- in að forða embættismönn- um frá gagnrýni, réttri scm rangri. Síðan segir: „í tengslum við umrætt mál hefur vara- ríkissaksóknari boðað að þessari grein skuli nú í fram- tíðinni beitt í ríkari mæli. í tilefni af þessu viljum við undirritaðir íslenskir rithöf- undar lýsa þvi yfir að við telj- um þetta ákvæði hegningar- laganna vera hin verstu ólög, og alls ekki samrýmast nú- tímakröfum um mannrétt- indi og tjáningarfrelsi. Jafnframt því sem við mótmælum svo hættulegri v atlögu að málfrelsi sem téður dómur er skorum við á al- þingismenn að sjá svo um að þessi lagagrein verði felld úr gildi. “ Rithöfundarnir 30, sem skrifuðu undir yfirlýsinguna eru: Álfrún Gunnlaugsdótt- ir, Birgir Sigurðsson, Elías Mar, Einar Bragi, Einar Már Guðmundsson, Einar Kára- son, Fríða Á. Sigurðardóttir, Guðmundur Daníelsson, Guðmundur Andri Thors- son, Gyrðir Elíasson, Hall- dór Laxness, Hannes Sigfús- son, Indriði G. Þorsteinsson, ísak Harðarson, Jón úr Vör, Krístín Ómarsdóttir, Krist- ján Árnason, Kristján frá Djúpalæk, Ólafur Gunnars- son, Sigfús Daðason, Sigurð- ur Pálsson, Sigurður A. Magnússon, Sjón, Stefán Hörður Grímsson, Steinunn Sigurðardóttir, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Thor Vil- hjálmsson, Vigdís Gríms- dóttir, Þorsteinn frá Hamri og Þórarinn Eldjárn. ÍSLflND hitastig i borgum Evrópu kl. 12 í gær að íslenskum tima. VEÐRIÐ í DAG Útlit fyrir fremur hæga suðvestiæga átt á land- inu með dálítilli rigningu um sunnanvert landið en þurru að mestu fyrir norðan. Fremur svalt áfram, en sæmilega hlýtt um hádag suðvest- anlands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.