Alþýðublaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 1
Sambandið í kröggum, - enn stótfelldur taprekstur, en eigiðfé jákvœtt um 1281 milljón króna AUKA HLUTAFÉ í MIKLA- GARDIUM 600 MILUÓNIR - gengiÖ verður nú þegar til samninga um sölu eigna viÖ Landsbankann Stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga samþykkti á aðalfundi sínum í gær að ganga til samninga við Lands- banka íslands um sölu á ýms- um eignum fyrirtækisins. Miðað er við að fyrirtækið geti á sem skemmstum tíma gert upp skuldir sínar við Landsbankann og aðra lánar- drottna. Reiknað er með að samningar þessir hcfjist strax. Skuldir Sambandsins í lok ágúst voru hartnær 4,9 milljarðar, - bókfærðar eignir voru hinsvegar rúmlega 6,2 milljarðar og eigið fé Sam- bandsins 1369 milljónir króna Á fundinum í gær var sam- þykkt að auka hlutafé Sam- bandsins í Miklagarði um 439 milljónir króna. Er það liður í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu sem gæti orðið allt að 600 millj- ónir króna. Um 60% af fyrir- hugaðri hiutafjáraukningu Sam- bandsins verður til með þeim hætti að skuld Miklagarðs hf. við Sambandið verður breytt í hlutafé, en afgangurinn fjár- magnaður með sölu eigna. Samkvæmt bráðabirgðaupp- gjöri sem lagt var fram á aðal- fundi Sambandsins í gær, var rekstrarhalli fyrirtækisins fyrstu átta mánuði þessa árs 239 millj- ónir króna, en á sama tímabili í fyrra var hallinn 334 milljónir króna. Minni rekstrarhalli stafar að nokkru af lækkun rekstrar- gjalda, einkum af mun lægri fjármagnsgjöldum en í fyrra. Á fundinum kom fram að Sambandið hefur selt húseign- ina Hávallagötu 24, Hamra- garða, þar sem Jónas Jónsson frá Hriflu bjó í eina tíð. Það er Húsnæðissamvinnufélagið Bú- seti og Landssamband búsetafé- laganna sem keypti eignina á 18 milljónir króna. Sig Rocich. - stutt gam- an í Reykjavík, segir af sér eftir stuttan sendi- herraferil og hvetfur til staifa með Bush Banda- ríkjaforseta Á að rétta hlut Bush í fjölmiðlum „Hin umfangsmikla reynsla og víðtæk þekking í auglýsingum sem Sig Rogich kemur með inn í kosningabaráttuna mun bæta til muna starf okkar við að koma á framfæri boðskap Bush forseta“, sagði Robert Teeter, for- maður nefndar sem ann- ast um kosningabaráttu Bandaríkjaforseta, sem nú stendur illa að vígi samkvæmt skoðanakönn- unum, í keppninni við kratann Bill Clinton um forsetaembættið Á sama máli var Martin Puris, formaður svokallaðs Nóvemberfélags, stuðn- ingsmanna George Bush, forseta. „Við hlökkum til að vinna með Sig“, sagði Puris, „hann er án efa mikill fengur í kosningabaráttunni og mun styrkja nijög kynn- ingarlið okkar“. Sig Rogich, íslenskur að uppruna, kom hingað til iands í sumar sem sendi- herra Bandaríkjanna. Hann hefur nú sagt upp stöðu sinni. Eins og áður hefur komið fram, var Rogich áður ráð- gjafi Bush í mörgum mikil- vægunt máium. Illar tungur vildu nteina að Rogich hefði verið sparkað út úr kynningarmálum forsetans og gerður að sendiherra. Annað virðist hafa komið á daginn. Nú er Rogich ætlað að rétta hlut forsetans í ijöl- miðlaumræðunni, en þar hefur forsetinn, svo og varaforseti hans, Dan Quayle, varið ntjög halloka að undanfömu. Efnahagsráðherrar frá Lilháen í heimsókn Tveir ráðherrar frá Lithá- en, þeir Albertas Simenas efnahagsmálaráðherra og Vytenis Aleskaitis, ráðherra alþjóðlegra efnahagssam- skipta, komu hingað til lands s.l. miðvikudag í boði Jón Sig- urðssonar iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Með ráðherr- unum er einnig Kazys Ratkevicius aðstoðarseðla- bankastjóri og aðstoðarmað- ur þeirra. Ráðherramir hafa rætt um samskipti þjóðanna við Jón Sig- urðsson, Þorstein Pálsson og Halldór Blöndal. Þeir hafa jafn- framt heimsótt Seðlabanka ís- lands og kynnt sér starfsemi hans. Þeir heimsækja einnig Háskóla íslands og Amastofnun áður en þeir halda af landi brott í dag síðdegis. Sífellt færri þorskar - sjávarfangið í áv 1,7 milljörðum minna að verðmœti en ífyrra Á aflaárinu, sem rann sitt skeið á enda í ágústlok, veidd- ust 258.811 tonn af þorski, samkvæmt bráðabirgðatöl- um Fiskilélags Islands. Á afla- árinu 1989 til 1990 var þorsk- aflinn meira en 60 þúsund tonnum mciri, cn á síðasta aflaári, eða 318,9 þúsund lest- ir, og á aflaárinu 1990-1991 var aflinn yfir 306 þúsund tonn. Minnkandi afii var á flestum hotnfiskum, nema út- hafskarfa. Alls komu á land 566 þúsund lestir af botnfiski á nýliðnu afla- ári, miðað við 633 þúsund á aflaárinu í fyrra. Hinsvegar veiddist nteira af síld, loðnu og rækju á síðasta ftskveiðiári. Aflaverðmæti sjávarfangs á þessu ári er til muna ntinna en á sama tímabili í fyrra, þ.e. frá janúarbyrjun til ágústloka. Sam- kvæmt bráðabirgðatölunum er botnfiskaflinn í ár rúmlega 80 þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra, og verðmætið 3 milljörðum rýrara. Þegar litið er til alls fiskafla er aflaverð- mætið það sem af er árinu 1,7 milljörðum króna minna en á sama tíma í fyrra. Þorskurinn, sem eðlilega er blínt á, skilar verðmæti upp á 14,8. milljarða í ár, - af 35,7 milljarða aflaverðmæti samtals fyrir allar tegundir. Frá vinstri á mvndinni eru þeir Ratkevicius aðstoöarseðlabankastjnri, Simenas efnahagsmálaráðhcrra, Jón Sigurðsson og Áleskaitis, ráðherra alþjóðlegra viðskipta. ALÞÝÐUBLAÐID - Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík - Sími 62-55-66 - FAX-númer 62-92-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.